Meistaradeildin: Arsenal vann AC Milan á Ítalíu Elvar Geir Magnússon skrifar 4. mars 2008 18:56 Úr viðureign AC Milan og Arsenal. Andrea Pirlo og Vassiriki Diaby eigast við. Ensku liðin Arsenal og Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Arsenal sýndi frábæra frammistöðu á Ítalíu og sló út núverandi Evrópumeistara. Þetta voru síðari leikir þessara liða í sextán liða úrslitum. Hér að neðan má sjá úrslitin í leikjunum en innan sviga er staðan eins og hún var samtals úr báðum viðureignum. Leikur Sevilla og Fenerbache fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni þar sem tyrkneska liðið bar sigur úr býtum.AC Milan - Arsenal 0-2 (Samtals: 0-2)Arsenal vann frækinn sigur á AC Milan. Liðið bjargaði á marklínu snemma leiks en það gerði Cesc Fabregas eftir horn. Þá fékk Pato dauðafæri eftir undirbúning Kaka en var of kærulaus og skot slappt. AC Milan byrjaði betur en svo komst Arsenal betur inn í leikinn og átti Fabregas skot í slá eftir rúmlega hálftíma leik. Markalaust í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Arsenal tvö mjög góð færi sem ekki nýttust. Fabregas kórónaði leik sinn með því að koma Arsenal yfir á 84. mínútu með skoti af löngu færi. Emmanuel Adebayor innsiglaði síðan verðskuldaðan sigur Arsenal eftir undirbúning Theo Walcott. Fyrsta mark Adebayor í Meistaradeildinni. Þetta var sögufrægur sigur enda í fyrsta sinn sem enskt lið vinnur AC Milan á San Siro.Barcelona - Celtic 1-0 (Samtals: 4-2)Það tók Börsunga aðeins þrjár mínútur að komast yfir en þá skoraði Xavi. Það reyndist eina mark leiksins og Barcelona örugglega áfram. Thierry Henry kom af bekknum á 38. mínútu í staðinn fyrir Messi sem meiddist. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekk Börsunga en kom inn sem varamaður á 82. mínútu fyrir markaskorarann Xavi. Cristiano Ronaldo skoraði. Man Utd - Lyon 1-0 (Samtals: 2-1)Manchester United hafði undirtökin í fyrri hálfleiknum og portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo braut ísinn fjórum mínútum fyrir hálfleik. 30 mörk í 30 leikjum hjá Ronaldo! Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka fékk United álitlega sókn en Wayne Rooney fór illa að ráði sínu. Skömmu síðar skaut Keita í stöngina á marki United. Annars var ekki mikið um færi í þessum leik og Manchester United kemst áfram í átta liða úrslitin.Sevilla - Fenerbache 3-2 (Samtals: 5-5)(Fenerbache áfram eftir sigur í vítakeppni) Daniel Alves kom spænska liðinu yfir á 5. mínútu og Keita bætti síðan við öðru marki. Bæði mörkin skrifast að stóru leyti á Volkan Demirel, markvörð tyrkneska liðsins. Fenerbache minnkaði muninn úr sinni fyrstu sókn en það gerði hinn brasilíski Deivid á 20. mínútu. Fyrir hálfleik bætti Sevilla síðan þriðja markinu við. Það skoraði Freddie Kanoute. Staðan 3-1 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Deivid sitt annað mark og minnkaði muninn fyrir Fenerbache í 3-2. Liðið vann fyrri leikinn með sama mun og því var framlengt. Ekkert var skorað í framlengingunni og því farið í vítaspyrnukeppni þar sem Fenerbache bar sigur úr býtum. Volkan markvörður Fenerbache bætti upp fyrir mistök sínum í leiknum og varði þrjár spyrnur. Gang vítaspyrnukeppninnar má sjá hér að neðan:1-0 Kanoute skorar1-1 Vederson skorar 1-1 Varið frá Escude 1-1 Varið frá Edu2-1 Dragutinovic skorar2-2 Aurelio skorar 2-2 Varið frá Maresca2-3 Kezman skorar 2-3 Varið frá Alves Þetta er í fyrsta sinn sem Fenerbache kemst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sjá meira
Ensku liðin Arsenal og Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Arsenal sýndi frábæra frammistöðu á Ítalíu og sló út núverandi Evrópumeistara. Þetta voru síðari leikir þessara liða í sextán liða úrslitum. Hér að neðan má sjá úrslitin í leikjunum en innan sviga er staðan eins og hún var samtals úr báðum viðureignum. Leikur Sevilla og Fenerbache fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni þar sem tyrkneska liðið bar sigur úr býtum.AC Milan - Arsenal 0-2 (Samtals: 0-2)Arsenal vann frækinn sigur á AC Milan. Liðið bjargaði á marklínu snemma leiks en það gerði Cesc Fabregas eftir horn. Þá fékk Pato dauðafæri eftir undirbúning Kaka en var of kærulaus og skot slappt. AC Milan byrjaði betur en svo komst Arsenal betur inn í leikinn og átti Fabregas skot í slá eftir rúmlega hálftíma leik. Markalaust í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Arsenal tvö mjög góð færi sem ekki nýttust. Fabregas kórónaði leik sinn með því að koma Arsenal yfir á 84. mínútu með skoti af löngu færi. Emmanuel Adebayor innsiglaði síðan verðskuldaðan sigur Arsenal eftir undirbúning Theo Walcott. Fyrsta mark Adebayor í Meistaradeildinni. Þetta var sögufrægur sigur enda í fyrsta sinn sem enskt lið vinnur AC Milan á San Siro.Barcelona - Celtic 1-0 (Samtals: 4-2)Það tók Börsunga aðeins þrjár mínútur að komast yfir en þá skoraði Xavi. Það reyndist eina mark leiksins og Barcelona örugglega áfram. Thierry Henry kom af bekknum á 38. mínútu í staðinn fyrir Messi sem meiddist. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekk Börsunga en kom inn sem varamaður á 82. mínútu fyrir markaskorarann Xavi. Cristiano Ronaldo skoraði. Man Utd - Lyon 1-0 (Samtals: 2-1)Manchester United hafði undirtökin í fyrri hálfleiknum og portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo braut ísinn fjórum mínútum fyrir hálfleik. 30 mörk í 30 leikjum hjá Ronaldo! Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka fékk United álitlega sókn en Wayne Rooney fór illa að ráði sínu. Skömmu síðar skaut Keita í stöngina á marki United. Annars var ekki mikið um færi í þessum leik og Manchester United kemst áfram í átta liða úrslitin.Sevilla - Fenerbache 3-2 (Samtals: 5-5)(Fenerbache áfram eftir sigur í vítakeppni) Daniel Alves kom spænska liðinu yfir á 5. mínútu og Keita bætti síðan við öðru marki. Bæði mörkin skrifast að stóru leyti á Volkan Demirel, markvörð tyrkneska liðsins. Fenerbache minnkaði muninn úr sinni fyrstu sókn en það gerði hinn brasilíski Deivid á 20. mínútu. Fyrir hálfleik bætti Sevilla síðan þriðja markinu við. Það skoraði Freddie Kanoute. Staðan 3-1 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Deivid sitt annað mark og minnkaði muninn fyrir Fenerbache í 3-2. Liðið vann fyrri leikinn með sama mun og því var framlengt. Ekkert var skorað í framlengingunni og því farið í vítaspyrnukeppni þar sem Fenerbache bar sigur úr býtum. Volkan markvörður Fenerbache bætti upp fyrir mistök sínum í leiknum og varði þrjár spyrnur. Gang vítaspyrnukeppninnar má sjá hér að neðan:1-0 Kanoute skorar1-1 Vederson skorar 1-1 Varið frá Escude 1-1 Varið frá Edu2-1 Dragutinovic skorar2-2 Aurelio skorar 2-2 Varið frá Maresca2-3 Kezman skorar 2-3 Varið frá Alves Þetta er í fyrsta sinn sem Fenerbache kemst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sjá meira