Umfjöllun: Nánast fullkominn leikur hjá KR-ingum Ómar Þorgeirsson skrifar 16. júlí 2009 22:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Larissa voru meira með boltann framan af leik, án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri. KR-ingar voru skipulagðir varnarlega, börðust vel og gáfu ekki mörg færi á sér en náðu illa að koma boltanum í spil til þess að byggja upp hættulegar sóknir. Þegar líða tók á hálfleikinn óx KR-ingum hins vegar ásmegin og þeir voru frískari en gestirnir, en sem fyrr létu markfærin standa á sér. Helsta ógn KR-inga í fyrri hálfleik kom upp úr föstum leikatriðum en inn vildi boltinn ekki og staðan var marklaus í hálfleik. Það dró heldur betur til tíðinda á 55. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson átti góðan sprett upp hægri kantinn og sendi fyrir markið á Baldur Sigurðsson sem afgreiddi boltann í netið af stuttu færi. Frábært mark hjá KR-ingum sem voru með fín tök á leiknum þegar þarna var komið við sögu og forystan því verðskulduð. Eftir markið geisluðu KR-ingar af sjálfstrausti og baráttugleði og spiluðu eins þeir sem valdið höfðu og Grikkirnir áttu engin svör. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks voru KR-ingar nálægt því að bæta við marki en Björgólfur Takefusa rétt missti þá af fyrirgjöf Gunnars Arnar. Björgólfur var aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Grikkja en skot hans fór talsvert framhjá markinu. Allt er þegar þrennt er og í uppbótartíma brást Björgólfi ekki bogalistin þegar hann innsiglaði frækinn 2-0 sigur KR-inga með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Bjarna Guðjónssyni. Sigur KR-inga var verðskuldaður og þeir uppskáru eins og þeir sáðu gegn sterkum andstæðingi eftir gríðarlega baráttu og vinnusemi frá fyrsta flauti. Það má segja að leikskipulag KR-inga hafi gengið nánast fullkomlega upp því skot Grikkjanna fóru flest langt yfir mark KR og þau sem rötuðu á markið greip Stefán Logi Magnússon sem var öryggið uppmálað í leiknum. Annars var allt KR-liðið að standa fyrir sínu í leiknum og rúmlega það og úrslitin mikill sigur fyrir KR og íslenska knattspyrnu.Tölfræðin:KR - AE Larissa 2-0 (0-0) 1-0 Baldur Sigurðsson (55.) 2-0 Björgólfur Takefusa (90.+2.) KR-völlur, áhorfendur ???? Dómari: Tomasz Mikulski frá Póllandi Skot (á mark): 9-15 (6-4) Varin skot: Stefán Logi 4 - Seremet 4 Horn: 2-2 Aukaspyrnur fengnar: 17-16 Rangstöður: 2-3KR (4-5-1) Stefán Logi Magnússon Skúli Jón Friðgeirsson Grétar Sigfinnur Sigurðsson Mark Rutgers Jordao Diogo Gunnar Örn Jónsson (77., Guðmundur Reynir Gunnarsson) Bjarni Guðjónsson Jónas Guðni Sævarsson Baldur Sigurðsson Óskar Örn Hauksson (86., Gunnar Kristjánsson) Guðmundur Benediktsson (72., Björgólfur Takefusa)AE Larissa (4-3-3) Dino Seremet Theodoros Tripotseris Naim Aarab Nikos Dabizas Michail Boukouvalas Romeu Walter Iglesias (66., Dimitrios Balis) Nikolaos Vlasopoulos Salim Toama Athanasios Tsigkas Aleksandar Simic (81., Savyas Siatravanis) Íslenski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Larissa voru meira með boltann framan af leik, án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri. KR-ingar voru skipulagðir varnarlega, börðust vel og gáfu ekki mörg færi á sér en náðu illa að koma boltanum í spil til þess að byggja upp hættulegar sóknir. Þegar líða tók á hálfleikinn óx KR-ingum hins vegar ásmegin og þeir voru frískari en gestirnir, en sem fyrr létu markfærin standa á sér. Helsta ógn KR-inga í fyrri hálfleik kom upp úr föstum leikatriðum en inn vildi boltinn ekki og staðan var marklaus í hálfleik. Það dró heldur betur til tíðinda á 55. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson átti góðan sprett upp hægri kantinn og sendi fyrir markið á Baldur Sigurðsson sem afgreiddi boltann í netið af stuttu færi. Frábært mark hjá KR-ingum sem voru með fín tök á leiknum þegar þarna var komið við sögu og forystan því verðskulduð. Eftir markið geisluðu KR-ingar af sjálfstrausti og baráttugleði og spiluðu eins þeir sem valdið höfðu og Grikkirnir áttu engin svör. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks voru KR-ingar nálægt því að bæta við marki en Björgólfur Takefusa rétt missti þá af fyrirgjöf Gunnars Arnar. Björgólfur var aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Grikkja en skot hans fór talsvert framhjá markinu. Allt er þegar þrennt er og í uppbótartíma brást Björgólfi ekki bogalistin þegar hann innsiglaði frækinn 2-0 sigur KR-inga með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Bjarna Guðjónssyni. Sigur KR-inga var verðskuldaður og þeir uppskáru eins og þeir sáðu gegn sterkum andstæðingi eftir gríðarlega baráttu og vinnusemi frá fyrsta flauti. Það má segja að leikskipulag KR-inga hafi gengið nánast fullkomlega upp því skot Grikkjanna fóru flest langt yfir mark KR og þau sem rötuðu á markið greip Stefán Logi Magnússon sem var öryggið uppmálað í leiknum. Annars var allt KR-liðið að standa fyrir sínu í leiknum og rúmlega það og úrslitin mikill sigur fyrir KR og íslenska knattspyrnu.Tölfræðin:KR - AE Larissa 2-0 (0-0) 1-0 Baldur Sigurðsson (55.) 2-0 Björgólfur Takefusa (90.+2.) KR-völlur, áhorfendur ???? Dómari: Tomasz Mikulski frá Póllandi Skot (á mark): 9-15 (6-4) Varin skot: Stefán Logi 4 - Seremet 4 Horn: 2-2 Aukaspyrnur fengnar: 17-16 Rangstöður: 2-3KR (4-5-1) Stefán Logi Magnússon Skúli Jón Friðgeirsson Grétar Sigfinnur Sigurðsson Mark Rutgers Jordao Diogo Gunnar Örn Jónsson (77., Guðmundur Reynir Gunnarsson) Bjarni Guðjónsson Jónas Guðni Sævarsson Baldur Sigurðsson Óskar Örn Hauksson (86., Gunnar Kristjánsson) Guðmundur Benediktsson (72., Björgólfur Takefusa)AE Larissa (4-3-3) Dino Seremet Theodoros Tripotseris Naim Aarab Nikos Dabizas Michail Boukouvalas Romeu Walter Iglesias (66., Dimitrios Balis) Nikolaos Vlasopoulos Salim Toama Athanasios Tsigkas Aleksandar Simic (81., Savyas Siatravanis)
Íslenski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira