Hlynur: Nefið er í fínu lagi 8. apríl 2008 15:00 Hlynur fékk þungt högg á nefið í gær en slapp með lítinn skurð mynd/víkurfréttir "Ég er bara ágætur í nefinu. Ég fór upp á slysó í gær og beið þar í nokkra klukkutíma. Það var mjög gefandi," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells þegar Vísir spurði hann hvernig hann væri í nefinu eftir leikinn gegn Grindavík í gær. Hlynur lenti í hörðu samstuði við Jamaal Williams hjá Grindavík og óttuðust menn að hann væri nefbrotinn, því blóð flæddi úr nefi hans. Eins og sannur stríðsmaður sneri Hlynur aftur til leiks og kláraði dæmið með félögum sínum. Hann segir meiðslin ekki alvarleg. "Ég fékk bara smá skurð á nefið og það er allt í lagi með mig. Þetta var svolítið gott högg og ég hélt líka að ég væri nefbrotinn fyrst. Ég er nú ekki það góð skytta að það hefði verið óheppilegt fyrir mig að vera með einhverja grímu eða eitthvað svoleiðis," sagði Hlynur léttur í bragði. Snæfellingar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leiknum við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í gær og eiga næst heimaleik í Stykkishólmi. Margir vildu meina að Snæfellingar hefðu sloppið með skrekkinn í gær því heimamenn í Grindavík virtust vera með leikinn í hendi sér þegar skammt var til leiksloka. "Við vorum að tapa boltanum allt of mikið í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik, en við vorum að frákasta vel. Öll þessi sóknarfráköst hefðu átt að koma okkur í góða stöðu til að vinna leikinn en við eyddum því öllu út með öllum þessum töpuðu boltum," sagði Hlynur, en Snæfellingar töpuðu yfir 20 boltum í leiknum. Hann vill þó ekki meina að það hafi verið heppni að Snæfelli tæki fyrsta leikinn í einvíginu. "Eins og Svali Björgvinsson sagði svo skemmtilega - heppni er ekki til í íþróttum. Þú býrð til þína eigin heppni og þetta byggist mikið á því hvaða ákvarðanir þú eða mótherjar þínir taka. Ég ætla ekki að afsaka mig með heppni þegar ég tapa og ég geri það ekki heldur ef ég vinn. Ég nenni ekki að æfa allan veturinn ef útkoman ræðst af heppni," sagði Hlynur. Annar leikur Snæfells og Grindavíkur verður spilaður í Stykkishólmi á fimmtudagskvöldið og Hlynur og félagar vita hvað þeir þurfa að gera í þeim leik. "Við verðum að spila betri vörn en við gerðum í gær, passa upp á boltann og svo verðum við Justin Shouse að gæta betur að þeim Jamaal Williams og Adam Darboe - þá erum við í ágætum málum," sagði Hlynur, sem reiknar með að verði fullt út úr dyrum á fimmtudagskvöldið. Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
"Ég er bara ágætur í nefinu. Ég fór upp á slysó í gær og beið þar í nokkra klukkutíma. Það var mjög gefandi," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells þegar Vísir spurði hann hvernig hann væri í nefinu eftir leikinn gegn Grindavík í gær. Hlynur lenti í hörðu samstuði við Jamaal Williams hjá Grindavík og óttuðust menn að hann væri nefbrotinn, því blóð flæddi úr nefi hans. Eins og sannur stríðsmaður sneri Hlynur aftur til leiks og kláraði dæmið með félögum sínum. Hann segir meiðslin ekki alvarleg. "Ég fékk bara smá skurð á nefið og það er allt í lagi með mig. Þetta var svolítið gott högg og ég hélt líka að ég væri nefbrotinn fyrst. Ég er nú ekki það góð skytta að það hefði verið óheppilegt fyrir mig að vera með einhverja grímu eða eitthvað svoleiðis," sagði Hlynur léttur í bragði. Snæfellingar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leiknum við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í gær og eiga næst heimaleik í Stykkishólmi. Margir vildu meina að Snæfellingar hefðu sloppið með skrekkinn í gær því heimamenn í Grindavík virtust vera með leikinn í hendi sér þegar skammt var til leiksloka. "Við vorum að tapa boltanum allt of mikið í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik, en við vorum að frákasta vel. Öll þessi sóknarfráköst hefðu átt að koma okkur í góða stöðu til að vinna leikinn en við eyddum því öllu út með öllum þessum töpuðu boltum," sagði Hlynur, en Snæfellingar töpuðu yfir 20 boltum í leiknum. Hann vill þó ekki meina að það hafi verið heppni að Snæfelli tæki fyrsta leikinn í einvíginu. "Eins og Svali Björgvinsson sagði svo skemmtilega - heppni er ekki til í íþróttum. Þú býrð til þína eigin heppni og þetta byggist mikið á því hvaða ákvarðanir þú eða mótherjar þínir taka. Ég ætla ekki að afsaka mig með heppni þegar ég tapa og ég geri það ekki heldur ef ég vinn. Ég nenni ekki að æfa allan veturinn ef útkoman ræðst af heppni," sagði Hlynur. Annar leikur Snæfells og Grindavíkur verður spilaður í Stykkishólmi á fimmtudagskvöldið og Hlynur og félagar vita hvað þeir þurfa að gera í þeim leik. "Við verðum að spila betri vörn en við gerðum í gær, passa upp á boltann og svo verðum við Justin Shouse að gæta betur að þeim Jamaal Williams og Adam Darboe - þá erum við í ágætum málum," sagði Hlynur, sem reiknar með að verði fullt út úr dyrum á fimmtudagskvöldið.
Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira