Fannar verður með KR í kvöld - Hlakkar til að mæta Keflvíkingum 15. febrúar 2008 14:32 Fannar segir fyrrum félaga sína hafa verið full góða með sig eftir fyrri leik liðanna Fyrirliðinn Fannar Ólafsson verður í leikmannahópi KR í fyrsta skipti á árinu í kvöld þegar Íslandsmeistararnir taka á móti fyrrum félögum hans í Keflavík í Iceland Express deildinni. Hér er um sannkallaðan toppslag að ræða. "Já, ég ætla að reyna að spila í kvöld," sagði Fannar í samtali við Vísi í dag. "Ég er búinn að vera að æfa núna í viku og okkur sýnist að þetta muni ganga upp. Ég er að vísu að þessu í hálfgerðri óþökk við sjúkraþjálfarann því ég er næstum tveimur vikum á undan áætlun. Það er eiginlega of gott til að vera satt að maður skuli koma aftur fyrir leikinn gegn Keflavík," sagði Fannar léttur í bragði. Hann hefur ekki komið við sögu hjá KR á þessu ári vegna hnémeiðsla, sem síðar leiddu til þess að hann meiddist lítillega á hásin. Hann hefur verið í strangri meðferð hjá sérfræðingi undanfarnar fjórar til fimm vikur og segist nú finna sig mun betur. "Ég vonast til að geta spilað kannski 15-20 mínútur ef skrokkurinn leyfir í kvöld, en maður finnur það þegar maður byrjar að spila. Það er allt annað að spila á æfingum eða í leikjum," sagði Fannar. Hann reiknar með hörkuleik og góðri mætingu á leikinn í DHL höllinni í kvöld. "Þetta er auðvitað slagur um efsta sætið og við þurfum reyndar að vinna þá ansi stórt ef við ætlum okkur það," sagði Fannar, en hann er ekki búinn að gleyma skotum fyrrum félaga sinna eftir 22 stiga sigur Keflvíkinga í fyrri viðureign liðanna í deildinni. "Ég hlakka til að spila á móti gömlu félögunum og það var heilmikill "rusltal" sem flaug hjá þeim í fyrri leiknum og eðlilega. Við vorum að spila illa og það verður gaman að svara fyrir það í kvöld - þeir voru orðnir aðeins of góðir með sig í fyrri leiknum," sagði Fannar í léttum dúr, greinilega feginn að vera kominn aftur í slaginn. Stórleikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Fyrirliðinn Fannar Ólafsson verður í leikmannahópi KR í fyrsta skipti á árinu í kvöld þegar Íslandsmeistararnir taka á móti fyrrum félögum hans í Keflavík í Iceland Express deildinni. Hér er um sannkallaðan toppslag að ræða. "Já, ég ætla að reyna að spila í kvöld," sagði Fannar í samtali við Vísi í dag. "Ég er búinn að vera að æfa núna í viku og okkur sýnist að þetta muni ganga upp. Ég er að vísu að þessu í hálfgerðri óþökk við sjúkraþjálfarann því ég er næstum tveimur vikum á undan áætlun. Það er eiginlega of gott til að vera satt að maður skuli koma aftur fyrir leikinn gegn Keflavík," sagði Fannar léttur í bragði. Hann hefur ekki komið við sögu hjá KR á þessu ári vegna hnémeiðsla, sem síðar leiddu til þess að hann meiddist lítillega á hásin. Hann hefur verið í strangri meðferð hjá sérfræðingi undanfarnar fjórar til fimm vikur og segist nú finna sig mun betur. "Ég vonast til að geta spilað kannski 15-20 mínútur ef skrokkurinn leyfir í kvöld, en maður finnur það þegar maður byrjar að spila. Það er allt annað að spila á æfingum eða í leikjum," sagði Fannar. Hann reiknar með hörkuleik og góðri mætingu á leikinn í DHL höllinni í kvöld. "Þetta er auðvitað slagur um efsta sætið og við þurfum reyndar að vinna þá ansi stórt ef við ætlum okkur það," sagði Fannar, en hann er ekki búinn að gleyma skotum fyrrum félaga sinna eftir 22 stiga sigur Keflvíkinga í fyrri viðureign liðanna í deildinni. "Ég hlakka til að spila á móti gömlu félögunum og það var heilmikill "rusltal" sem flaug hjá þeim í fyrri leiknum og eðlilega. Við vorum að spila illa og það verður gaman að svara fyrir það í kvöld - þeir voru orðnir aðeins of góðir með sig í fyrri leiknum," sagði Fannar í léttum dúr, greinilega feginn að vera kominn aftur í slaginn. Stórleikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira