Auðvelt hjá Button Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2009 13:54 Kunnuleg sjón - Button fremstur og Barrichello annar. Nordic Photos / AFP Jenson Button átti engum vandræðum með að sigra í Mónakó-kappakstrinum í dag en hann kom langfyrstur í mark en næstur var liðsfélagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello. Button var fremstur á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Barrichello var þriðji á ráspól, á eftir Kimi Raikkönen á Ferrari, en Brasilíumaðurinn náði að taka fram úr Raikkönen fljótlega eftir ræsinguna. Raikkönen náði að halda þriðja sætinu og félagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði. Sigurvegari mótsins í fyrra, Lewis Hamilton á McLaren, náði sér engan veginn á strik og varð að sætta sig við tólfta sætið. Keppnin var því langt frá því að vera spennandi hvað toppbaráttuna varðaði en nokkrir aðrir keppendur lentu í hremmingum. Kazuki Nakajima klessti bílinn sinn á lokahringnum og hið sama hafði Heikki Kovaleinen gert á 53. hring. Hann sagði í viðtali við fjölmiðla skömmu síðar að hann gæti engum nema sjálfum sér um kennt. Nelson Piquet yngri á Renault var ýtt á vegg af Sebastien Buemi frá Sviss og gat ekkert við því gert. Robert Kubica og Sebastian Vettel féllu einnig báðir úr leik - Kubica hætti vegna bilunar og Vettel klessti á vegg.Efstu átta í dag: 1. Button, Brawn 2. Barrichello, Brawn 3. Raikkönen, Ferrari 4. Massa, Ferrari 5. Webber, Red Bull 6. Rosberg, Williams 7. Alonso, Renault 8. Bourdais, Toro RossoStigakeppni ökumanna: 1. Button 51 stig 2. Barrichello 35 3. Vettel, Red Bull 23 4. Webber 19,5 5. Trulli, Toyota 14,5 6. Glock, Toyota 12 7. Alonso 11 8.-9. Raikkönen 9 8.-9. Hamilton, McLaren 9 Formúla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button átti engum vandræðum með að sigra í Mónakó-kappakstrinum í dag en hann kom langfyrstur í mark en næstur var liðsfélagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello. Button var fremstur á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Barrichello var þriðji á ráspól, á eftir Kimi Raikkönen á Ferrari, en Brasilíumaðurinn náði að taka fram úr Raikkönen fljótlega eftir ræsinguna. Raikkönen náði að halda þriðja sætinu og félagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði. Sigurvegari mótsins í fyrra, Lewis Hamilton á McLaren, náði sér engan veginn á strik og varð að sætta sig við tólfta sætið. Keppnin var því langt frá því að vera spennandi hvað toppbaráttuna varðaði en nokkrir aðrir keppendur lentu í hremmingum. Kazuki Nakajima klessti bílinn sinn á lokahringnum og hið sama hafði Heikki Kovaleinen gert á 53. hring. Hann sagði í viðtali við fjölmiðla skömmu síðar að hann gæti engum nema sjálfum sér um kennt. Nelson Piquet yngri á Renault var ýtt á vegg af Sebastien Buemi frá Sviss og gat ekkert við því gert. Robert Kubica og Sebastian Vettel féllu einnig báðir úr leik - Kubica hætti vegna bilunar og Vettel klessti á vegg.Efstu átta í dag: 1. Button, Brawn 2. Barrichello, Brawn 3. Raikkönen, Ferrari 4. Massa, Ferrari 5. Webber, Red Bull 6. Rosberg, Williams 7. Alonso, Renault 8. Bourdais, Toro RossoStigakeppni ökumanna: 1. Button 51 stig 2. Barrichello 35 3. Vettel, Red Bull 23 4. Webber 19,5 5. Trulli, Toyota 14,5 6. Glock, Toyota 12 7. Alonso 11 8.-9. Raikkönen 9 8.-9. Hamilton, McLaren 9
Formúla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira