NBA í nótt: Webber heiðraður í Sacramento 7. febrúar 2009 10:50 Chris Webber kyssir stækkaða mynd af treyjunni sinni sem hengd var upp í rjáfur í Sacramento í nótt AP Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chris Webber var heiðraður við sérstaka athöfn í Sacramento þar sem treyja hans var hengd upp í rjáfur, en liðið náði ekki að fylgja hátíðarhöldunum eftir á vellinum og tapaði 111-107 fyrir Utah. Webber lék um árabil með sigursælu liði Sacramento sem var eitt besta lið deildarinnar á fyrrihluta áratugarins. Nokkrir fyrrum liðsfélagar Webber voru viðstaddir athöfnina og þá var Kevin Johnson borgarstjóri í Sacramento mættur, en hann var sjálfur stjörnuleikmaður í NBA á sínum tíma. Athöfnin tók rúmar 20 mínútur í hálfleiknum en í þeim síðari tapaði Sacramento niður tíu stiga forskoti og tapaði níunda leik sínum af síðustu tíu. Deron Williams skoraði 34 stig fyrir Utah og Mehmet Okur 28 en Kevin Martin skoraði 37 stig fyrir Sacramento. Meistarar Boston réttu úr kútnum eftir tapið gegn Lakers í fyrrinótt með því að leggja New York á útivelli 110-100. Paul Pierce skoraði 26 stig fyrir Boston en Al Harrington 27 fyrir New York. Indiana vann góðan sigur á Orlando 107-102. Stjörnuleikmaðurinn Danny Granger skoraði 33 stig fyrir Indiana og stjörnuleikmaðurinn Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 20 fráköst fyrir Orlando. Atlanta færði Charlotte fjórða tapið í röð með 102-97 útisigri. Raja Bell skoraði 17 stig fyrir Charlotte en Marvin Williams 29 fyrir Atlanta. New Orleans skoraði 15 þrista í 101-92 sigri á Toronto. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig fyrir Toronto en Peja Stojakovic 28 fyrir New Orleans. Oklahoma lagði Portlant 102-93 á heimavelli þar sem Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir Oklahoma en Brandon Roy var með 32 stig hjá Portland. Denver lagði Washington auðveldlega á útivelli 124-103. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver en Antawn Jamison 26 fyrir Washington. LA Clippers stöðvaði sjö leikja taphrinu með því að leggja Memphis á útivelli 126-105. Zach Randolph skoraði 35 stig fyrir Clippers en Rudy Gay 26 fyrir Memphis. Loks vann Phoenix sigur á Golden State á útivelli 115-105. Grant Hill setti persónulegt met í vetur með 27 stigum en Corey Maggette setti 25 stig fyrir heimamenn. NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chris Webber var heiðraður við sérstaka athöfn í Sacramento þar sem treyja hans var hengd upp í rjáfur, en liðið náði ekki að fylgja hátíðarhöldunum eftir á vellinum og tapaði 111-107 fyrir Utah. Webber lék um árabil með sigursælu liði Sacramento sem var eitt besta lið deildarinnar á fyrrihluta áratugarins. Nokkrir fyrrum liðsfélagar Webber voru viðstaddir athöfnina og þá var Kevin Johnson borgarstjóri í Sacramento mættur, en hann var sjálfur stjörnuleikmaður í NBA á sínum tíma. Athöfnin tók rúmar 20 mínútur í hálfleiknum en í þeim síðari tapaði Sacramento niður tíu stiga forskoti og tapaði níunda leik sínum af síðustu tíu. Deron Williams skoraði 34 stig fyrir Utah og Mehmet Okur 28 en Kevin Martin skoraði 37 stig fyrir Sacramento. Meistarar Boston réttu úr kútnum eftir tapið gegn Lakers í fyrrinótt með því að leggja New York á útivelli 110-100. Paul Pierce skoraði 26 stig fyrir Boston en Al Harrington 27 fyrir New York. Indiana vann góðan sigur á Orlando 107-102. Stjörnuleikmaðurinn Danny Granger skoraði 33 stig fyrir Indiana og stjörnuleikmaðurinn Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 20 fráköst fyrir Orlando. Atlanta færði Charlotte fjórða tapið í röð með 102-97 útisigri. Raja Bell skoraði 17 stig fyrir Charlotte en Marvin Williams 29 fyrir Atlanta. New Orleans skoraði 15 þrista í 101-92 sigri á Toronto. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig fyrir Toronto en Peja Stojakovic 28 fyrir New Orleans. Oklahoma lagði Portlant 102-93 á heimavelli þar sem Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir Oklahoma en Brandon Roy var með 32 stig hjá Portland. Denver lagði Washington auðveldlega á útivelli 124-103. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver en Antawn Jamison 26 fyrir Washington. LA Clippers stöðvaði sjö leikja taphrinu með því að leggja Memphis á útivelli 126-105. Zach Randolph skoraði 35 stig fyrir Clippers en Rudy Gay 26 fyrir Memphis. Loks vann Phoenix sigur á Golden State á útivelli 115-105. Grant Hill setti persónulegt met í vetur með 27 stigum en Corey Maggette setti 25 stig fyrir heimamenn.
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira