Khamenei krefst aðgerða Guðjón Helgason skrifar 21. mars 2009 12:00 Ali Khamenei, æðstiklerkur Írana, á útifundi í Mashhad í Íran í morgun. MYND/APTN Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. Í sjónvarpsávarpi á fimmtudaginn sem beint var til leiðtoga í Teheran og írönsku þjóðarinnar hvatti Barack Obama, Bandaríkjaforseti, til viðræðna milli ríkjann sem yrðu byggð á gagnkvæmu trausti. Obama sagði að ágreiningur þjóðanna hefði aukist á síðustu árum. Frá klerkabyltingunni í Íran 1979 hefðu samskipti ríkjanna verið stirð. Bush fyrrveandi forseti sagði landið eitt öxulvelda hins illa ásamt Írak og Norður-Kóreu og hafa deilur um kjarnorkuáætlun Írana verði harðar. Forsetinn sagði stjórn sína leggja áherslu á viðræður milli deilenda þar sem tekið yrði á öllum ágreiningefnum. Reynt yrði að koma á uppbyggilegu samstarfi milli Bandaríkjanna, Írans og alþjóðasamfélagsins. Obama sagði þetta ekki hægt ef áfram yrði haft í hótunum. Þörf væri á viðræðum sem byggðu á gagnkvæmri viðringu. Forsetinn hefur áður gefið til kynna að hann vilji viðræður við Írana en ávarpið frá því á fimmtudaginn er sagt fyrsta tilraun hans til að hefja þær. Fréttaskýrendur telja að með ávarpinu komi skýrt fram að Obama vilji friðmælast við Írana og þannig koma á friði og stöðugleika í Afganistan, Írak, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Hann vilji einnig með þessu reyna að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Khamenei æðstiklerkur í Íran sagði í morgun að hann sæi ekki neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann sagði ráðamenn í Teheran hins vegar tilbúna til viðræðna ef Obama breytti stefnu þjóðar sinnar gagnvart Íran. Khamenei hefur síðasta orðið þegar kemur að stefnubreytingum hjá írönskum stjórnvöldum enda æðsti leiðtogi Írana í andlegum og veraldlegum málum. Endanlegt svar Írana við sáttaumleitunum Obama ræðst af viðbrögðum hans. Khamenei segir enga breytingu verða nema Bandaríkjamenn hættu fjandskap við Íran og breyttu utanríkisstefnu sinni. Fagurgali dygði ekki einn og sér því verkin þyrftu einnig að tala. Íranar segjast ekki ætla að falla frá áformum um að opna kjarnorkuverið í Bushehr í lok árs enda ætluðu Íranar að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi til orkuframleiðslu. Bandaríkjamenn hafa sakað Írana um að ætla að að framleiða kjarnorkuvopn á laun. Erlent Fréttir Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. Í sjónvarpsávarpi á fimmtudaginn sem beint var til leiðtoga í Teheran og írönsku þjóðarinnar hvatti Barack Obama, Bandaríkjaforseti, til viðræðna milli ríkjann sem yrðu byggð á gagnkvæmu trausti. Obama sagði að ágreiningur þjóðanna hefði aukist á síðustu árum. Frá klerkabyltingunni í Íran 1979 hefðu samskipti ríkjanna verið stirð. Bush fyrrveandi forseti sagði landið eitt öxulvelda hins illa ásamt Írak og Norður-Kóreu og hafa deilur um kjarnorkuáætlun Írana verði harðar. Forsetinn sagði stjórn sína leggja áherslu á viðræður milli deilenda þar sem tekið yrði á öllum ágreiningefnum. Reynt yrði að koma á uppbyggilegu samstarfi milli Bandaríkjanna, Írans og alþjóðasamfélagsins. Obama sagði þetta ekki hægt ef áfram yrði haft í hótunum. Þörf væri á viðræðum sem byggðu á gagnkvæmri viðringu. Forsetinn hefur áður gefið til kynna að hann vilji viðræður við Írana en ávarpið frá því á fimmtudaginn er sagt fyrsta tilraun hans til að hefja þær. Fréttaskýrendur telja að með ávarpinu komi skýrt fram að Obama vilji friðmælast við Írana og þannig koma á friði og stöðugleika í Afganistan, Írak, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Hann vilji einnig með þessu reyna að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Khamenei æðstiklerkur í Íran sagði í morgun að hann sæi ekki neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann sagði ráðamenn í Teheran hins vegar tilbúna til viðræðna ef Obama breytti stefnu þjóðar sinnar gagnvart Íran. Khamenei hefur síðasta orðið þegar kemur að stefnubreytingum hjá írönskum stjórnvöldum enda æðsti leiðtogi Írana í andlegum og veraldlegum málum. Endanlegt svar Írana við sáttaumleitunum Obama ræðst af viðbrögðum hans. Khamenei segir enga breytingu verða nema Bandaríkjamenn hættu fjandskap við Íran og breyttu utanríkisstefnu sinni. Fagurgali dygði ekki einn og sér því verkin þyrftu einnig að tala. Íranar segjast ekki ætla að falla frá áformum um að opna kjarnorkuverið í Bushehr í lok árs enda ætluðu Íranar að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi til orkuframleiðslu. Bandaríkjamenn hafa sakað Írana um að ætla að að framleiða kjarnorkuvopn á laun.
Erlent Fréttir Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira