Landsbankadeildin liðin undir lok Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. febrúar 2009 12:30 FH varð Íslandsmeistari í sumar. Mynd/Vilhelm Landsbankinn (NBI hf.) hefur afsalað sér markaðsrétti á efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu og munu því deildarinar ekki bera nafn bankans eins og undanfarin ár. Stjórn bankans ákvað þetta í vikunni en fram kemur í tilkynningu að hún telji ekki rétt að verja háaum upphæðum í kaup á markaðsrétti að deildunum með tilheyrandi markaðsherferð. Bankinn mun þó halda áfram að styðja íslenskt íþróttalíf, eins og það er orðað, og hefur endurnýjað samninga sína við flest þau íþróttafélög þar sem bankinn hefur verið bakhjarl undanfarin ár. Tilkynningin í heild sinni: „Landsbankinn afsalar sér markaðsrétti á Landsbankadeildinni - Bankinn heldur áfram stuðningi við íþróttafélög um land allt - Landsbankinn (NBI hf.) verður ekki bakhjarl efstu deilda karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu sumarið 2009 og hefur afsalað sér markaðs- og nafnarétti á Landsbankadeildinni. Bankastjórn Landsbankans telur ekki rétt að verja háum upphæðum í kaup á markaðsrétti að deildunum með tilheyrandi markaðsherferð. Landsbankinn mun eftir sem áður styðja íslenskt íþróttalíf með því að endurnýja samstarfssamninga við fjölmörg íþróttafélög um land allt. KSÍ hefur undanfarin ár framselt útsendingar- og markaðsrétt vegna íslenskrar knattspyrnu til þýska fyrirtækisins Sportfive. Þýska fyrirtækið hefur síðan endurselt bankanum markaðsrétt á efstu deildum karla og kvenna. Landsbankinn mun kappkosta að styðja íslenskt íþróttalíf og við núverandi aðstæður verður það best gert í gegnum útibúin með beinum samstarfssamningum við íþróttafélög hringinn í kringum landið. Bankinn hefur undanfarið endurnýjað samninga við flest þau íþróttafélög þar sem bankinn hefur verið leiðandi bakhjarl á síðustu árum. Í slíku samstarfi leggur bankinn mikla áherslu á að styðja barna- og unglingastarf. Samningarnir taka mið af breyttum aðstæðum. Undantekningalítið nýtast styrkirnir til að standa straum af þjálfun iðkenda á öllum aldri." Íslenski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Landsbankinn (NBI hf.) hefur afsalað sér markaðsrétti á efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu og munu því deildarinar ekki bera nafn bankans eins og undanfarin ár. Stjórn bankans ákvað þetta í vikunni en fram kemur í tilkynningu að hún telji ekki rétt að verja háaum upphæðum í kaup á markaðsrétti að deildunum með tilheyrandi markaðsherferð. Bankinn mun þó halda áfram að styðja íslenskt íþróttalíf, eins og það er orðað, og hefur endurnýjað samninga sína við flest þau íþróttafélög þar sem bankinn hefur verið bakhjarl undanfarin ár. Tilkynningin í heild sinni: „Landsbankinn afsalar sér markaðsrétti á Landsbankadeildinni - Bankinn heldur áfram stuðningi við íþróttafélög um land allt - Landsbankinn (NBI hf.) verður ekki bakhjarl efstu deilda karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu sumarið 2009 og hefur afsalað sér markaðs- og nafnarétti á Landsbankadeildinni. Bankastjórn Landsbankans telur ekki rétt að verja háum upphæðum í kaup á markaðsrétti að deildunum með tilheyrandi markaðsherferð. Landsbankinn mun eftir sem áður styðja íslenskt íþróttalíf með því að endurnýja samstarfssamninga við fjölmörg íþróttafélög um land allt. KSÍ hefur undanfarin ár framselt útsendingar- og markaðsrétt vegna íslenskrar knattspyrnu til þýska fyrirtækisins Sportfive. Þýska fyrirtækið hefur síðan endurselt bankanum markaðsrétt á efstu deildum karla og kvenna. Landsbankinn mun kappkosta að styðja íslenskt íþróttalíf og við núverandi aðstæður verður það best gert í gegnum útibúin með beinum samstarfssamningum við íþróttafélög hringinn í kringum landið. Bankinn hefur undanfarið endurnýjað samninga við flest þau íþróttafélög þar sem bankinn hefur verið leiðandi bakhjarl á síðustu árum. Í slíku samstarfi leggur bankinn mikla áherslu á að styðja barna- og unglingastarf. Samningarnir taka mið af breyttum aðstæðum. Undantekningalítið nýtast styrkirnir til að standa straum af þjálfun iðkenda á öllum aldri."
Íslenski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira