Norræni fjárfestingarbankinn 11. júní 2008 00:01 Johnny Åkerholm Forstjóri Norræna fjárfestingarbankans. Mynd/NIB „Það er hæpið að líkja Norræna fjárfestingarbankanum við opinbera sjóði sem fjárfesta í eignum,“ segir Johnny Åkerholm, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans. Hann bendir á að bankinn, sem er í eigu norrænna ríkja og Eystrasaltsríkja, sé fyrst og fremst lánastofnun. Åkerholm segir samt sem áður að órói á mörkuðum hafi haft í för með sér mikla eftirspurn eftir lánum hjá bankanum, og ekki síður hafi menn keppst við að lána bankanum fé. „Við fjármögnum okkur með lánum og útgáfu skuldabréfa á fjármálamörkuðum um allan heim,“ segir Åkerholm. „Á erfiðum tímum á mörkuðum þá höfum við hagnast á góðu orðspori, enda með hæstu lánshæfiseinkunn. Því höfum við getað fengið fé á góðum kjörum.“ Bankinn safnaði í fyrra 4,3 milljörðum evra, eða sem nemur ríflega 500 milljörðum íslenskra króna. Það er hið mesta sem bankinn hefur fengið á einu ári. Á sama tíma varð sprenging í útlánum hjá sjóðnum. „Við greiddum 2,4 milljarða evra út í lánum í fyrra, sem er hið mesta í sögu sjóðsins.“ Åkerholm segir að það sem af er ári hafi ekkert lát orðið á eftirspurn eftir lánum hjá sjóðnum. Hann bætir því við að bankinn láni fyrst og fremst til einkafyrirtækja í ríkjunum sem eiga bankann. Eftirspurnin sé ekki síst þaðan. Fram kom í fréttatilkynningu með árseikningi bankans nú í mars að bankinn sinni einkum langtímalánveitingum til orkuverkefna, umhverfismála og samgangna, auk þess að efla félagslega innviði á svæðum við Eystrasalt. Um áramót átti sjóðurinn útistandandi lán í 38 löndum. Þar á meðal hefur verið lánað til verkefna í Kína, Rússlandi og Brasilíu. Þess má geta að Íslendingar eiga 0,9 prósent í Norræna fjárfestingarbankanum. Hins vegar hafa um átta prósent af heildarútlánum sjóðsins ratað hingað til lands. Undir smásjánni Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
„Það er hæpið að líkja Norræna fjárfestingarbankanum við opinbera sjóði sem fjárfesta í eignum,“ segir Johnny Åkerholm, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans. Hann bendir á að bankinn, sem er í eigu norrænna ríkja og Eystrasaltsríkja, sé fyrst og fremst lánastofnun. Åkerholm segir samt sem áður að órói á mörkuðum hafi haft í för með sér mikla eftirspurn eftir lánum hjá bankanum, og ekki síður hafi menn keppst við að lána bankanum fé. „Við fjármögnum okkur með lánum og útgáfu skuldabréfa á fjármálamörkuðum um allan heim,“ segir Åkerholm. „Á erfiðum tímum á mörkuðum þá höfum við hagnast á góðu orðspori, enda með hæstu lánshæfiseinkunn. Því höfum við getað fengið fé á góðum kjörum.“ Bankinn safnaði í fyrra 4,3 milljörðum evra, eða sem nemur ríflega 500 milljörðum íslenskra króna. Það er hið mesta sem bankinn hefur fengið á einu ári. Á sama tíma varð sprenging í útlánum hjá sjóðnum. „Við greiddum 2,4 milljarða evra út í lánum í fyrra, sem er hið mesta í sögu sjóðsins.“ Åkerholm segir að það sem af er ári hafi ekkert lát orðið á eftirspurn eftir lánum hjá sjóðnum. Hann bætir því við að bankinn láni fyrst og fremst til einkafyrirtækja í ríkjunum sem eiga bankann. Eftirspurnin sé ekki síst þaðan. Fram kom í fréttatilkynningu með árseikningi bankans nú í mars að bankinn sinni einkum langtímalánveitingum til orkuverkefna, umhverfismála og samgangna, auk þess að efla félagslega innviði á svæðum við Eystrasalt. Um áramót átti sjóðurinn útistandandi lán í 38 löndum. Þar á meðal hefur verið lánað til verkefna í Kína, Rússlandi og Brasilíu. Þess má geta að Íslendingar eiga 0,9 prósent í Norræna fjárfestingarbankanum. Hins vegar hafa um átta prósent af heildarútlánum sjóðsins ratað hingað til lands.
Undir smásjánni Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira