Barroso minnti írska kjósendur á örlög Íslands 23. september 2009 08:37 José Manuel Barroso nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Ervrópusambandsins minnti írska kjósendur á örlög Íslendinga þegar hann heimsótti Limerick á Írlandi um síðustu helgi. Barroso var þar á ferð til að styðja baráttuna fyrir því að Írar samþykktu Lisbon-sáttmálann í komandi kosningum. "Á Íslandi fór fólk í hraðbanka og það voru engir peningar til staðar í þeim," sagði Barroso og minnti jafnframt á að hingað til hefði ESB lánað írskum bönkum 120 milljarða evra frá því að fjármálakreppan hófst á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barroso notar Ísland til að bera saman við Írland. Á blaðamannafundi í febrúar voru þessi orð höfð eftir honum: „Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. Ég nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins." Í heimsókn sinni til Limerick notaði Barroso tækifærið til að lýsa því yfir að ESB myndi veita tæplega 15 milljóna evra styrk til þess starfsfólks í borginni sem misst hefði vinnu sína þar sem Dell hefði ákveðið að flytja verksmiðju sína í borginni til Póllands. Þessi yfirlýsing sem og gífurlegt fjármagn sem mörg fyrirtæki hafa notað til að berjast fyrir því að Írar samþykki Lisbon-sáttmálann hefur vakið töluverða reiða meðal Íra. Margir þeirra segja að verið sé að reyna að kaupa þjóðina til að samþykkja sáttmálann. Í umfjöllun breska blaðsins The Time um málið segir að meðal annars hafi Ryanair auglýst milljón ókeypis flugsæti fyrir "milljón já-atkvæði fyrir Evrópu". Þá hefur Intel, sem er með 4.000 starfsmenn á Írlandi sagt að það muni eyða 200 þúsund pundum í auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að segja já, svo dæmi séu tekin. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
José Manuel Barroso nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Ervrópusambandsins minnti írska kjósendur á örlög Íslendinga þegar hann heimsótti Limerick á Írlandi um síðustu helgi. Barroso var þar á ferð til að styðja baráttuna fyrir því að Írar samþykktu Lisbon-sáttmálann í komandi kosningum. "Á Íslandi fór fólk í hraðbanka og það voru engir peningar til staðar í þeim," sagði Barroso og minnti jafnframt á að hingað til hefði ESB lánað írskum bönkum 120 milljarða evra frá því að fjármálakreppan hófst á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barroso notar Ísland til að bera saman við Írland. Á blaðamannafundi í febrúar voru þessi orð höfð eftir honum: „Ástandið í löndum evrusvæðisins væri mun verra og miklu erfiðara ef við hefðum ekki evruna. Ég nefni gjarnan Írland og ber saman við Ísland, sem gott dæmi um velgengni evrusvæðisins." Í heimsókn sinni til Limerick notaði Barroso tækifærið til að lýsa því yfir að ESB myndi veita tæplega 15 milljóna evra styrk til þess starfsfólks í borginni sem misst hefði vinnu sína þar sem Dell hefði ákveðið að flytja verksmiðju sína í borginni til Póllands. Þessi yfirlýsing sem og gífurlegt fjármagn sem mörg fyrirtæki hafa notað til að berjast fyrir því að Írar samþykki Lisbon-sáttmálann hefur vakið töluverða reiða meðal Íra. Margir þeirra segja að verið sé að reyna að kaupa þjóðina til að samþykkja sáttmálann. Í umfjöllun breska blaðsins The Time um málið segir að meðal annars hafi Ryanair auglýst milljón ókeypis flugsæti fyrir "milljón já-atkvæði fyrir Evrópu". Þá hefur Intel, sem er með 4.000 starfsmenn á Írlandi sagt að það muni eyða 200 þúsund pundum í auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að segja já, svo dæmi séu tekin.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira