Geir tekur ekki við landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2008 15:36 Geir Sveinsson tekur ekki við íslenska landsliðinu í handbolta. Nordic Photos / Getty Images Geir Sveinsson tekur ekki við landsliðinu í handbolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Geir hefur átt í viðræðum við HSÍ í tæpa viku eftir að ljóst varð að Dagur Sigurðsson myndi ekki taka við landsliðinu. Aron Kristjánsson hefur einnig verið orðaður við landsliðið en ekki hefur náðst í hann síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Eftir að hafa legið yfir þessu máli í fjóra daga og skoðað málið frá öllum hliðum hef ég ákveðið að taka ekki að mér starfið af persónulegum ástæðum," sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég er farinn inn á allt aðrar brautir í mínu lífi og snerist þessi ákvörðun að miklu leyti um hvort ég ætti að snúa mér aftur að handboltanum eða ekki. Það ásamt öðrum persónulegum ástæðum, vegna fjölskyldu og þess háttar, gerir það að verkum að ég treysti mér ekki í þetta." „Ef forsendur hefðu verið aðrar hefði ég sjálfsagt tekið þessu. Það eru spennandi tímar framundan, bæði hvað varðar Ólympíuleika og heimsmeistaramóti." Hann segist nú vera hættur afskiptum af handbolta. „Já, þess konar afskiptum eins og þetta starf snýst um. Ég efast um að ég muni nokkurn tímann taka upp þennan þráð á nýjan leik. Þess vegna tók ég mér þennan tíma til að íhuga málið því ef ég vildi koma mér út í þjálfun fengi ég ekki betra tækifæri en að þjálfa íslenska landsliðið. Nú er ég kominn á aðra braut og ég vissi að með því að afþakka þetta væri ég búinn að loka síðustu hurðinni." Geir segir að HSÍ hefði boðið sér starfið á fimmtudaginn í síðustu viku, skömmu eftir að Dagur hafi hafnað boði HSÍ um að taka að sér starf landsliðsþjálfara. Þar áður hafnaði Svíinn Magnus Andersson starfinu. „Ég get haft áhyggjur af því að HSÍ hafi fengið þrjár neitanir í röð. Ég verð fyrst og fremst að hugsa um mína fjölskyldu. Ég hef þó alltaf borið hag handboltans fyrir brjósti og verið tilbúinn að gera mikið fyrir íþróttina. Ég hef til dæmis unnið heilmikið fyrir Val í gegnum tíðina." Aðspurður um hvort hann sé bitur í dag vegna þess að honum hafi ekki verið boðið starfið þegar Viggó Sigurðsson var ráðinn segir Geir svo alls ekki vera. „Fólk tekur bara sínar ákvarðanir út frá sínum forsendum. Ég hef hins vegar sagt við Gúnda (Guðmund Á. Ingvarsson, formann HSÍ), með fullri virðingu fyrir Viggó, að í þeirri stöðu hafi hann valið næstbesta kostinn." „Vissulega rennur manni blóðið til skyldunnar en það eru ákveðnar ástæður fyrir því að þetta varð lendingin." Innlendar Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Geir Sveinsson tekur ekki við landsliðinu í handbolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Geir hefur átt í viðræðum við HSÍ í tæpa viku eftir að ljóst varð að Dagur Sigurðsson myndi ekki taka við landsliðinu. Aron Kristjánsson hefur einnig verið orðaður við landsliðið en ekki hefur náðst í hann síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Eftir að hafa legið yfir þessu máli í fjóra daga og skoðað málið frá öllum hliðum hef ég ákveðið að taka ekki að mér starfið af persónulegum ástæðum," sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég er farinn inn á allt aðrar brautir í mínu lífi og snerist þessi ákvörðun að miklu leyti um hvort ég ætti að snúa mér aftur að handboltanum eða ekki. Það ásamt öðrum persónulegum ástæðum, vegna fjölskyldu og þess háttar, gerir það að verkum að ég treysti mér ekki í þetta." „Ef forsendur hefðu verið aðrar hefði ég sjálfsagt tekið þessu. Það eru spennandi tímar framundan, bæði hvað varðar Ólympíuleika og heimsmeistaramóti." Hann segist nú vera hættur afskiptum af handbolta. „Já, þess konar afskiptum eins og þetta starf snýst um. Ég efast um að ég muni nokkurn tímann taka upp þennan þráð á nýjan leik. Þess vegna tók ég mér þennan tíma til að íhuga málið því ef ég vildi koma mér út í þjálfun fengi ég ekki betra tækifæri en að þjálfa íslenska landsliðið. Nú er ég kominn á aðra braut og ég vissi að með því að afþakka þetta væri ég búinn að loka síðustu hurðinni." Geir segir að HSÍ hefði boðið sér starfið á fimmtudaginn í síðustu viku, skömmu eftir að Dagur hafi hafnað boði HSÍ um að taka að sér starf landsliðsþjálfara. Þar áður hafnaði Svíinn Magnus Andersson starfinu. „Ég get haft áhyggjur af því að HSÍ hafi fengið þrjár neitanir í röð. Ég verð fyrst og fremst að hugsa um mína fjölskyldu. Ég hef þó alltaf borið hag handboltans fyrir brjósti og verið tilbúinn að gera mikið fyrir íþróttina. Ég hef til dæmis unnið heilmikið fyrir Val í gegnum tíðina." Aðspurður um hvort hann sé bitur í dag vegna þess að honum hafi ekki verið boðið starfið þegar Viggó Sigurðsson var ráðinn segir Geir svo alls ekki vera. „Fólk tekur bara sínar ákvarðanir út frá sínum forsendum. Ég hef hins vegar sagt við Gúnda (Guðmund Á. Ingvarsson, formann HSÍ), með fullri virðingu fyrir Viggó, að í þeirri stöðu hafi hann valið næstbesta kostinn." „Vissulega rennur manni blóðið til skyldunnar en það eru ákveðnar ástæður fyrir því að þetta varð lendingin."
Innlendar Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira