Mandelson veldur taugatitringi með evru-ummælum 13. júní 2009 11:07 Mandelson lávarður, viðskiptaráðherra Bretlands hefur valdið miklum taugatitringi innan ríkisstjórnar sinnar og Verkamannaflokksins eftir að hann lýsti því yfir í Berlín í gærdag að Bretar ættu að taka upp evruna. Í umfjöllunDaily Mail um málið segir að ummælin verði að skoða í því ljósi að Mandelson er nú næstvaldamesti ráðherrann í stjórninni eftir nýlega uppstokkun. Og yfirlýsing viðskiptaráðherrans gengur þvert gegn skoðunum Gordon Brown forsætisráðherra í málinu. Blaðið nefnir einnig til sögunnar að þetta sé í fyrsta skipti í fjögur ár að ráðherra í stjórn Bretlands ræðir um evruna sem æskilegri valkost en pundið sem gjaldmiðil landsins. Mandelson, sem var í opinberri heimsókn í Berlín, sagði m.a. að það væri mikilvægt að Bretlandi stefni að því að taka upp sama gjaldmiðil og gilti á þeim sameiginlega markaði sem landið tilheyrði. „Af augljósum ástæðum," eins ráðherrann orðaði það en benti jafnframt á að þetta væri verkefni framtíðarinnar og að ákvörðunina yrði að taka við „réttar kringumstæður." Hinsvegar sagði Mandelson að það væri algerlega ljóst að evran hefði verið árangursríkt akkeri í brotsjóum fjármálakreppunnar fyrir meðlimi evrusvæðisins. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mandelson lávarður, viðskiptaráðherra Bretlands hefur valdið miklum taugatitringi innan ríkisstjórnar sinnar og Verkamannaflokksins eftir að hann lýsti því yfir í Berlín í gærdag að Bretar ættu að taka upp evruna. Í umfjöllunDaily Mail um málið segir að ummælin verði að skoða í því ljósi að Mandelson er nú næstvaldamesti ráðherrann í stjórninni eftir nýlega uppstokkun. Og yfirlýsing viðskiptaráðherrans gengur þvert gegn skoðunum Gordon Brown forsætisráðherra í málinu. Blaðið nefnir einnig til sögunnar að þetta sé í fyrsta skipti í fjögur ár að ráðherra í stjórn Bretlands ræðir um evruna sem æskilegri valkost en pundið sem gjaldmiðil landsins. Mandelson, sem var í opinberri heimsókn í Berlín, sagði m.a. að það væri mikilvægt að Bretlandi stefni að því að taka upp sama gjaldmiðil og gilti á þeim sameiginlega markaði sem landið tilheyrði. „Af augljósum ástæðum," eins ráðherrann orðaði það en benti jafnframt á að þetta væri verkefni framtíðarinnar og að ákvörðunina yrði að taka við „réttar kringumstæður." Hinsvegar sagði Mandelson að það væri algerlega ljóst að evran hefði verið árangursríkt akkeri í brotsjóum fjármálakreppunnar fyrir meðlimi evrusvæðisins.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira