Titillinn blasir við Keflvíkingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2008 20:17 Arnar Freyr Jónsson Keflvíkingur er hér með boltann í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppninni. Víkurfréttir/Jón Björn Keflavík er nú í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta eftir sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík vann 15 stiga sigur, 98-83, og er þar með komið í 2-0 í einvíginu. Það þýðir að Keflavík getur orðið Íslandsmeistari sigri það Snæfell í næsta leik liðanna í Keflavík á fimmtudagskvöldið næstkomandi. Keflavík var sterkari aðilinn nánast allan leikinn. Liðið komst í níu stiga forystu í öðrum leikhluta en Snæfell náði að minnka muninn í tvö stig og komast svo í forystu í upphafi þriðja leikhluta. Það var í sjálfu sér eini leikkaflinn þar sem Snæfellingar léku eins og þeir vildu gera en það vantaði mikið upp á varnarleik liðsins í kvöld sem og liðið var að tapa allt of mörgum boltum í upphafi leiksins. Keflvíkingar voru heldur ekki að spila neitt sérstaklega góða vörn en héldu frumkvæðinu í leiknum með öflugum sóknarleik. Snæfell náði að minnka muninn í fimm stig undir lok leiksins og hleypa smá spennu í leikinn en allt kom fyrir ekki. Þetta var fimmti sigur Keflavíkurliðsins í röð í úrslitakeppninni en liðið lenti 2-0 undir í undanúrslitunum gegn ÍR en vann svo 3-2. Tommy Johnson var stigahæstur hjá Keflavík með 27 stig og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. BA Walker kom næstur með 23 stig. Keflavík missti alls fjóra menn út af með fimm villur og sigurin því enn sætari fyrir vikið. Einn þeirra var Sigurður Þorsteinsson en hann átti samt gríðarlega sterka innkomu í síðari hálfleik en tók níu fráköst, þar af fjögur í sókninni. Justin Shose var stigahæstur hjá Snæfelli með 23 stig og Jón Ólafur skoraði 20. Sigurður Þorvaldsson skoraði fjórtán stig og Hlynur tólf og hann tók jafn mörg fráköst. Lykiltölfræði leiksins má finna neðst í greininni. Snæfell byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 4-0 forystu. Keflavík svaraði hins vegar með því að skora sjö stig í röð en Snæfellingar voru í miklum vandræðum með sóknarleikinn sinn og töpuðu sjö boltum á sjö mínútunum. Gunnar Einarsson hélt áfram að fara á kostum utan þriggja stiga línunnar og setti niður tvo þrista í fyrsta leikhlutanum. Hann skoraði alls átta stig í röð og breytti stöðunni úr 9-9 í 17-9. Snæfellingar náðu hins vegar að laga stöðuna aðeins á lokamínútum leikhlutans og minnkuðu muninn í fimm stig, 19-14. Snæfellingar áttu áfram í vandræðum með varnarleik Keflvíkinga framan af öðrum leikhluta og náðu gestirnir mest níu stiga forystu. En heimamenn náðu að bíta frá sér og gáfu Keflvíkingum ekki tækifæri til að stinga af. Það er hins vegar ljóst að Snæfellingar voru að tapa allt of mörgum boltum og voru þeir orðnir ellefu talsins strax í upphafi annars leikhluta. Þeir náðu þó að laga það eftir því sem á leið og fengu tækifæri til að jafna metin í lok hálfleiksins. Það tókst ekki og staðan því 44-42 í hálfleik, Keflavík í vil. Snæfell skoraði fyrstu stigin í síðari hálfleik rétt eins og í upphafi leiksins og komst í forystu í fyrsta skipti síðan þá. Jón Nordal og Susnjara fengu sína fjórðu villu strax í upphafi hálfleiksins sem voru slæm tíðindi fyrir Keflvíkinga. Snæfellingar lentu líka í villuvandræðum en Justin Shouse fékk sína fjórða villu í þriðja leikhluta. En Keflvíkingar voru fljótir að ná frumkvæðinu á ný og komu sér í tíu stiga forystu, 59-49. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og náði Keflavík að viðhalda þessum mun. Tommy Johnson setti niður þrjá þrista í leikhlutanum og hélt sínum mönnum í forystu þó svo að Keflavík ætti í miklum villuvandræðum. Keflvíkingarnir Jón Nordal og Susnjara sem og Snæfellingurinn Jón Ólafur fengu sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta og því útilokaðir frá leiknum. Það var mikill missir fyrir Snæfellinga því Jón Ólafur var þá stigahæsti leikmaður liðsins með 20 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst. Keflvíkingar náðu samt að halda sinni tíu stiga forystu og voru einfaldlega að spila betri sóknarleik en Snæfellingar. Margir lykilmanna Snæfells voru einnig ekki að skila sínu í sókninni og hafði það sitt að segja. Gunnar Einarsson fékk svo sína fimmta villu þegar sjö mínútur voru til leiksloka og fengu þá Snæfellingar tækifæri til að saxa á forskot gestanna. Sigurður Þorsteinsson varð svo fjórði Keflvíkingurinn til að fjúka út af með fimm villur og náðu Snæfellingar að minnka muninn í mest fimm stig. En nær komust þeir ekki og niðurstaðan sætur sigur Keflvíkinga, 98-83.Lykiltölfræði: Snæfell - Keflavík Skotnýting (2ja): 50% - 58,9% Skotnýting (3ja): 29,1% - 33,3% Fráköst: 44 - 33 Tapaðir boltar: 18 - 7 Stolnir boltar: 3 - 15 Varin skot: 3 - 7 Dominos-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Keflavík er nú í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta eftir sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík vann 15 stiga sigur, 98-83, og er þar með komið í 2-0 í einvíginu. Það þýðir að Keflavík getur orðið Íslandsmeistari sigri það Snæfell í næsta leik liðanna í Keflavík á fimmtudagskvöldið næstkomandi. Keflavík var sterkari aðilinn nánast allan leikinn. Liðið komst í níu stiga forystu í öðrum leikhluta en Snæfell náði að minnka muninn í tvö stig og komast svo í forystu í upphafi þriðja leikhluta. Það var í sjálfu sér eini leikkaflinn þar sem Snæfellingar léku eins og þeir vildu gera en það vantaði mikið upp á varnarleik liðsins í kvöld sem og liðið var að tapa allt of mörgum boltum í upphafi leiksins. Keflvíkingar voru heldur ekki að spila neitt sérstaklega góða vörn en héldu frumkvæðinu í leiknum með öflugum sóknarleik. Snæfell náði að minnka muninn í fimm stig undir lok leiksins og hleypa smá spennu í leikinn en allt kom fyrir ekki. Þetta var fimmti sigur Keflavíkurliðsins í röð í úrslitakeppninni en liðið lenti 2-0 undir í undanúrslitunum gegn ÍR en vann svo 3-2. Tommy Johnson var stigahæstur hjá Keflavík með 27 stig og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. BA Walker kom næstur með 23 stig. Keflavík missti alls fjóra menn út af með fimm villur og sigurin því enn sætari fyrir vikið. Einn þeirra var Sigurður Þorsteinsson en hann átti samt gríðarlega sterka innkomu í síðari hálfleik en tók níu fráköst, þar af fjögur í sókninni. Justin Shose var stigahæstur hjá Snæfelli með 23 stig og Jón Ólafur skoraði 20. Sigurður Þorvaldsson skoraði fjórtán stig og Hlynur tólf og hann tók jafn mörg fráköst. Lykiltölfræði leiksins má finna neðst í greininni. Snæfell byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 4-0 forystu. Keflavík svaraði hins vegar með því að skora sjö stig í röð en Snæfellingar voru í miklum vandræðum með sóknarleikinn sinn og töpuðu sjö boltum á sjö mínútunum. Gunnar Einarsson hélt áfram að fara á kostum utan þriggja stiga línunnar og setti niður tvo þrista í fyrsta leikhlutanum. Hann skoraði alls átta stig í röð og breytti stöðunni úr 9-9 í 17-9. Snæfellingar náðu hins vegar að laga stöðuna aðeins á lokamínútum leikhlutans og minnkuðu muninn í fimm stig, 19-14. Snæfellingar áttu áfram í vandræðum með varnarleik Keflvíkinga framan af öðrum leikhluta og náðu gestirnir mest níu stiga forystu. En heimamenn náðu að bíta frá sér og gáfu Keflvíkingum ekki tækifæri til að stinga af. Það er hins vegar ljóst að Snæfellingar voru að tapa allt of mörgum boltum og voru þeir orðnir ellefu talsins strax í upphafi annars leikhluta. Þeir náðu þó að laga það eftir því sem á leið og fengu tækifæri til að jafna metin í lok hálfleiksins. Það tókst ekki og staðan því 44-42 í hálfleik, Keflavík í vil. Snæfell skoraði fyrstu stigin í síðari hálfleik rétt eins og í upphafi leiksins og komst í forystu í fyrsta skipti síðan þá. Jón Nordal og Susnjara fengu sína fjórðu villu strax í upphafi hálfleiksins sem voru slæm tíðindi fyrir Keflvíkinga. Snæfellingar lentu líka í villuvandræðum en Justin Shouse fékk sína fjórða villu í þriðja leikhluta. En Keflvíkingar voru fljótir að ná frumkvæðinu á ný og komu sér í tíu stiga forystu, 59-49. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og náði Keflavík að viðhalda þessum mun. Tommy Johnson setti niður þrjá þrista í leikhlutanum og hélt sínum mönnum í forystu þó svo að Keflavík ætti í miklum villuvandræðum. Keflvíkingarnir Jón Nordal og Susnjara sem og Snæfellingurinn Jón Ólafur fengu sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta og því útilokaðir frá leiknum. Það var mikill missir fyrir Snæfellinga því Jón Ólafur var þá stigahæsti leikmaður liðsins með 20 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst. Keflvíkingar náðu samt að halda sinni tíu stiga forystu og voru einfaldlega að spila betri sóknarleik en Snæfellingar. Margir lykilmanna Snæfells voru einnig ekki að skila sínu í sókninni og hafði það sitt að segja. Gunnar Einarsson fékk svo sína fimmta villu þegar sjö mínútur voru til leiksloka og fengu þá Snæfellingar tækifæri til að saxa á forskot gestanna. Sigurður Þorsteinsson varð svo fjórði Keflvíkingurinn til að fjúka út af með fimm villur og náðu Snæfellingar að minnka muninn í mest fimm stig. En nær komust þeir ekki og niðurstaðan sætur sigur Keflvíkinga, 98-83.Lykiltölfræði: Snæfell - Keflavík Skotnýting (2ja): 50% - 58,9% Skotnýting (3ja): 29,1% - 33,3% Fráköst: 44 - 33 Tapaðir boltar: 18 - 7 Stolnir boltar: 3 - 15 Varin skot: 3 - 7
Dominos-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira