Ég veit af hverju krókódíllinn í púltinu grætur Bergsteinn Sigurðsson skrifar 6. mars 2009 06:00 Það stirndi af þeim Þresti Leó Gunnarssyni og Birni Thors í hlutverkum bræðranna Coleman og Valene, í Vestrinu eina sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrr í vetur. Bræðurnir búa í krummaskuði á Írlandi og lifa fyrir það eitt að gera hvor öðrum lífið leitt. Sóknar-presturinn hefur hins vegar einsett sér að sýna þeim villur síns vegar, en þegar örvæntingin ber sálusorgarann ofurliði styttir hann sér aldur með þeim skilaboðum að eina leiðin til að forða sálu hans úr víti sé sú að bræðurnir fyrirgefi hvor öðrum hið liðna. Coleman og Valene ákveða að láta á reyna og byrja að játa fyrir hvor öðrum það sem þeir hafa gert á hlut hvor annars og biðjast afsökunar. Til að byrja með snúast játningarnar aðallega um bernskubrek en smám saman verða þær sífellt svæsnari. Áður en langt um líður eru bræðurnir farnir að reyna að slá hver öðrum við í játningum á misyndisverkum - allt í nafni fyrirgefningarinnar, sem gerir að verkum að þeir verða ávallt að fallast á afsökunarbeiðnina þótt þeim sé það þvert um geð. Þannig snýst jafnvel fyrirgefningin upp í enn einn pyntingaleikinn hjá Coleman og Valene. Þetta er mergjuð sena sem sýnir glögglega hvernig mannskepnan getur hagnýtt sínar göfugustu kenndir í gagnstæðum tilgangi og þegar verst lætur gert úr þeim djöfulleg verkfæri. Og mér var hugsað til þessa leikrits á þriðjudaginn þegar hópur þingmanna breytti ræðupúlti Alþingis í skriftastól og baðst fyrirgefningar á hinu og þessu í aðdraganda bankahrunsins. Ásta Möller reið á vaðið með því að biðjast afsökunar á því að hafa með andvaraleysi sínu brugðist sem kjörinn fulltrúi. Sama dag opnaði hún kosningaskrifstofu. Þetta er ein óskammfeilnasta afsökunarbeiðni sem sett hefur verið fram lengi. Skrípaleikurinn sem fór fram á ræðustólnum í kjölfarið var sama marki brenndur; bænir um fyrirgefningu voru notaðar í pólitískum tilgangi og áttu lítið skylt við iðrun. Það eru fimm mánuðir frá því fjármálakreppan reið yfir af fullum krafti. Það eru tveir mánuðir í kosningar. Hvor tímapunkturinn ætli hafi ráðið meiru um syndajátningarnar á þriðjudag? Ég hallast að þeim síðarnefnda. Rannsóknir sýna að kosningar hafa örvandi áhrif á tárakirtla krókódíla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun
Það stirndi af þeim Þresti Leó Gunnarssyni og Birni Thors í hlutverkum bræðranna Coleman og Valene, í Vestrinu eina sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrr í vetur. Bræðurnir búa í krummaskuði á Írlandi og lifa fyrir það eitt að gera hvor öðrum lífið leitt. Sóknar-presturinn hefur hins vegar einsett sér að sýna þeim villur síns vegar, en þegar örvæntingin ber sálusorgarann ofurliði styttir hann sér aldur með þeim skilaboðum að eina leiðin til að forða sálu hans úr víti sé sú að bræðurnir fyrirgefi hvor öðrum hið liðna. Coleman og Valene ákveða að láta á reyna og byrja að játa fyrir hvor öðrum það sem þeir hafa gert á hlut hvor annars og biðjast afsökunar. Til að byrja með snúast játningarnar aðallega um bernskubrek en smám saman verða þær sífellt svæsnari. Áður en langt um líður eru bræðurnir farnir að reyna að slá hver öðrum við í játningum á misyndisverkum - allt í nafni fyrirgefningarinnar, sem gerir að verkum að þeir verða ávallt að fallast á afsökunarbeiðnina þótt þeim sé það þvert um geð. Þannig snýst jafnvel fyrirgefningin upp í enn einn pyntingaleikinn hjá Coleman og Valene. Þetta er mergjuð sena sem sýnir glögglega hvernig mannskepnan getur hagnýtt sínar göfugustu kenndir í gagnstæðum tilgangi og þegar verst lætur gert úr þeim djöfulleg verkfæri. Og mér var hugsað til þessa leikrits á þriðjudaginn þegar hópur þingmanna breytti ræðupúlti Alþingis í skriftastól og baðst fyrirgefningar á hinu og þessu í aðdraganda bankahrunsins. Ásta Möller reið á vaðið með því að biðjast afsökunar á því að hafa með andvaraleysi sínu brugðist sem kjörinn fulltrúi. Sama dag opnaði hún kosningaskrifstofu. Þetta er ein óskammfeilnasta afsökunarbeiðni sem sett hefur verið fram lengi. Skrípaleikurinn sem fór fram á ræðustólnum í kjölfarið var sama marki brenndur; bænir um fyrirgefningu voru notaðar í pólitískum tilgangi og áttu lítið skylt við iðrun. Það eru fimm mánuðir frá því fjármálakreppan reið yfir af fullum krafti. Það eru tveir mánuðir í kosningar. Hvor tímapunkturinn ætli hafi ráðið meiru um syndajátningarnar á þriðjudag? Ég hallast að þeim síðarnefnda. Rannsóknir sýna að kosningar hafa örvandi áhrif á tárakirtla krókódíla.
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun