NBA í nótt: Phoenix og Dallas úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2008 09:42 Shaquille O'Neal gengur heldur niðurlútur af velli. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið er búið hjá þeim Shaquille O'Neal og Jason Kidd þar sem lið þeirra, Phoenix og Dallas, duttu úr leik í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í nótt. San Antonio vann Phoenix í nótt og New Orleans vann Dallas en báðum rimmunum lauk með 4-1 sigri. Þá vann Detroit sigur á Philadelphia og Houston fór létt með Utah. Þetta eru án efa mikil vonbrigði fyrir bæði þessi lið þar sem þau ákváðu seint á tímabilinu að fá til sín stjörnuleikmenn sem eru þó báðir komnir til ára sinna. Phoenix fékk Shaquille O'Neal og Dallas fékk Jason Kidd. San Antonio vann Phoenix, 92-87, en staðan var jöfn, 85-85, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. San Antonio reyndist sterkara á lokasprettinum. Phoenix tapaði boltanum einu sinni og klikkaði á tveimur þriggja stiga tilraunum á meðan að San Antonio sigldi fram úr með því að setja niður vítaköst. San Antonio hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en Phoenix átti góðan þriðja leikhluta og kom sér í forystu fyrir lokaleikhlutann. Hann var jafn og spennandi allt fram á lokamínúturnar. Tony Parker var með 31 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan bætti við 29 auk þess sem hann tók sautján fráköst. Boris Diaw var stigahæstur hjá Phoenix með 22 stig en fjórir aðrir leikmenn Phoenix skoruðu meira en tíu stig. San Antonio mætir nú New Orleans í næstu umferð en síðarnefnda liðið verður með heimavallarréttinn í þeirri rimmu. New Orleans vann Dallas, 99-94, eftir að hafa leitt í hálfleik, 54-39. Dallas náði sér hins vegar mun betur á strik í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í þrjú stig þegar aðeins 33 sekúndur voru til leiksloka. Peja Stojakovic var hins vegar öryggið uppmálað á vítalínunni er fimm sekúndur voru eftir og setti niður bæði vítaköstin og tryggði þar með fimm stiga sigur. Það var mikill hiti í mönnum undir lok leiksins en Jerry Stackhouse var vísað af vellinum þegar skammt var til leiksloka fyrir sína aðra tæknivillu í leiknum. Hann sló boltann úr höndum Chris Paul og reifst svo við David West í kjölfarið. Paul átti enn einn stórleikinn og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 24 stig, gaf fimmtán stoðsendingar og tók ellefu fráköst. West skoraði 25 stig. Stigahæstur hjá Dallas var Dirk Nowitski með 22 stig og þrettán fráköst. Houston vann Utah, 95-69, og minnkaði þar með muninn í rimmunni í 3-2. Utah getur þó enn klárað rimmuna á heimavelli á föstudagskvöldið. Utah er með sterkasta heimavöllinn í deildinni í ár en Houston virðist þó hafa ágætis tök á Utah í Salt Lake City. Liðið var fyrst til að vinna Utah þar í vetur og vann þriðja leikinn í rimmunni þar einnig. Sigurinn var afar öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en Tracy McGrady var stigahæstur með 29 stig, Luis Scola bætti við átján stigum auk þess sem hann tók tólf fráköst. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með nítján stig og tíu fráköst. Deron Williams skoraði þrettán stig og gaf sex stoðsendingar. Detroit vann Philadelphia, 98-81, og tók þar með forystuna í fyrsta skipti rimmunni, 3-2. Detroit getur klárað rimmuna í Philadelphia á fimmtudagskvöldið. Chauncey Billups skoraði 21 stig fyrir Detroit, Richard Hamilton 20 og Rasheed Wallace nítján. Stigahæstur hjá Philadelphia var Andre Iguodala með 21 stig. NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira
Tímabilið er búið hjá þeim Shaquille O'Neal og Jason Kidd þar sem lið þeirra, Phoenix og Dallas, duttu úr leik í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í nótt. San Antonio vann Phoenix í nótt og New Orleans vann Dallas en báðum rimmunum lauk með 4-1 sigri. Þá vann Detroit sigur á Philadelphia og Houston fór létt með Utah. Þetta eru án efa mikil vonbrigði fyrir bæði þessi lið þar sem þau ákváðu seint á tímabilinu að fá til sín stjörnuleikmenn sem eru þó báðir komnir til ára sinna. Phoenix fékk Shaquille O'Neal og Dallas fékk Jason Kidd. San Antonio vann Phoenix, 92-87, en staðan var jöfn, 85-85, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. San Antonio reyndist sterkara á lokasprettinum. Phoenix tapaði boltanum einu sinni og klikkaði á tveimur þriggja stiga tilraunum á meðan að San Antonio sigldi fram úr með því að setja niður vítaköst. San Antonio hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en Phoenix átti góðan þriðja leikhluta og kom sér í forystu fyrir lokaleikhlutann. Hann var jafn og spennandi allt fram á lokamínúturnar. Tony Parker var með 31 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan bætti við 29 auk þess sem hann tók sautján fráköst. Boris Diaw var stigahæstur hjá Phoenix með 22 stig en fjórir aðrir leikmenn Phoenix skoruðu meira en tíu stig. San Antonio mætir nú New Orleans í næstu umferð en síðarnefnda liðið verður með heimavallarréttinn í þeirri rimmu. New Orleans vann Dallas, 99-94, eftir að hafa leitt í hálfleik, 54-39. Dallas náði sér hins vegar mun betur á strik í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í þrjú stig þegar aðeins 33 sekúndur voru til leiksloka. Peja Stojakovic var hins vegar öryggið uppmálað á vítalínunni er fimm sekúndur voru eftir og setti niður bæði vítaköstin og tryggði þar með fimm stiga sigur. Það var mikill hiti í mönnum undir lok leiksins en Jerry Stackhouse var vísað af vellinum þegar skammt var til leiksloka fyrir sína aðra tæknivillu í leiknum. Hann sló boltann úr höndum Chris Paul og reifst svo við David West í kjölfarið. Paul átti enn einn stórleikinn og náði þrefaldri tvennu. Hann skoraði 24 stig, gaf fimmtán stoðsendingar og tók ellefu fráköst. West skoraði 25 stig. Stigahæstur hjá Dallas var Dirk Nowitski með 22 stig og þrettán fráköst. Houston vann Utah, 95-69, og minnkaði þar með muninn í rimmunni í 3-2. Utah getur þó enn klárað rimmuna á heimavelli á föstudagskvöldið. Utah er með sterkasta heimavöllinn í deildinni í ár en Houston virðist þó hafa ágætis tök á Utah í Salt Lake City. Liðið var fyrst til að vinna Utah þar í vetur og vann þriðja leikinn í rimmunni þar einnig. Sigurinn var afar öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en Tracy McGrady var stigahæstur með 29 stig, Luis Scola bætti við átján stigum auk þess sem hann tók tólf fráköst. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með nítján stig og tíu fráköst. Deron Williams skoraði þrettán stig og gaf sex stoðsendingar. Detroit vann Philadelphia, 98-81, og tók þar með forystuna í fyrsta skipti rimmunni, 3-2. Detroit getur klárað rimmuna í Philadelphia á fimmtudagskvöldið. Chauncey Billups skoraði 21 stig fyrir Detroit, Richard Hamilton 20 og Rasheed Wallace nítján. Stigahæstur hjá Philadelphia var Andre Iguodala með 21 stig.
NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Sjá meira