Mín Madonna 15. febrúar 2008 22:56 Lengi vel hélt ég að Madonna væri söngkona. Hafði svo sem aldri miklar mætur á henni. Og þykir vart enn. En mín Madonna er skíðasvæði. Nánar tiltekið í ítölsku Ölpunum. Lítill, já verulega lítill snotur skíðabær í 1500 metra hæð ysm þar sem póstkortin blasa við manni á hverju götuhorni. Ég er að fara þangað í fyrramál. Vikutími. Óttast mest að skíðin mín beri ekki lengur þessi tæpu hundrað kíló sem ég er orðinn. Tæpu, vel að merkja. Mun fara hægt, fyrsta daginn. Afar hægt. Enda að verða gamall. Nokkuð gamall. Auðvitað verður þetta yndislegt. Ég sendi lesendum póst, vonandi heilan og ekki brotinn ... um það hvernig þessum tæpu hundrað kílóum farnast í stórum hundrað sentimetra þykkum púðursnjónum ... Madonna já, mín Madonna ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun
Lengi vel hélt ég að Madonna væri söngkona. Hafði svo sem aldri miklar mætur á henni. Og þykir vart enn. En mín Madonna er skíðasvæði. Nánar tiltekið í ítölsku Ölpunum. Lítill, já verulega lítill snotur skíðabær í 1500 metra hæð ysm þar sem póstkortin blasa við manni á hverju götuhorni. Ég er að fara þangað í fyrramál. Vikutími. Óttast mest að skíðin mín beri ekki lengur þessi tæpu hundrað kíló sem ég er orðinn. Tæpu, vel að merkja. Mun fara hægt, fyrsta daginn. Afar hægt. Enda að verða gamall. Nokkuð gamall. Auðvitað verður þetta yndislegt. Ég sendi lesendum póst, vonandi heilan og ekki brotinn ... um það hvernig þessum tæpu hundrað kílóum farnast í stórum hundrað sentimetra þykkum púðursnjónum ... Madonna já, mín Madonna ... -SER.