NBA í nótt: Lakers á flugi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2008 09:15 Kobe Bryant gat leyft sér að brosa í nótt. Nordic Photos / Getty Images Allt virðist ganga LA Lakers í haginn eftir að Pau Gasol gekk til liðs við félagið en félagið vann sinn þriðja útivallarsigur í röð í nótt. Lakers vann Charlotte Bobcats, 106-97. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og Pau Gasol 26 stig. Þeir virðast ná afar vel saman á vellinum enda sjálfsagt fáir jafn ánægðir með komu Gasol og Bryant sjálfur. „Hin liðin þurfa nú að hafa mikið fyrir okkur eftir að Pau kom til okkar," sagði Bryant. Lakers setti þó ekki gallalausa sýningu á svið í gær og var nærri búið að gefa alla forystuna frá sér er Charlotte skoraði þrettán stig í röð í fjórða leikhluta og minnkaði muninn í 89-86. En þá tók Bryant til sinna mála og kláraði í raun leikinn fyrir Lakers. Þetta var líka þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Raymond Felton skoraði 29 stig fyrir Charlotte og gaf þar að auki átta stoðsendingar. Nazr Mohammad skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst. Houston vann góðan sigur á Portland, 95-83. Yao Ming skoraði 25 stig í leiknum og stýrði sínum mönnum í Houston til síns sjöunda sigurs í röð. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig fyrir Portland en Brandon Roy lék á nýjan leik með liðinu eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna dauðsfalls í fjölskyldu hans. Cleveland vann Orlando á útivelli, 118-111. Larry Hughes minnti rækilega á sig og skoraði 40 stig og LeBron James var með 29 stig, tíu stoðsendingar og sjö fráköst. San Antonio vann fimm stiga sigur á Toronto á útivelli, 93-88. Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Hann tók einnig fimmtán fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Philadelphia vann sinn fjórða leik í röð, í þetta sinn á Dallas, 84-76. Andre Miller skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Golden State vann Washington, 120-117, er Stephen Jackson skoraði 41 stig fyrir fyrrnefnda liðið - þar af sextán í fjórða leikhluta en Golden State var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Þetta var áttundi tapleikur Washington í röð. LA Clippers vann sjö stiga sigur á Milwaukee, 96-89. NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira
Allt virðist ganga LA Lakers í haginn eftir að Pau Gasol gekk til liðs við félagið en félagið vann sinn þriðja útivallarsigur í röð í nótt. Lakers vann Charlotte Bobcats, 106-97. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og Pau Gasol 26 stig. Þeir virðast ná afar vel saman á vellinum enda sjálfsagt fáir jafn ánægðir með komu Gasol og Bryant sjálfur. „Hin liðin þurfa nú að hafa mikið fyrir okkur eftir að Pau kom til okkar," sagði Bryant. Lakers setti þó ekki gallalausa sýningu á svið í gær og var nærri búið að gefa alla forystuna frá sér er Charlotte skoraði þrettán stig í röð í fjórða leikhluta og minnkaði muninn í 89-86. En þá tók Bryant til sinna mála og kláraði í raun leikinn fyrir Lakers. Þetta var líka þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Raymond Felton skoraði 29 stig fyrir Charlotte og gaf þar að auki átta stoðsendingar. Nazr Mohammad skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst. Houston vann góðan sigur á Portland, 95-83. Yao Ming skoraði 25 stig í leiknum og stýrði sínum mönnum í Houston til síns sjöunda sigurs í röð. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig fyrir Portland en Brandon Roy lék á nýjan leik með liðinu eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna dauðsfalls í fjölskyldu hans. Cleveland vann Orlando á útivelli, 118-111. Larry Hughes minnti rækilega á sig og skoraði 40 stig og LeBron James var með 29 stig, tíu stoðsendingar og sjö fráköst. San Antonio vann fimm stiga sigur á Toronto á útivelli, 93-88. Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Hann tók einnig fimmtán fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Philadelphia vann sinn fjórða leik í röð, í þetta sinn á Dallas, 84-76. Andre Miller skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Golden State vann Washington, 120-117, er Stephen Jackson skoraði 41 stig fyrir fyrrnefnda liðið - þar af sextán í fjórða leikhluta en Golden State var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Þetta var áttundi tapleikur Washington í röð. LA Clippers vann sjö stiga sigur á Milwaukee, 96-89.
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira