Grenjað á Bifröst Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 1. júní 2008 06:00 Ég fór á Kvennaráðstefnu í vikunni með vinkonum mínum, nánar tiltekið á tengslanet á Bifröst þar sem um fjögur hundruð konur komu saman. Fyrst fór ég á þessa ráðstefnu fyrir þremur árum, með mömmu og yngri dóttur minni sem þá var næstum sex vikna. Ég tók þátt í pallborði um samræmingu atvinnu og fjölskyldu og mér finnst það eitthvað svo skemmtilega lýsandi að mamma kom með mér til að passa yngri dótturina á meðan ég flutti erindið. Reyndar hefur mér fundist þetta vera kjarni málsins hvað varðar vinnu ungra foreldra. Samræming vinnu og fjölskyldu byggir mjög á því að eiga góða foreldra og tengdaforeldra og í minni fjölskyldu fá ömmur og afar öllsömul ágætiseinkunn fyrir samræmingu atvinnu og barnabarna. Skemmtilegar lausnir, eins og Vala Matt myndi orða það. Þær gagnrýnisraddir heyrast nefnilega æ oftar meðal ungra foreldra að nútímaamman sé ekki lengur blíðróma feitlagin kona, eplarjóð í kinnum af því að baka kleinur ofan í blessuð börnin, heldur séu ömmurnar sjálfar á framabraut og þess á milli uppteknar með „stelpunum" á opnunum og frumsýningum, gjarnan með hvítvínsglas í hendi. En mamma fékk sem sagt það hlutverk að gæta litlu dömunnar á meðan ég taldi mig halda innblásna ræðu. Þá hafði amman ekki lært tökin á litla barninu og mér skilst að hún svitni enn við að rifja atvikið upp. Hennar hlutskipti varð að ganga með organdi barn um gólf inni á einhverju bókasafninu á Bifröst, í þeirri von að yngsti gestur tengslanetsins yfirgnæfði ekki heilt pallborð kvenna. Amma Guðrún hafði þó mætt vopnuð til leiks, með pela, snuð og bleiu, en þetta fyrsta stefnumót stúlkubarnsins við pelann var með þeim hætti að hann var kolfelldur með öllum greiddum atkvæðum. Síðan höfum við talað um Bifrastarsyndróm þegar rætt er um fólk sem algjörlega hefur misst tökin í lífinu. Einhver gæti svo lagt merkingu í það að nú að þremur árum liðum þegar við mamma mættum aftur á tengslanet fór ég með mínum vinkonum en hún með föðursystur minni. Sennilega hefur hún metið stöðuna sem svo að minni líkur yrðu á því að hún þyrfti að fylgja henni Margréti föðursystur minni grenjandi inn á bókasafn. Sú varð reyndin og í ár var gleðin ein við völd á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun
Ég fór á Kvennaráðstefnu í vikunni með vinkonum mínum, nánar tiltekið á tengslanet á Bifröst þar sem um fjögur hundruð konur komu saman. Fyrst fór ég á þessa ráðstefnu fyrir þremur árum, með mömmu og yngri dóttur minni sem þá var næstum sex vikna. Ég tók þátt í pallborði um samræmingu atvinnu og fjölskyldu og mér finnst það eitthvað svo skemmtilega lýsandi að mamma kom með mér til að passa yngri dótturina á meðan ég flutti erindið. Reyndar hefur mér fundist þetta vera kjarni málsins hvað varðar vinnu ungra foreldra. Samræming vinnu og fjölskyldu byggir mjög á því að eiga góða foreldra og tengdaforeldra og í minni fjölskyldu fá ömmur og afar öllsömul ágætiseinkunn fyrir samræmingu atvinnu og barnabarna. Skemmtilegar lausnir, eins og Vala Matt myndi orða það. Þær gagnrýnisraddir heyrast nefnilega æ oftar meðal ungra foreldra að nútímaamman sé ekki lengur blíðróma feitlagin kona, eplarjóð í kinnum af því að baka kleinur ofan í blessuð börnin, heldur séu ömmurnar sjálfar á framabraut og þess á milli uppteknar með „stelpunum" á opnunum og frumsýningum, gjarnan með hvítvínsglas í hendi. En mamma fékk sem sagt það hlutverk að gæta litlu dömunnar á meðan ég taldi mig halda innblásna ræðu. Þá hafði amman ekki lært tökin á litla barninu og mér skilst að hún svitni enn við að rifja atvikið upp. Hennar hlutskipti varð að ganga með organdi barn um gólf inni á einhverju bókasafninu á Bifröst, í þeirri von að yngsti gestur tengslanetsins yfirgnæfði ekki heilt pallborð kvenna. Amma Guðrún hafði þó mætt vopnuð til leiks, með pela, snuð og bleiu, en þetta fyrsta stefnumót stúlkubarnsins við pelann var með þeim hætti að hann var kolfelldur með öllum greiddum atkvæðum. Síðan höfum við talað um Bifrastarsyndróm þegar rætt er um fólk sem algjörlega hefur misst tökin í lífinu. Einhver gæti svo lagt merkingu í það að nú að þremur árum liðum þegar við mamma mættum aftur á tengslanet fór ég með mínum vinkonum en hún með föðursystur minni. Sennilega hefur hún metið stöðuna sem svo að minni líkur yrðu á því að hún þyrfti að fylgja henni Margréti föðursystur minni grenjandi inn á bókasafn. Sú varð reyndin og í ár var gleðin ein við völd á Bifröst.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun