Danskir bankar fyrir utan FIH fá högg frá Moody's 9. september 2009 08:38 Lánshæfisfyrirtækið Moody' s lækkaði lánshæfiseinkunnir og mat á fjárhagslegum styrk til lengri tíma hjá fjölda af dönskum bönkum í morgun. Athygli vekur að FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, heldur sinni einkunn í Baa3 með stöðugum langtímahorfum. Meðal þeirra banka sem fá lækkun eru Nordea, Sydbank, Amagerbanken, Spar Nord, Jyske Bank og Nykredit Bank auk nokkurra smærri banka og lánastofnanna. Í fréttum um málið á börsen.dk og Jyllands Posten segir að við fréttirnar hafi framangreindir bankar tekið á sig högg í kauphöllinni í Kaupmannahöfn frá opnun hennar í morgun. Mest falla hlutir í Jyske Bank eða um 2,2%, Sydbank um 1,9%, Nordea lækkar um 1,4% og Danske Bank um 1,1%. Talsmaður Nordea Johan Ekwall segir að bankinn hafi ekki áhyggjur af lækkun Moody´s þar sem gert hafði verið ráð fyrir henni. „Okkar lánshæfi var lækkað um eitt þrep og það er ekki mjög dramatískt," segir Ekwall. „Við reiknum með að áhrifin verði mjög takmörkuð." Mat á fjárhagslegum styrk Nordea var lækkað úr B- og niður í C. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lánshæfisfyrirtækið Moody' s lækkaði lánshæfiseinkunnir og mat á fjárhagslegum styrk til lengri tíma hjá fjölda af dönskum bönkum í morgun. Athygli vekur að FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, heldur sinni einkunn í Baa3 með stöðugum langtímahorfum. Meðal þeirra banka sem fá lækkun eru Nordea, Sydbank, Amagerbanken, Spar Nord, Jyske Bank og Nykredit Bank auk nokkurra smærri banka og lánastofnanna. Í fréttum um málið á börsen.dk og Jyllands Posten segir að við fréttirnar hafi framangreindir bankar tekið á sig högg í kauphöllinni í Kaupmannahöfn frá opnun hennar í morgun. Mest falla hlutir í Jyske Bank eða um 2,2%, Sydbank um 1,9%, Nordea lækkar um 1,4% og Danske Bank um 1,1%. Talsmaður Nordea Johan Ekwall segir að bankinn hafi ekki áhyggjur af lækkun Moody´s þar sem gert hafði verið ráð fyrir henni. „Okkar lánshæfi var lækkað um eitt þrep og það er ekki mjög dramatískt," segir Ekwall. „Við reiknum með að áhrifin verði mjög takmörkuð." Mat á fjárhagslegum styrk Nordea var lækkað úr B- og niður í C.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira