KR heldur öðru sætinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2008 17:47 Valsarinn Signý Hermannsdóttir í leik gegn KR. Mynd/Valli Þó svo að Grindavík hafi unnið KR í dag voru það KR-ingar sem gátu leyft sér að fagna í lokin þar sem úrslit leiksins þýddu að KR myndi halda heimavallarréttinum í úrslitakeppninni sem er framundan. Síðustu tveir leikirnir í deildakappni Iceland Express-deild kvenna fóru fram í dag þar sem Grindavík og KR mættust í hreinum úrslitaleik um annað sæti deildarinnar og þar með heimavallarréttinn þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grindavík var tveimur stigum á eftir KR og þurfti að vinna með sextán stiga mun til að taka annað sætið af KR. Það munaði litlu að það tækist en það gekk mikið á lokamínútur leiksins. Grindavík náði að koma sér í fimmtán stiga forystu en á endanum náði KR að minnka aftur muninn og á endanum vann Grindavík með tólf stiga mun, 80-68. KR byrjaði þó betur í leiknum og var með sjö stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og fjögurra stiga forystu í hálfleik, 36-32. Heimamenn voru betri í seinni hálfleik en náðu ekki að vinna nægilega stóran sigur. Stigahæst hjá Grindavík var Tiffany Roberson með 40 stig en hún tók fjórtán fráköst þar að auki. Joanna Skiba skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Hjá KR var Candace Futrell stigahæst með 32 stig og hún tók þrettán fráköst í leiknum. Hildur Sigurðardóttir skoraði fimmtán stig og tók ellefu fráköst og Sigrún Ámundadóttir skoraði fjórtán stig og tók fimmtán fráköst. Leikurinn í dag var gríðarlega mikilvægur því það er líklegt að heimavallarrétturinn muni fleyta KR langt. Liðið hefur unnið alla leiki sína gegn Grindavík á heimavelli en tapað öllum sínum leikjum í Grindavík á tímabilinu. Keflavík mætir KR í hinum viðureigninni í úrslitakeppninni en í hinum leik dagsins vann Valur sigur á botnliði Fjölnis, 81-59. Staðan var jöfn í hálfleik, 40-40, en Valur tók svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik. Molly Peterman skoraði 37 stig fyrir Val og Signý Hermannsdóttir fimmtán stig auk þess sem hún tók tíu fráköst, varði átta skot og gaf sex stoðsendingar. Slavica Dimovska skoraði 28 stig fyrir Fjölni og Birna Eiríksdóttir tíu. Valur endaði í fimmta sæti deildrainnar með 20 stig, Hamar í því sjötta með tólf stig og Fjölnir varð í neðsta sæti með tvö stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Þó svo að Grindavík hafi unnið KR í dag voru það KR-ingar sem gátu leyft sér að fagna í lokin þar sem úrslit leiksins þýddu að KR myndi halda heimavallarréttinum í úrslitakeppninni sem er framundan. Síðustu tveir leikirnir í deildakappni Iceland Express-deild kvenna fóru fram í dag þar sem Grindavík og KR mættust í hreinum úrslitaleik um annað sæti deildarinnar og þar með heimavallarréttinn þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grindavík var tveimur stigum á eftir KR og þurfti að vinna með sextán stiga mun til að taka annað sætið af KR. Það munaði litlu að það tækist en það gekk mikið á lokamínútur leiksins. Grindavík náði að koma sér í fimmtán stiga forystu en á endanum náði KR að minnka aftur muninn og á endanum vann Grindavík með tólf stiga mun, 80-68. KR byrjaði þó betur í leiknum og var með sjö stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og fjögurra stiga forystu í hálfleik, 36-32. Heimamenn voru betri í seinni hálfleik en náðu ekki að vinna nægilega stóran sigur. Stigahæst hjá Grindavík var Tiffany Roberson með 40 stig en hún tók fjórtán fráköst þar að auki. Joanna Skiba skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í leiknum. Hjá KR var Candace Futrell stigahæst með 32 stig og hún tók þrettán fráköst í leiknum. Hildur Sigurðardóttir skoraði fimmtán stig og tók ellefu fráköst og Sigrún Ámundadóttir skoraði fjórtán stig og tók fimmtán fráköst. Leikurinn í dag var gríðarlega mikilvægur því það er líklegt að heimavallarrétturinn muni fleyta KR langt. Liðið hefur unnið alla leiki sína gegn Grindavík á heimavelli en tapað öllum sínum leikjum í Grindavík á tímabilinu. Keflavík mætir KR í hinum viðureigninni í úrslitakeppninni en í hinum leik dagsins vann Valur sigur á botnliði Fjölnis, 81-59. Staðan var jöfn í hálfleik, 40-40, en Valur tók svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik. Molly Peterman skoraði 37 stig fyrir Val og Signý Hermannsdóttir fimmtán stig auk þess sem hún tók tíu fráköst, varði átta skot og gaf sex stoðsendingar. Slavica Dimovska skoraði 28 stig fyrir Fjölni og Birna Eiríksdóttir tíu. Valur endaði í fimmta sæti deildrainnar með 20 stig, Hamar í því sjötta með tólf stig og Fjölnir varð í neðsta sæti með tvö stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira