Skemmtilegra að komast áfram svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2009 12:30 Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. Mynd/Daníel Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM í dag þegar liðið varð efst í sínum milliriðli sem fram fór í Póllandi. Íslenska liðið náði þá 2-2 jafntefli við heimastúlkur og stigið nægði til að vera ofar en Svíþjóð á markatölu. „Það var mikil gleði hjá stelpunum í leikslok. Þetta var stór áfangi hjá stelpunum og það var komið að því að við myndum vinna okkur sæti í úrslitakeppninni," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. „Við lendum 2-0 undir í þessum leik en stelpurnar sýndu frábæran karakter og jöfnuðu þetta og við hefðum getað klárað leikinn því við fengum færin til þess. Það er skemmtilegra að komast áfram svona þegar það er meiri spenna og meiri ánægja í lokin," sagði Ólafur. „Það var klárt að þetta var geysilega erfiður riðill. Pólland vann sér sæti í úrslitakeppninni á Íslandi á sínum tíma, Svíar spiluðu í undanúrslitum í seinustu keppni og Danir hafa verið reglulega inn í úrslitkeppninni. Við vissum að þetta væru mjög sterkir andstæðingar," segir Ólafur en sigurinn á Dönum í fyrsta leik færði liðinu trúna á að fara alla leið. „Við vorum skipulagðar og byrjuðum vel í fyrsta leik. Stelpurnar sáu þar að þetta var hægt. Það gaf okur aukið sjálfstraust að klára Danina. Það var ágætt að leikmenn átti sig á því að þær standa ekkert öðrum þjóðum langt að baki," sagði Ólafur. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt ungalandslið hjá konum tryggir sér sæti í lokakeppni í undankeppni en Ísland hefur verið með í lokakeppni áður sem gestgjafi. „Stelpurnar voru að brjóta blað í sögunni með þessu því Ísland hefur aldrei unnið sér sæti áður í lokakeppni. Við höfum tvisvar verið afskaplega nálægt því að komast áfram en þá duttum við út á markatölu. Nú kláruðu þær þetta alla leið og það er gaman að prófa það líka. Nokkrar þarna spiluðu í úrslitakeppninni á Íslandi og þær vita því eftir hverju var að sækjast," sagði Ólafur. Einhver lið hefði gefist upp við það að fá á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla en íslensku stelpurnar snéru vörn í sókn og sóttu án afláts síðustu 25 mínútur leiksins. „Það var mikið áfall að fá þessi tvö mörk á okkur. Þetta voru tvö föst leikatriði sem við vissum að þær væru sterkar í. Í seinna markinu sló Pólverjinn boltann í markið en skoraði ekki með skalla. Það var ennþá súrara," sagði Ólafur og bætti við „Það er bara karakter í þessu liði. Þær lentu tvisvar undir á móti Dönum en unnu leikinn. Þær komu síðan aftur til baka núna. Þessar stelpur eiga mikið hrós skilið," sagði Ólafur að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM í dag þegar liðið varð efst í sínum milliriðli sem fram fór í Póllandi. Íslenska liðið náði þá 2-2 jafntefli við heimastúlkur og stigið nægði til að vera ofar en Svíþjóð á markatölu. „Það var mikil gleði hjá stelpunum í leikslok. Þetta var stór áfangi hjá stelpunum og það var komið að því að við myndum vinna okkur sæti í úrslitakeppninni," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. „Við lendum 2-0 undir í þessum leik en stelpurnar sýndu frábæran karakter og jöfnuðu þetta og við hefðum getað klárað leikinn því við fengum færin til þess. Það er skemmtilegra að komast áfram svona þegar það er meiri spenna og meiri ánægja í lokin," sagði Ólafur. „Það var klárt að þetta var geysilega erfiður riðill. Pólland vann sér sæti í úrslitakeppninni á Íslandi á sínum tíma, Svíar spiluðu í undanúrslitum í seinustu keppni og Danir hafa verið reglulega inn í úrslitkeppninni. Við vissum að þetta væru mjög sterkir andstæðingar," segir Ólafur en sigurinn á Dönum í fyrsta leik færði liðinu trúna á að fara alla leið. „Við vorum skipulagðar og byrjuðum vel í fyrsta leik. Stelpurnar sáu þar að þetta var hægt. Það gaf okur aukið sjálfstraust að klára Danina. Það var ágætt að leikmenn átti sig á því að þær standa ekkert öðrum þjóðum langt að baki," sagði Ólafur. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt ungalandslið hjá konum tryggir sér sæti í lokakeppni í undankeppni en Ísland hefur verið með í lokakeppni áður sem gestgjafi. „Stelpurnar voru að brjóta blað í sögunni með þessu því Ísland hefur aldrei unnið sér sæti áður í lokakeppni. Við höfum tvisvar verið afskaplega nálægt því að komast áfram en þá duttum við út á markatölu. Nú kláruðu þær þetta alla leið og það er gaman að prófa það líka. Nokkrar þarna spiluðu í úrslitakeppninni á Íslandi og þær vita því eftir hverju var að sækjast," sagði Ólafur. Einhver lið hefði gefist upp við það að fá á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla en íslensku stelpurnar snéru vörn í sókn og sóttu án afláts síðustu 25 mínútur leiksins. „Það var mikið áfall að fá þessi tvö mörk á okkur. Þetta voru tvö föst leikatriði sem við vissum að þær væru sterkar í. Í seinna markinu sló Pólverjinn boltann í markið en skoraði ekki með skalla. Það var ennþá súrara," sagði Ólafur og bætti við „Það er bara karakter í þessu liði. Þær lentu tvisvar undir á móti Dönum en unnu leikinn. Þær komu síðan aftur til baka núna. Þessar stelpur eiga mikið hrós skilið," sagði Ólafur að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira