Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Gunnar Örn Jónsson skrifar 17. ágúst 2009 10:35 Mynd/Einar Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. Ástæðan er augljóslega H1N1 vírusinn eða hin svokallaða svínaflensa sem hóf innreið sína í apríl á þessu ári. Eftir að svínaflensan var fyrst greind í mönnum í Mexíkó og Bandaríkjunum olli það meðal annars innflutningshöftum á amerísku svínakjöti í bæði Kína og Rússlandi. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Búist er við að svínaflensan muni valda 11% heimsniðursveiflu í viðskiptum á svínakjöti á þessu ári jafnvel þó að vísindamenn hafi ávallt sagt að óhætt sé að borða svínakjöt. Alheimskreppan og minnkandi útflutningur gera það meðal annars að verkum að birgðir hrannast upp hjá svínaframleiðendum í Bandaríkjunum. Hvað eigum við að gera við öll þessi svín, spyrja svínabændur og sérfræðingar á mörkuðum. Þeir segja að iðnaðurinn sé ekki gerður til að aðlagast minnkandi eftirspurn og að svínabændur muni einfaldlega framleiða svínakjöt þangað til þeir verða gjaldþrota. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. Ástæðan er augljóslega H1N1 vírusinn eða hin svokallaða svínaflensa sem hóf innreið sína í apríl á þessu ári. Eftir að svínaflensan var fyrst greind í mönnum í Mexíkó og Bandaríkjunum olli það meðal annars innflutningshöftum á amerísku svínakjöti í bæði Kína og Rússlandi. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Búist er við að svínaflensan muni valda 11% heimsniðursveiflu í viðskiptum á svínakjöti á þessu ári jafnvel þó að vísindamenn hafi ávallt sagt að óhætt sé að borða svínakjöt. Alheimskreppan og minnkandi útflutningur gera það meðal annars að verkum að birgðir hrannast upp hjá svínaframleiðendum í Bandaríkjunum. Hvað eigum við að gera við öll þessi svín, spyrja svínabændur og sérfræðingar á mörkuðum. Þeir segja að iðnaðurinn sé ekki gerður til að aðlagast minnkandi eftirspurn og að svínabændur muni einfaldlega framleiða svínakjöt þangað til þeir verða gjaldþrota.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira