Lewis vill ekki sjá Tyson og Holyfield berjast aftur 2. mars 2008 13:54 AFP Fyrrum heimsmeistarinn Lennox Lewis frá Bretlandi vill ekki sjá þá Mike Tyson og Evander Holyfield mætast í hringnum í þriðja sinn eins og talað hefur verið um undanfarnar vikur. Holyfield hefur verið að reyna að ná endurkomu í þungaviktinni en tapaði síðasta bardaga sínum í haust. Mike Tyson hefur ekki barist alvöru bardaga í nokkur ár en hlaut þá skelfilega útreið. Mikið hefur verið talað um að reyna að koma á þriðja bardaga þeirra Tyson og Holyfield, en viðureignir þeirra á síðasta áratug voru í meira lagi skrautlegar eins og flestir muna. Lennox Lewis er alls ekki hrifinn af þessum hugmyndum. "Evander er augljóslega betri boxari og Tyson ætti ekki möguleika, en af hverju í ósköpunum myndi einhver vilja horfa á þá berjast? Það er hættulegt fyrir menn að berjast þegar þeir eru komnir svona yfir fertugt. Menn geta gert ákveðna hluti þegar þeir eru tvítugir en missa það þegar þeir koma yfir fertugt. Það er ekkert grín að fá högg frá 100 kílóa manni ef maður er ekki upp á sitt besta og þess vegna er ég hættur," sagði Lewis, sem sigraði þá báða á sínum tíma. Hann segist stundum hugsa til þess að snúa aftur, en segist hafa staðist þá freistingu. "Stundum horfi ég á menn berjast og hugsa með mér - hvað eru þessir menn að gera? Ég verð að sýna þeim hvernig á að gera þetta. En ég er hættur og farinn að snúa mér að öðru," sagði Lewis. Box Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn Lennox Lewis frá Bretlandi vill ekki sjá þá Mike Tyson og Evander Holyfield mætast í hringnum í þriðja sinn eins og talað hefur verið um undanfarnar vikur. Holyfield hefur verið að reyna að ná endurkomu í þungaviktinni en tapaði síðasta bardaga sínum í haust. Mike Tyson hefur ekki barist alvöru bardaga í nokkur ár en hlaut þá skelfilega útreið. Mikið hefur verið talað um að reyna að koma á þriðja bardaga þeirra Tyson og Holyfield, en viðureignir þeirra á síðasta áratug voru í meira lagi skrautlegar eins og flestir muna. Lennox Lewis er alls ekki hrifinn af þessum hugmyndum. "Evander er augljóslega betri boxari og Tyson ætti ekki möguleika, en af hverju í ósköpunum myndi einhver vilja horfa á þá berjast? Það er hættulegt fyrir menn að berjast þegar þeir eru komnir svona yfir fertugt. Menn geta gert ákveðna hluti þegar þeir eru tvítugir en missa það þegar þeir koma yfir fertugt. Það er ekkert grín að fá högg frá 100 kílóa manni ef maður er ekki upp á sitt besta og þess vegna er ég hættur," sagði Lewis, sem sigraði þá báða á sínum tíma. Hann segist stundum hugsa til þess að snúa aftur, en segist hafa staðist þá freistingu. "Stundum horfi ég á menn berjast og hugsa með mér - hvað eru þessir menn að gera? Ég verð að sýna þeim hvernig á að gera þetta. En ég er hættur og farinn að snúa mér að öðru," sagði Lewis.
Box Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira