Stórsókn gegn Talíbönum Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2009 11:55 Íbúar í Mingora, höfuðstað Swat-dals í norðvestur Pakistan, að leggja á flótta vegna átaka þar nærri. MYND/AP Mörg hundruð þúsund íbúar hafa lagt á flótta frá átakasvæðum í norðvestur Pakistan. Þarlend stjórnvöld hófu í gær stórsókn gegn Talíbönum nærri landamærunum að Afganistan. Allt stefnir í einn mesta flóttamannastraum heims um leið og miklir og jafnvel langvinnir bardagar eru að hefjast í Pakistan. Yusuf Raza Gilani, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að uppræta ætti sveitir herskárra í landinu. Þar með mun hafin stórsókn gegn Talíbönum og liðsmönnum al Kaída í landinu en ríkisstjórn Pakistans hafði þar til fyrir skömmu reynt að friðmælast við Talíbanana úr þeim hópi. Samið var að Talíbanar fengju Swat-dal í norð-vestur Pakistan nærri landamærunum að Afganistan og gætu tekið upp íslömsk sharía-lög þar. Talíbanar héldu siðan áfram að leggja undir sig landsvæði og fór að nálgast höfuðborgina Íslamabad. Árásir hófust í morgun. Sprengjum hefur verið varpað á mörg skotmörk á svæðinu og landhernaður hafinn. Talsmaður pakistanska hersins segir útlit fyrir að sóknin verði lagnvinn því herskáir hópar í Swat-dal hafi haft tíma til að koma sér fyrir og styrkja stöðu sína meðan reynt var að semja um frið. Talíbanar og liðsmenn al-Kaída hafi náð að losa sig við stuðningsmenn stjórnvalda á svæðinu og rekið langflesta úr þeim hópi á flótta. Swat-dalur og nærliggjandi svæði sé draumastaðurinn fyrir skæruliða til að verjast enda sé það erfitt yfirferðar og víða geti leyniskyttur falið sig. Pakistanski stjórnarherinn nái sigri í stóru orrustunum í fyrstu en það sem komi á eftir valdi áhyggjum. Fréttaritari BBC í Pakistan segir þarlend stjórnvöld sannfærð um að þau hafi stuðning almennings við aðgerðirnar en það geti breyttst ef margir almennir borgarar falli. Talið er að um 200 þúsund manns hafi flúið Swat-dal aðeins á allra síðustu sólahringum og í heildina hafi hátt í ein milljón manna lagt á flótta síða í ágúst í fyrra. Hjálparasamtök vara við að einhver mest flóttamannavandi í heimi sé nú að skapast í Pakistan og hjálpar sé þörf. Gilani hefur óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins svo hjálpa megi flóttafólkinu. Starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka segja ástandið hörmulegt. Margir hafi lagt á flótta með stuttum fyrirvara, fólk hafi orði viðskila við ættingja og vini og þörf sé á áfallahjálp ekki síður en mat og lyfjum. Erlent Fréttir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Mörg hundruð þúsund íbúar hafa lagt á flótta frá átakasvæðum í norðvestur Pakistan. Þarlend stjórnvöld hófu í gær stórsókn gegn Talíbönum nærri landamærunum að Afganistan. Allt stefnir í einn mesta flóttamannastraum heims um leið og miklir og jafnvel langvinnir bardagar eru að hefjast í Pakistan. Yusuf Raza Gilani, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að uppræta ætti sveitir herskárra í landinu. Þar með mun hafin stórsókn gegn Talíbönum og liðsmönnum al Kaída í landinu en ríkisstjórn Pakistans hafði þar til fyrir skömmu reynt að friðmælast við Talíbanana úr þeim hópi. Samið var að Talíbanar fengju Swat-dal í norð-vestur Pakistan nærri landamærunum að Afganistan og gætu tekið upp íslömsk sharía-lög þar. Talíbanar héldu siðan áfram að leggja undir sig landsvæði og fór að nálgast höfuðborgina Íslamabad. Árásir hófust í morgun. Sprengjum hefur verið varpað á mörg skotmörk á svæðinu og landhernaður hafinn. Talsmaður pakistanska hersins segir útlit fyrir að sóknin verði lagnvinn því herskáir hópar í Swat-dal hafi haft tíma til að koma sér fyrir og styrkja stöðu sína meðan reynt var að semja um frið. Talíbanar og liðsmenn al-Kaída hafi náð að losa sig við stuðningsmenn stjórnvalda á svæðinu og rekið langflesta úr þeim hópi á flótta. Swat-dalur og nærliggjandi svæði sé draumastaðurinn fyrir skæruliða til að verjast enda sé það erfitt yfirferðar og víða geti leyniskyttur falið sig. Pakistanski stjórnarherinn nái sigri í stóru orrustunum í fyrstu en það sem komi á eftir valdi áhyggjum. Fréttaritari BBC í Pakistan segir þarlend stjórnvöld sannfærð um að þau hafi stuðning almennings við aðgerðirnar en það geti breyttst ef margir almennir borgarar falli. Talið er að um 200 þúsund manns hafi flúið Swat-dal aðeins á allra síðustu sólahringum og í heildina hafi hátt í ein milljón manna lagt á flótta síða í ágúst í fyrra. Hjálparasamtök vara við að einhver mest flóttamannavandi í heimi sé nú að skapast í Pakistan og hjálpar sé þörf. Gilani hefur óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins svo hjálpa megi flóttafólkinu. Starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka segja ástandið hörmulegt. Margir hafi lagt á flótta með stuttum fyrirvara, fólk hafi orði viðskila við ættingja og vini og þörf sé á áfallahjálp ekki síður en mat og lyfjum.
Erlent Fréttir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira