Umfjöllun: Þrjú stig í hús hjá Íslandsmeisturum Vals Ómar Þorgeirsson skrifar 23. júní 2009 22:30 Valsstúlkurnar Dagný Brynjarsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Rakel Logadóttir á góðri stundu. Mynd/Stefán Valur vann nokkuð öruggan 4-2 sigur gegn Aftureldingu/Fjölni í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur komust í 4-0 og gáfu síðan eftir og nokkuð sprækt lið Aftureldingar/Fjölnis minnkaði muninn í 4-2 á lokakaflanum. Íslandsmeistarar Vals sýndu mátt sinn í fyrri hálfleik á Vodafonevellinum í kvöld og sóknarþunginn var mikill, strax frá fyrstu mínútu. Framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir fékk kjörið færi til þess að koma Valsstúlkum yfir þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en skot hennar af stuttu færi fór hátt yfir markið. Það kom ekki af sök því í næstu sókn komst Valur yfir með marki frá Rakel Logadóttur eftir góðan undirbúning Dóru Maríu Lárusdóttur. Helsta ógnin hjá gestunum í fyrri hálfleik kom úr föstum leikatriðum en eftir klafs í teignum á 24. mínútu vildu leikmenn Aftureldingar/Fjölnis fá vítaspyrnu. Ingi Freyr Arnarsson dómari leiksins var hins vegar vel staðsettur og dæmdi ekki neitt. Kristin Ýr fékk aftur dauðafæri fyrir Val á 37. mínútu en náði ekki að færa sér það í nyt. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði Rakel svo að bæta við öðru marki Vals og sínu öðru marki í leiknum en Anna Garðarsdóttir átti skömmu áður sláarskot fyrir Valsstúlkur. Staðan í hálfleik var því 2-0 fyrir Val en gestirnir gátu prísað sig sælar með að munurinn væri ekki meiri. Valsstúlkur fengu draumabyrjun á seinni hálfleik þegar landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínu eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Leikurinn datt örlítið niður eftir þriðja mark Valsstúlkna en á 65. mínútu tók Dóra María sig til og stakk sér lipurlega í gegnum vörn Aftureldingar/Fjölnis og skoraði fjórða markið. Glæsilegt einstaklingsframtak hjá Dóru Maríu sem átti mjög góðan leik í kvöld. Leikmenn Aftureldingar/Fjölnis náðu að byggja upp góða sókn á 67. mínútu og Sigríður Þóra Birgisdóttir kom boltanum í netið framhjá Maríu Björgu Ágústsdóttur í marki Vals. Staðan því orðin 4-1 en skömmu áður var Kristjana Ýr Þráinsdóttir nálægt því að opna markareikninginn fyrir Aftureldingu/Fjölni. Dóra María var nálægt því að bæta við fimmta markinu fyrir Val á 74. mínútu en Sonný Lára Þráinsdóttir sá við henni í marki Aftureldingar/Fjölnis. Dóra María átti svo glæsilega stungusendingu á varamanninn Andreu Ýr Gústavsdóttur á 81. mínútu en skot hennar fór í hliðarnetið á marki Aftureldingar/Fjölnis. Sóknaraðgerðir Vals á þessum tímapunkti í leiknum voru annars fremur bitlausar og algjörlega úr karakter hjá liðinu að gefa svona eftir. Gestirnir voru hins vegar ekki hættir og Sigríður Þóra var aftur á ferðinni í uppbótartíma og minnkaði muninn í 4-2 og þar við sat. Sigur Valsstúlkna var í raun aldrei í hættu eftir þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks en eftir að liðið komst í 4-0 þá tóku þær fótinn svo að segja af bensíngjöfinni. Gestirnir gengu á lagið og sýndu og sönnuðu að það þýðir ekkert að slaka á í eitt augnablik í Pepsi-deildinni. Úrslit kvöldsins og markaskorarar (Heimild: Fótbolti.net)ÍR 2-2 Fylkir 1-0 Bryndís ('3, víti) 2-0 Joana Rita Nunes Paváo ('64) 2-1 Anna Björg Björnsdóttir ('76) 2-2 Anna Björg Björnsdóttir ('84)GRV 0-7 Breiðablik 0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('16) 0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('27) 0-3 Hekla Pálmadóttir ('24) 0-4 Anna Birna Þorvarðardóttir ('33) 0-5 Fanndís Friðriksdóttir (37) 0-6 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('44) 0-7 Ásta Einarsdóttir ('46)Valur 4-2 Afturelding/Fjölnir 1-0 Rakel Logadóttir ('17) 2-0 Rakel Logadóttir ('44) 3-0 Katrín Jónsdóttir ('47) 4-0 Dóra María Lárusdóttir ('65) 4-1 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('67) 4-2 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('92)Stjarnan 5 - 1 Keflavík 1-0 Björk Gunnarsdóttir (´2) 2-0 Björk Gunnarsdóttir (´41) 3-0 Björk Gunnarsdóttir (´66) 4-0 Karen Sturludóttir (´69) 5-0 Karen Sturludóttir (´84) 5-1 Agnes Helgadóttir (´90) Valur og Breiðablik eru efst og jöfn með 22 stig eftir níu leiki en Stjarnan fylgir fast á eftir með 20 stig í þriðja sætinu einnig eftir níu leiki. Níunda umferðin klárast með leik Þór/KA og KR á morgun. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Valur vann nokkuð öruggan 4-2 sigur gegn Aftureldingu/Fjölni í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur komust í 4-0 og gáfu síðan eftir og nokkuð sprækt lið Aftureldingar/Fjölnis minnkaði muninn í 4-2 á lokakaflanum. Íslandsmeistarar Vals sýndu mátt sinn í fyrri hálfleik á Vodafonevellinum í kvöld og sóknarþunginn var mikill, strax frá fyrstu mínútu. Framherjinn Kristín Ýr Bjarnadóttir fékk kjörið færi til þess að koma Valsstúlkum yfir þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en skot hennar af stuttu færi fór hátt yfir markið. Það kom ekki af sök því í næstu sókn komst Valur yfir með marki frá Rakel Logadóttur eftir góðan undirbúning Dóru Maríu Lárusdóttur. Helsta ógnin hjá gestunum í fyrri hálfleik kom úr föstum leikatriðum en eftir klafs í teignum á 24. mínútu vildu leikmenn Aftureldingar/Fjölnis fá vítaspyrnu. Ingi Freyr Arnarsson dómari leiksins var hins vegar vel staðsettur og dæmdi ekki neitt. Kristin Ýr fékk aftur dauðafæri fyrir Val á 37. mínútu en náði ekki að færa sér það í nyt. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði Rakel svo að bæta við öðru marki Vals og sínu öðru marki í leiknum en Anna Garðarsdóttir átti skömmu áður sláarskot fyrir Valsstúlkur. Staðan í hálfleik var því 2-0 fyrir Val en gestirnir gátu prísað sig sælar með að munurinn væri ekki meiri. Valsstúlkur fengu draumabyrjun á seinni hálfleik þegar landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínu eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Leikurinn datt örlítið niður eftir þriðja mark Valsstúlkna en á 65. mínútu tók Dóra María sig til og stakk sér lipurlega í gegnum vörn Aftureldingar/Fjölnis og skoraði fjórða markið. Glæsilegt einstaklingsframtak hjá Dóru Maríu sem átti mjög góðan leik í kvöld. Leikmenn Aftureldingar/Fjölnis náðu að byggja upp góða sókn á 67. mínútu og Sigríður Þóra Birgisdóttir kom boltanum í netið framhjá Maríu Björgu Ágústsdóttur í marki Vals. Staðan því orðin 4-1 en skömmu áður var Kristjana Ýr Þráinsdóttir nálægt því að opna markareikninginn fyrir Aftureldingu/Fjölni. Dóra María var nálægt því að bæta við fimmta markinu fyrir Val á 74. mínútu en Sonný Lára Þráinsdóttir sá við henni í marki Aftureldingar/Fjölnis. Dóra María átti svo glæsilega stungusendingu á varamanninn Andreu Ýr Gústavsdóttur á 81. mínútu en skot hennar fór í hliðarnetið á marki Aftureldingar/Fjölnis. Sóknaraðgerðir Vals á þessum tímapunkti í leiknum voru annars fremur bitlausar og algjörlega úr karakter hjá liðinu að gefa svona eftir. Gestirnir voru hins vegar ekki hættir og Sigríður Þóra var aftur á ferðinni í uppbótartíma og minnkaði muninn í 4-2 og þar við sat. Sigur Valsstúlkna var í raun aldrei í hættu eftir þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks en eftir að liðið komst í 4-0 þá tóku þær fótinn svo að segja af bensíngjöfinni. Gestirnir gengu á lagið og sýndu og sönnuðu að það þýðir ekkert að slaka á í eitt augnablik í Pepsi-deildinni. Úrslit kvöldsins og markaskorarar (Heimild: Fótbolti.net)ÍR 2-2 Fylkir 1-0 Bryndís ('3, víti) 2-0 Joana Rita Nunes Paváo ('64) 2-1 Anna Björg Björnsdóttir ('76) 2-2 Anna Björg Björnsdóttir ('84)GRV 0-7 Breiðablik 0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('16) 0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('27) 0-3 Hekla Pálmadóttir ('24) 0-4 Anna Birna Þorvarðardóttir ('33) 0-5 Fanndís Friðriksdóttir (37) 0-6 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('44) 0-7 Ásta Einarsdóttir ('46)Valur 4-2 Afturelding/Fjölnir 1-0 Rakel Logadóttir ('17) 2-0 Rakel Logadóttir ('44) 3-0 Katrín Jónsdóttir ('47) 4-0 Dóra María Lárusdóttir ('65) 4-1 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('67) 4-2 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('92)Stjarnan 5 - 1 Keflavík 1-0 Björk Gunnarsdóttir (´2) 2-0 Björk Gunnarsdóttir (´41) 3-0 Björk Gunnarsdóttir (´66) 4-0 Karen Sturludóttir (´69) 5-0 Karen Sturludóttir (´84) 5-1 Agnes Helgadóttir (´90) Valur og Breiðablik eru efst og jöfn með 22 stig eftir níu leiki en Stjarnan fylgir fast á eftir með 20 stig í þriðja sætinu einnig eftir níu leiki. Níunda umferðin klárast með leik Þór/KA og KR á morgun.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira