Óeirðir vegna Tíbets breiðast út Óli Tynes skrifar 16. mars 2008 19:15 Tíbet naut í raun sjálfstæðis í marga áratugi þartil árið 1950 að Kínverjar sendu þangað her til að taka völdin. Árið 1959 gerðu Tíbetar uppreisn sem var barin niður með mikilli hörku. Það var sú uppreisn sem munkar voru að minnast síðastliðinn mánudag. Kínverjar brugðust aftur við af hörku og það leiddi til öldu mótmæla sem enn sér ekki fyrir endann á. Tíbetska útlagastjórnin í Indlandi segir að áttatíu manns hafi fallið í átökunum við kínversk stjórnvöld undanfarna daga og eru þeir þá ekki taldir með sem sagðir eru hafa fallið í dag. Lögreglan neitar því raunar að nokkur hafi verið skotinn til bana. Lhasa, höfuðborg Tíbet er nánast í herkví lögreglu- og hersveita. Íbúarnir hætta sér ekki út fyrir dyr. Í Kína sjálfu brutust hinsvegar út óeirðir. Lögreglan segir aðTíbetar hafi kastað bensínsprengjum og brennt niður lögreglustöð í Aba héraði sem á landamæri að Tíbet. Hermenn hafa verið sendir til þess að standa vörð um opinberar byggingar. Tíbet er stórt land, um hvær og hálf milljón ferkílómetrar. Það er ættjörð um sex milljóna Tíbeta. Þeir hafa sína eigin menningu sem er mjög ólík hinni kínversku. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbets vill láta rannsaka hvort þar er verið að framja menningarlegt þjóðarmorð með því að flytja þangað Kínverja í stórum stíl til þess að kæfa tíbetsku þjóðina. Margir frægir listamenn hafa tekið Tíbet upp á sína arma. Meðal þeirra er leikarinn Richard Gere, sem er góðvinur Dalais Lama. Björk Guðmundsdóttir olli líka talsverðu uppnámi í Kína þegar hún á dögunum tileinkaði Tíbet lag sitt Declare Independence. Erlent Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Tíbet naut í raun sjálfstæðis í marga áratugi þartil árið 1950 að Kínverjar sendu þangað her til að taka völdin. Árið 1959 gerðu Tíbetar uppreisn sem var barin niður með mikilli hörku. Það var sú uppreisn sem munkar voru að minnast síðastliðinn mánudag. Kínverjar brugðust aftur við af hörku og það leiddi til öldu mótmæla sem enn sér ekki fyrir endann á. Tíbetska útlagastjórnin í Indlandi segir að áttatíu manns hafi fallið í átökunum við kínversk stjórnvöld undanfarna daga og eru þeir þá ekki taldir með sem sagðir eru hafa fallið í dag. Lögreglan neitar því raunar að nokkur hafi verið skotinn til bana. Lhasa, höfuðborg Tíbet er nánast í herkví lögreglu- og hersveita. Íbúarnir hætta sér ekki út fyrir dyr. Í Kína sjálfu brutust hinsvegar út óeirðir. Lögreglan segir aðTíbetar hafi kastað bensínsprengjum og brennt niður lögreglustöð í Aba héraði sem á landamæri að Tíbet. Hermenn hafa verið sendir til þess að standa vörð um opinberar byggingar. Tíbet er stórt land, um hvær og hálf milljón ferkílómetrar. Það er ættjörð um sex milljóna Tíbeta. Þeir hafa sína eigin menningu sem er mjög ólík hinni kínversku. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbets vill láta rannsaka hvort þar er verið að framja menningarlegt þjóðarmorð með því að flytja þangað Kínverja í stórum stíl til þess að kæfa tíbetsku þjóðina. Margir frægir listamenn hafa tekið Tíbet upp á sína arma. Meðal þeirra er leikarinn Richard Gere, sem er góðvinur Dalais Lama. Björk Guðmundsdóttir olli líka talsverðu uppnámi í Kína þegar hún á dögunum tileinkaði Tíbet lag sitt Declare Independence.
Erlent Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira