Lakers og Boston töpuðu bæði heima 5. maí 2009 09:10 Orlando er í góðri stöðu eftir sigur í Boston AP Áhugaverðir hlutir áttu sér stað í úrslitakeppni NBA í nótt þar sem liðin sem léku til úrslita í fyrra, LA Lakers og Boston Celtics, töpuðu bæði á heimavelli í fyrsta leik annarar umferðar. Boston tapaði 95-90 á heimavelli fyrir Orlando Magic þar sem heimamenn voru mest 28 stigum undir í síðari hálfleik. Boston átti góðan endasprett í leiknum en hann kom of seint og Orlando slapp með sigurinn. Dwight Howard sneri aftur úr leikbanni og skoraði 16 stig og hirti 22 fráköst fyrir Orlando, Rashard Lewis var með 18 stig, og Mickael Pietrus 17. Hjá Boston skoraði Paul Pierce 23 stig, Rajon Rondo var með 14 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst en Ray Allen skoraði aðeins 9 stig. "Síðustu 16 mínúturnar voru erfiðar. Það var eins og við værum að bíða eftir að leiktíminn rynni út. Það má ekki í svona leikjum, lið koma alltaf til baka í úrslitakeppninni. Maður spilar þessa leiki samt til að vinna þá og við unnum. Við erum yfir 1-0," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. Boston tapaði líka fyrsta heimaleiknum sínum gegn Chicago Bulls í fyrstu umferðinni og svo virðist sem liðið ætli að gera sér erfitt fyrir í þessu einvígi líka. Annar leikurinn er í Boston á miðvikudagskvöldið. Lakers tapaði líka Houston náði einnig að stela fyrsta útileiknum í einvíginu við Los Angeles Lakers og vann 100-92 í fast spiluðum leik í Staples Center. Yao Ming fékk þungt högg á hnéð í leiknum og þurfti að haltra til búningsklefa, en hann kom fljótt aftur inn á völlinn aftur og skilaði 28 stigum og 10 fráköstum fyrir Houston. "Hann kom bara aftur eins og Rocky," sagði Rick Adelman þjálfari Houston. "Við þurftum líka á honum að halda." Ron Artest skoraði 21 stig og Aaron Brooks 19 stig fyrir Texasliðið, sem er í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn á öldinni. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir LA Lakers þrátt fyrir að hafa verið slæmur í hálsinum en hann missti af æfingu liðsins á sunnudag vegna þessa. "Það er allt í lagi með mig. Ég hafði ágæta orku í dag en við bara klúðruðum þessu í vörninni þegar mest lá við," sagði Bryant. "Ég er ekki viss um að við getum átt annan svona lélegan leik í þessari seríu," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. Lakers vann alla fjóra leikina sína gegn Houston í deildarkeppninni. Annar leikur liðanna er á miðvikudagskvöldið í Los Angeles. NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Áhugaverðir hlutir áttu sér stað í úrslitakeppni NBA í nótt þar sem liðin sem léku til úrslita í fyrra, LA Lakers og Boston Celtics, töpuðu bæði á heimavelli í fyrsta leik annarar umferðar. Boston tapaði 95-90 á heimavelli fyrir Orlando Magic þar sem heimamenn voru mest 28 stigum undir í síðari hálfleik. Boston átti góðan endasprett í leiknum en hann kom of seint og Orlando slapp með sigurinn. Dwight Howard sneri aftur úr leikbanni og skoraði 16 stig og hirti 22 fráköst fyrir Orlando, Rashard Lewis var með 18 stig, og Mickael Pietrus 17. Hjá Boston skoraði Paul Pierce 23 stig, Rajon Rondo var með 14 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst en Ray Allen skoraði aðeins 9 stig. "Síðustu 16 mínúturnar voru erfiðar. Það var eins og við værum að bíða eftir að leiktíminn rynni út. Það má ekki í svona leikjum, lið koma alltaf til baka í úrslitakeppninni. Maður spilar þessa leiki samt til að vinna þá og við unnum. Við erum yfir 1-0," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando. Boston tapaði líka fyrsta heimaleiknum sínum gegn Chicago Bulls í fyrstu umferðinni og svo virðist sem liðið ætli að gera sér erfitt fyrir í þessu einvígi líka. Annar leikurinn er í Boston á miðvikudagskvöldið. Lakers tapaði líka Houston náði einnig að stela fyrsta útileiknum í einvíginu við Los Angeles Lakers og vann 100-92 í fast spiluðum leik í Staples Center. Yao Ming fékk þungt högg á hnéð í leiknum og þurfti að haltra til búningsklefa, en hann kom fljótt aftur inn á völlinn aftur og skilaði 28 stigum og 10 fráköstum fyrir Houston. "Hann kom bara aftur eins og Rocky," sagði Rick Adelman þjálfari Houston. "Við þurftum líka á honum að halda." Ron Artest skoraði 21 stig og Aaron Brooks 19 stig fyrir Texasliðið, sem er í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn á öldinni. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir LA Lakers þrátt fyrir að hafa verið slæmur í hálsinum en hann missti af æfingu liðsins á sunnudag vegna þessa. "Það er allt í lagi með mig. Ég hafði ágæta orku í dag en við bara klúðruðum þessu í vörninni þegar mest lá við," sagði Bryant. "Ég er ekki viss um að við getum átt annan svona lélegan leik í þessari seríu," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. Lakers vann alla fjóra leikina sína gegn Houston í deildarkeppninni. Annar leikur liðanna er á miðvikudagskvöldið í Los Angeles.
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira