Engar liðsskipanir í vændum hjá Brawn og Red Bull 7. júlí 2009 10:50 Mark Webber hyggst sækja að titlinum af kappi í næstu mótum. mynd: kappakstur.is Engin hætta er á því enn sem komið er að forystuliðin í Formúlu 1 mótinu beiti liðsskipunum til að ráða því hvaða ökumaður eigi meiri sjéns í titilinn. Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn og Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull er frjálst að keppa af fullri hörku gegn hvor öðrum. Vettel verður á heimavelli um næstu helgi á Nurburgring og hefur unnið tvö mót á áriniu og félagi hans Webber ekkert. Webber er þó aðeins 3.5 stigum á eftir Vettel, sem er í þriðja sæti í stigamótinu, á eftir Button og Barrichello. "Það er alltof snemmt að fara beita liðsskipunum, en hlutirnir hafa fallið betur með Vettel til þessa. Ég þarf að komast ofar á lista í tímatökum og vera þolgóður í mótunum, þá tel ég að sigur sé innan seilingar hjá mér", sagði Webber sem hefur staðið dálítið í skugganum af Vettel. "Það munar aðeins nokkrum stigum á mér og Vettel og ég á því ágæta möguleika á góðum úrslitum á þessu keppnistímabili. Ég er því rólegur og mun berjast af krafti. Slagurinn um titilinn er erfiður, því Button byrjaði geysilega vel og ég hef ekki trú á að hann klúðri málum mikið í þeim mótum sem eftir eru. Hann gerir bara ekki mistök." "Það er okkar Vettel að sækja á hann. Ég tel að hann geti bara tapað ef lið hans gerir einhver mistök. Ég gefst þó ekki upp fyrr en í fulla hnefanna, sama hvað keppinautur á í hlut", sagði Webber. Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Engin hætta er á því enn sem komið er að forystuliðin í Formúlu 1 mótinu beiti liðsskipunum til að ráða því hvaða ökumaður eigi meiri sjéns í titilinn. Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn og Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull er frjálst að keppa af fullri hörku gegn hvor öðrum. Vettel verður á heimavelli um næstu helgi á Nurburgring og hefur unnið tvö mót á áriniu og félagi hans Webber ekkert. Webber er þó aðeins 3.5 stigum á eftir Vettel, sem er í þriðja sæti í stigamótinu, á eftir Button og Barrichello. "Það er alltof snemmt að fara beita liðsskipunum, en hlutirnir hafa fallið betur með Vettel til þessa. Ég þarf að komast ofar á lista í tímatökum og vera þolgóður í mótunum, þá tel ég að sigur sé innan seilingar hjá mér", sagði Webber sem hefur staðið dálítið í skugganum af Vettel. "Það munar aðeins nokkrum stigum á mér og Vettel og ég á því ágæta möguleika á góðum úrslitum á þessu keppnistímabili. Ég er því rólegur og mun berjast af krafti. Slagurinn um titilinn er erfiður, því Button byrjaði geysilega vel og ég hef ekki trú á að hann klúðri málum mikið í þeim mótum sem eftir eru. Hann gerir bara ekki mistök." "Það er okkar Vettel að sækja á hann. Ég tel að hann geti bara tapað ef lið hans gerir einhver mistök. Ég gefst þó ekki upp fyrr en í fulla hnefanna, sama hvað keppinautur á í hlut", sagði Webber.
Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira