Stjarnan vann nauman sigur á Snæfelli 5. mars 2009 18:55 Stjarnan vann í kvöld dýrmætan 82-79 sigur á Snæfelli í viðureign liðanna í Iceland Express deildinni í körfubolta.Stjarnan hafði undirtökin nær allan leikinn en var næstum búið að missa niður örugga forystu í blálokin þegar varamenn Snæfells náðu að jafna metin.Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á VísiLeik lokið. Stjarnan 82 - Snæfell 79. Subasic klikkaði á þrist í lokin hjá Snæfelli.4. Leikhluti. Stjarnan hefur yfir 82-79. Shouse skoraði þriggja stiga körfu. Bæði lið hafa farið illa með nokkrar sóknir. Leikhlé var tekið. Snæfell með boltann og 11,5 sek eftir.4. Leikhluti. Ótrúlegir hlutir að gerast. Snæfell minnkar muninn í 76-74 með þröngvuðu þriggja stiga skoti Hlyns Bæringssonar af spjaldinu og niður. Lucius Wagner skorar í næstu sókn og Snæfell jafnar! Wagner bætir svo við þriggja stiga körfu og Snæfell hefur yfir 79-76 þegar 2:56 eru eftir. Teitur Örlygsson tekur leikhlé.4. leikhluti. Snæfell tekur 7-0 rispu og staðan orðin 74-71. Spennan magnast þegar fimm mínútur eru til leiksloka.4. leikhluti. Stjarnan er yfir 74-66. Jovan virðist ætla að halda Snæfellsmönnum í skefjum upp á sitt einsdæmi og er kominn með 29 stig og frábæra skotnýtingu. Fjórði leikhluti hálfnaður.3. Leikhluta lokið. Stjarnan 69 - Snæfell 57Stjörnumenn eru í góðum málum fyrir lokaleikhlutann og hafa 12 stiga forystu þegar tíu mínútur eru til leiksloka. Þeir virka líklegri til sigurs en hikstandi gestirnir.3. Leikhluti. Snæfell náði að minnka muninn niður fyrir tíu stig í fyrsta skipti í langan tíma, en Stjarnan lagaði stöðuna strax aftur. Garðbæingar hafa nú yfir 64-53 og Jovan Zdravevski er kominn með 22 stig. Shouse er með 11 stig og 11 stoðsendingar. 2:51 eftir af þriðja leikhluta.3. leikhluti. Staðan er 59-45 fyrir Stjörnuna. Liðinu gengur allt í haginn á meðan sóknarleikur Snæfells virðist ekki renna smurt.3. leikhluti. Stjarnan hefur enn frumkvæðið 55-41 og það er leikstjórnandinn Justin Shouse sem dregur vagninn að venju. 7 mínútur eftir af leikhlutanum.Stjarnan og Snæfell eru með nákvæmlega sömu nýtingu í þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Hafa bæði sett niður 7 af 14 þristum sínum sem gerir 50% nýtingu.Hálfleikur. Stjarnan 52 - Snæfell 37.Jovan Zdravevski er með 14 stig hjá Stjörnunni og þeir Justin Shouse og Kjartan Atli Kjartansson 11 hvor. Shouse er með 7 stoðsendingar.Hjá Snæfelli eru Lucius Wagner og Slobodan Subasic með 7 stig hvor og Magni Hafsteinsson 6.Fyrri hálfleikurinn í kvöld var eign Stjörnumanna frá því þeir komust í 6-0 með tveimur þristum í byrjun og liðið virðist staðráðið í að landa sigri.Barátta Stjörnumanna hefur verið til fyrirmyndar í vörninni og hittnin góð, en Snæfellsliðið hefur ekki fundið taktinn þrátt fyrir ágætar rispur.-Stjarnan hefur yfir 43-34 þegar þrjár og hálf mínúta er eftir af öðrum leikhluta.-Annar leikhluti er nú hálfnaður og Stjarnan enn yfir 38-31. Bæði lið í ágætu stuði í skotunum. Magni Hafsteinsson setti tvo þrista í röð fyrir Snæfell og lagaði stöðuna.Fyrsta leikhluta lokið. Stjarnan 27 - Snæfell 18Heimamenn í Stjörnunni byrja mjög vel í kvöld og hafa hitt mjög vel. Justin Shouse er stigahæstur hjá Stjörnunni með 9 stig og Jovan Zdravevski 7 en hjá Snæfelli eru þrír menn atkvæðamestir með 5 stig.Leikhlé. Stjarnan hefur yfir 21-13 þegar 3:44 eru eftir af fyrsta leikhluta. Leikurinn hefur farið mjög fjörlega af stað og menn að hitta vel fyrir utan.- Snæfell svarar góðri byrjun heimamanna með 7-0 rispu og kemst yfir 7-6 þegar 6 mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta.Fyrsti leikhluti er hafinn. Justin Shouse skoraði fyrstu stig leiksins. Þriggja stiga karfa og Kjartan Atli Kjartansson setti svo annan þrist í næstu sókn. 6-0 fyrir heimamenn sem setja tóninn í byrjun.Stjörnumönnum hefur ekki gengið vel að undanförnu og hafa þeir tapað þremur leikjum í röð síðan þeir unnu frækinn sigur á KR í úrslitaleik Subwaybikarsins. Snæfell hefur hinsvegar unnið fimm í röð og níu af síðustu tíu.Nú er klukkan að slá sjö og farið að styttast í að leikur Stjörnunnar og Snæfells farið að hefjast. Það er fljótlegt að telja áhorfendur hér í Ásgarði. Þeir eru nákvæmlega nítján þegar þetta er ritað. Hvar er fólkið sem fagnaði bikarmeistaratitlinum með liðinu á dögunum? Dominos-deild karla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira
Stjarnan vann í kvöld dýrmætan 82-79 sigur á Snæfelli í viðureign liðanna í Iceland Express deildinni í körfubolta.Stjarnan hafði undirtökin nær allan leikinn en var næstum búið að missa niður örugga forystu í blálokin þegar varamenn Snæfells náðu að jafna metin.Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á VísiLeik lokið. Stjarnan 82 - Snæfell 79. Subasic klikkaði á þrist í lokin hjá Snæfelli.4. Leikhluti. Stjarnan hefur yfir 82-79. Shouse skoraði þriggja stiga körfu. Bæði lið hafa farið illa með nokkrar sóknir. Leikhlé var tekið. Snæfell með boltann og 11,5 sek eftir.4. Leikhluti. Ótrúlegir hlutir að gerast. Snæfell minnkar muninn í 76-74 með þröngvuðu þriggja stiga skoti Hlyns Bæringssonar af spjaldinu og niður. Lucius Wagner skorar í næstu sókn og Snæfell jafnar! Wagner bætir svo við þriggja stiga körfu og Snæfell hefur yfir 79-76 þegar 2:56 eru eftir. Teitur Örlygsson tekur leikhlé.4. leikhluti. Snæfell tekur 7-0 rispu og staðan orðin 74-71. Spennan magnast þegar fimm mínútur eru til leiksloka.4. leikhluti. Stjarnan er yfir 74-66. Jovan virðist ætla að halda Snæfellsmönnum í skefjum upp á sitt einsdæmi og er kominn með 29 stig og frábæra skotnýtingu. Fjórði leikhluti hálfnaður.3. Leikhluta lokið. Stjarnan 69 - Snæfell 57Stjörnumenn eru í góðum málum fyrir lokaleikhlutann og hafa 12 stiga forystu þegar tíu mínútur eru til leiksloka. Þeir virka líklegri til sigurs en hikstandi gestirnir.3. Leikhluti. Snæfell náði að minnka muninn niður fyrir tíu stig í fyrsta skipti í langan tíma, en Stjarnan lagaði stöðuna strax aftur. Garðbæingar hafa nú yfir 64-53 og Jovan Zdravevski er kominn með 22 stig. Shouse er með 11 stig og 11 stoðsendingar. 2:51 eftir af þriðja leikhluta.3. leikhluti. Staðan er 59-45 fyrir Stjörnuna. Liðinu gengur allt í haginn á meðan sóknarleikur Snæfells virðist ekki renna smurt.3. leikhluti. Stjarnan hefur enn frumkvæðið 55-41 og það er leikstjórnandinn Justin Shouse sem dregur vagninn að venju. 7 mínútur eftir af leikhlutanum.Stjarnan og Snæfell eru með nákvæmlega sömu nýtingu í þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Hafa bæði sett niður 7 af 14 þristum sínum sem gerir 50% nýtingu.Hálfleikur. Stjarnan 52 - Snæfell 37.Jovan Zdravevski er með 14 stig hjá Stjörnunni og þeir Justin Shouse og Kjartan Atli Kjartansson 11 hvor. Shouse er með 7 stoðsendingar.Hjá Snæfelli eru Lucius Wagner og Slobodan Subasic með 7 stig hvor og Magni Hafsteinsson 6.Fyrri hálfleikurinn í kvöld var eign Stjörnumanna frá því þeir komust í 6-0 með tveimur þristum í byrjun og liðið virðist staðráðið í að landa sigri.Barátta Stjörnumanna hefur verið til fyrirmyndar í vörninni og hittnin góð, en Snæfellsliðið hefur ekki fundið taktinn þrátt fyrir ágætar rispur.-Stjarnan hefur yfir 43-34 þegar þrjár og hálf mínúta er eftir af öðrum leikhluta.-Annar leikhluti er nú hálfnaður og Stjarnan enn yfir 38-31. Bæði lið í ágætu stuði í skotunum. Magni Hafsteinsson setti tvo þrista í röð fyrir Snæfell og lagaði stöðuna.Fyrsta leikhluta lokið. Stjarnan 27 - Snæfell 18Heimamenn í Stjörnunni byrja mjög vel í kvöld og hafa hitt mjög vel. Justin Shouse er stigahæstur hjá Stjörnunni með 9 stig og Jovan Zdravevski 7 en hjá Snæfelli eru þrír menn atkvæðamestir með 5 stig.Leikhlé. Stjarnan hefur yfir 21-13 þegar 3:44 eru eftir af fyrsta leikhluta. Leikurinn hefur farið mjög fjörlega af stað og menn að hitta vel fyrir utan.- Snæfell svarar góðri byrjun heimamanna með 7-0 rispu og kemst yfir 7-6 þegar 6 mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta.Fyrsti leikhluti er hafinn. Justin Shouse skoraði fyrstu stig leiksins. Þriggja stiga karfa og Kjartan Atli Kjartansson setti svo annan þrist í næstu sókn. 6-0 fyrir heimamenn sem setja tóninn í byrjun.Stjörnumönnum hefur ekki gengið vel að undanförnu og hafa þeir tapað þremur leikjum í röð síðan þeir unnu frækinn sigur á KR í úrslitaleik Subwaybikarsins. Snæfell hefur hinsvegar unnið fimm í röð og níu af síðustu tíu.Nú er klukkan að slá sjö og farið að styttast í að leikur Stjörnunnar og Snæfells farið að hefjast. Það er fljótlegt að telja áhorfendur hér í Ásgarði. Þeir eru nákvæmlega nítján þegar þetta er ritað. Hvar er fólkið sem fagnaði bikarmeistaratitlinum með liðinu á dögunum?
Dominos-deild karla Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira