Stærstu bankar heims hagnast á klasasprengjum 1. nóvember 2009 19:00 Stærstu bankar heims hafa hagnast mjög á því að fjármagna framleiðslu klasasprengna. Lán til sprengjuframleiðenda nema hátt í tvö þúsund og fimm hundruð milljörðum króna, enda þótt vaxandi þrýstingur sé á alþjóðavettvangi um að banna þessi vopn. Þeir sem berjast gegn notkun svonefndra Klasasprengna halda því fram að þær geti sprungið löngu eftir að þeim er varpað eða skotið og þannig dregið eða skaðað saklausa; raunar er það svo að óbreyttir borgarar verða yfirleitt verst úti í stríði. Breska blaðið Guardian segir frá þvía ð níutíu ríki; þar á meðal Bretar, vilji leggja sig um að svonefndar klasasprengjur heyri sögunni til á næsta ári; og hafi skuldbundið sig í því skyni. Bandaríkin eru ekki í þessum hópi.Frétt Guardian snýst annars um þá sem græða á svona sprengjum; en þar eru bankar nefndir til sögunnar. Fram kemur í fréttinni að stærstu bankar heims, þar á meðal breski HSBC bankinn, bandarísku bankarnir Goldman Sachs, JP morgan og fleiri, ásamt Barclays banka; séu í hópi þeirra verstu í þessum efnum. Þeir hafi samanlagt lánað um tuttugu milljarða bandaríkjadala, eða sem nemur tvö þúsund og fimm hundruð milljörðum íslenskra króna til fyrirtækja sem framleiða klasasprengjur. Á þessu hagnast bankarnir verulega, en í fréttinni er bent á að HSBC bankinn hafi fengið sem nemur 135 milljörðum króna í þóknanatekjur, vegna viðskipta við einn klasasprengjuframleiðanda. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stærstu bankar heims hafa hagnast mjög á því að fjármagna framleiðslu klasasprengna. Lán til sprengjuframleiðenda nema hátt í tvö þúsund og fimm hundruð milljörðum króna, enda þótt vaxandi þrýstingur sé á alþjóðavettvangi um að banna þessi vopn. Þeir sem berjast gegn notkun svonefndra Klasasprengna halda því fram að þær geti sprungið löngu eftir að þeim er varpað eða skotið og þannig dregið eða skaðað saklausa; raunar er það svo að óbreyttir borgarar verða yfirleitt verst úti í stríði. Breska blaðið Guardian segir frá þvía ð níutíu ríki; þar á meðal Bretar, vilji leggja sig um að svonefndar klasasprengjur heyri sögunni til á næsta ári; og hafi skuldbundið sig í því skyni. Bandaríkin eru ekki í þessum hópi.Frétt Guardian snýst annars um þá sem græða á svona sprengjum; en þar eru bankar nefndir til sögunnar. Fram kemur í fréttinni að stærstu bankar heims, þar á meðal breski HSBC bankinn, bandarísku bankarnir Goldman Sachs, JP morgan og fleiri, ásamt Barclays banka; séu í hópi þeirra verstu í þessum efnum. Þeir hafi samanlagt lánað um tuttugu milljarða bandaríkjadala, eða sem nemur tvö þúsund og fimm hundruð milljörðum íslenskra króna til fyrirtækja sem framleiða klasasprengjur. Á þessu hagnast bankarnir verulega, en í fréttinni er bent á að HSBC bankinn hafi fengið sem nemur 135 milljörðum króna í þóknanatekjur, vegna viðskipta við einn klasasprengjuframleiðanda.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira