Miklu meiri lokaúrslitareynsla í KR-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2009 14:30 Systurnar Hildur og Guðrún Arna Sigurðardætur hafa leikið 19 leiki hvor í lokaúrslitum. Mynd/Vilhelm Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Haukar eru deildarmeistarar og með heimavallarrétt en það er miklu meiri lokaúrslitareynsla í liði Vesturbæinga. Tíu KR-konur hafa áður tekið þátt í lokaúrslitum á móti aðeins fjórum Haukakonum. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 16.00 á Ásvöllum. Tíu leikmenn KR hafa tekið þátt í samtals 78 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað í 1358 mínútur í þessum leikjum um Íslandsmeistaratitilinn. Fjórir leikmenn Hauka hafa aftur á móti tekið þátt í samtals 19 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað alls í 202 mínútur í leikjum um titilinn eða í 1156 færri mínútur en KR-konur. Öll lokaúrslitaleikjareynsla Haukaliðsins liggur nánast hjá Kristrúnu Sigurjónsdóttir, fyrirliða liðsins, en hún var í stóru hlutverki þegar Haukar unnu titilinn 2006 og 2007. Kristrún hefur spilað 193 af þessum 202 mínútum og ennfremur skorað 72 af þeim 74 stigum sem leikmenn Hauka hafa áður skorað í lokaúrslitum. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, er reyndasti leikmaður KR-liðsins, en hún hefur spilað 488 mínútur í 19 leikjum í lokaúrslitum. Hildur hefur skorað 8,4 stig og tekið 5,4 fráköst að meðaltali á 27,1 mínútum í þessum leikjum. Hildur varð Íslandsmeistari með KR 2001 og 2002 en tapaði með KR í lokaúrslitum 2000, 2003 og 2008. Systir Hildar, Guðrún Arna, hefur einnig leikið 19 leiki en 399 mínútum færra. Þrír leikmenn KR eru að spila í lokaúrslitum fjórða árið í röð. Þetta eru Borganessysturnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur og Margrét Kara Sturludóttir sem á ein möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Margrét Kara varð Íslandsmeistari með Keflavík í fyrra en hafði þurft að sætta sig við silfrið tvö ár þar á undan. Systurnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur geta orðið Íslandsmeistarar í þriðja sinn á fjórum árum en þær urðu meistarar með Haukum 2006 og 2007. Tveir leikmenn Haukaliðsins, Kristrún Sigurjónsdóttir og Sara Pálmadóttir, eiga einnig möguleika á því að vinna þriðja gullið á fjórum árum. Lokaúrslitaleikjareynslan í Haukaliðinu Kristrún Sigurjónsdóttir 7 leikir, 193 mínútur og 72 stig Sara Pálmadóttir 6 leikir, 7 mínútur og 0 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 leikir, 2 mínútur og 2 stig Klara Guðmundsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Lokaúrslitaleikjareynslan í KR-liðinu Hildur Sigurðardóttir 19 leikir, 488 mínútur og 152 stig Guðrún Arna Sigurðardóttir 19 leikir, 89 mínútur og 19 stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10 leikir, 277 mínútur og 104 stig Margrét Kara Sturludóttir 10 leikir, 224 mínútur og 56 stig Guðrún Ósk Ámundadóttir 9 leikir, 108 mínútur og 21 stig Helga Einarsdóttir 3 leikir, 92 mínútur og 12 stig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3 leikir, 80 mínútur og 27 stig Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3 leikir, 0 mínútur Brynhildur Jónsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Dóra Björn Þrándardóttir 1 leikur, 0 mínútur Fjögur ár í röð í lokaúrslitum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (3,0 stig og 4,3 frák. á 18,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (14,0 stig og 7,5 frák. á 30,3 mínútum) KR, 2008 Silfur (13,0 stig og 12,0 frák. á 34,0 mínútum) Guðrún Ósk Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (2,0 stig á 4,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (1,3 stig og 1,5 frák. á 11,5 mínútum) KR, 2008 Silfur (4,7 stig og 1,7 frák. á 19,3 mínútum) Margrét Kara Sturludóttir Keflavík, 2006 Silfur (3,0 stig og 10,5 frák. á 22,5 mínútum) Keflavík, 2007 Silfur (7,8 stig og 8,0 frák. á 26,5 mínútum) Keflavík, 2008 Íslandsmeistari (6,3 stig og 11,0 frák. á 24,3 mínútum) Dominos-deild kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Haukar eru deildarmeistarar og með heimavallarrétt en það er miklu meiri lokaúrslitareynsla í liði Vesturbæinga. Tíu KR-konur hafa áður tekið þátt í lokaúrslitum á móti aðeins fjórum Haukakonum. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 16.00 á Ásvöllum. Tíu leikmenn KR hafa tekið þátt í samtals 78 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað í 1358 mínútur í þessum leikjum um Íslandsmeistaratitilinn. Fjórir leikmenn Hauka hafa aftur á móti tekið þátt í samtals 19 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað alls í 202 mínútur í leikjum um titilinn eða í 1156 færri mínútur en KR-konur. Öll lokaúrslitaleikjareynsla Haukaliðsins liggur nánast hjá Kristrúnu Sigurjónsdóttir, fyrirliða liðsins, en hún var í stóru hlutverki þegar Haukar unnu titilinn 2006 og 2007. Kristrún hefur spilað 193 af þessum 202 mínútum og ennfremur skorað 72 af þeim 74 stigum sem leikmenn Hauka hafa áður skorað í lokaúrslitum. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, er reyndasti leikmaður KR-liðsins, en hún hefur spilað 488 mínútur í 19 leikjum í lokaúrslitum. Hildur hefur skorað 8,4 stig og tekið 5,4 fráköst að meðaltali á 27,1 mínútum í þessum leikjum. Hildur varð Íslandsmeistari með KR 2001 og 2002 en tapaði með KR í lokaúrslitum 2000, 2003 og 2008. Systir Hildar, Guðrún Arna, hefur einnig leikið 19 leiki en 399 mínútum færra. Þrír leikmenn KR eru að spila í lokaúrslitum fjórða árið í röð. Þetta eru Borganessysturnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur og Margrét Kara Sturludóttir sem á ein möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Margrét Kara varð Íslandsmeistari með Keflavík í fyrra en hafði þurft að sætta sig við silfrið tvö ár þar á undan. Systurnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur geta orðið Íslandsmeistarar í þriðja sinn á fjórum árum en þær urðu meistarar með Haukum 2006 og 2007. Tveir leikmenn Haukaliðsins, Kristrún Sigurjónsdóttir og Sara Pálmadóttir, eiga einnig möguleika á því að vinna þriðja gullið á fjórum árum. Lokaúrslitaleikjareynslan í Haukaliðinu Kristrún Sigurjónsdóttir 7 leikir, 193 mínútur og 72 stig Sara Pálmadóttir 6 leikir, 7 mínútur og 0 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 leikir, 2 mínútur og 2 stig Klara Guðmundsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Lokaúrslitaleikjareynslan í KR-liðinu Hildur Sigurðardóttir 19 leikir, 488 mínútur og 152 stig Guðrún Arna Sigurðardóttir 19 leikir, 89 mínútur og 19 stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10 leikir, 277 mínútur og 104 stig Margrét Kara Sturludóttir 10 leikir, 224 mínútur og 56 stig Guðrún Ósk Ámundadóttir 9 leikir, 108 mínútur og 21 stig Helga Einarsdóttir 3 leikir, 92 mínútur og 12 stig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3 leikir, 80 mínútur og 27 stig Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3 leikir, 0 mínútur Brynhildur Jónsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Dóra Björn Þrándardóttir 1 leikur, 0 mínútur Fjögur ár í röð í lokaúrslitum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (3,0 stig og 4,3 frák. á 18,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (14,0 stig og 7,5 frák. á 30,3 mínútum) KR, 2008 Silfur (13,0 stig og 12,0 frák. á 34,0 mínútum) Guðrún Ósk Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (2,0 stig á 4,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (1,3 stig og 1,5 frák. á 11,5 mínútum) KR, 2008 Silfur (4,7 stig og 1,7 frák. á 19,3 mínútum) Margrét Kara Sturludóttir Keflavík, 2006 Silfur (3,0 stig og 10,5 frák. á 22,5 mínútum) Keflavík, 2007 Silfur (7,8 stig og 8,0 frák. á 26,5 mínútum) Keflavík, 2008 Íslandsmeistari (6,3 stig og 11,0 frák. á 24,3 mínútum)
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira