"Vil ekki tjá mig" Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 11. febrúar 2008 07:00 Þöggun er virkt og máttugt valdatæki í samskiptum fólks. Að þegja málin í hel er alkunn aðferð í mannlegu samfélagi. Oftast er þessari aðferð beitt til að koma aðilum undan ábyrgð og ákvörðun. Þöggunin er flótti þess sem þegir og í skjóli valdastöðu kemst málsaðilinn oft upp með þóttafulla afstöðu sína - því í þögninni felst alltaf afstaða, hún er bara svo óþægileg að það er betra að láta hana ekki uppi. En vandamálin gufa sjaldan upp þótt sá sem í vandanum er staddur kjósi að láta þögnina eina uppi. Í hartnær þrjá sólarhringa hafa valdamenn Sjálfstæðisflokksins kosið að þegja um þann vanda sem kominn er upp í þeirra röðum hér í Reykjavík. Oddviti þeirra er rúinn trausti kjósenda í Reykjavík, hann hefur á opinberum vettvangi misstigið sig sinn eftir sinn, játað á sig afglöp í starfi fyrir umbjóðendur sína, sýnt dæmalausan dómgreindarskort í verkum sínum, eins og félagar hans í borgarstjórn Reykjavíkur úr öllum flokkum hafa sýnt fram á í opinberri úttekt á framgangi hins svokallaða REI-máls. Síðustu mistök hans í viðtali við Kastljós voru punktur yfir i, lokahnykkur á opinberum ferli. Mætti halda. En Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ætlar ekki að taka á því máli, hvorki í orði né verki. Ráðherrar, þingmenn og kjörnir fulltrúar í borgarstjórn „tjá sig ekki um málið" ef þá næst í þá. Þeir fáu sem hafa sýnt Reykvíkingum, kjósendum og landsmönnum öllum þá kurteisi að tala við fjölmiðla, svara í raun engu, hvorki um eigin afstöðu, né efnisatriði málsins eins og það stendur nú. Enda vandinn ekki leystur: fari svo sem nú horfir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson telji sér og umbjóðendum sínum hollast að hann sitji áfram sem kjörinn fulltrúi í öllum ábyrgðarstöðum á vegum sjálfstæðismanna í Reykjavík er sá vandi sem hann hefur skapað með dómgreindarskorti sínum viðvarandi og mun spilla öllum störfum kjörinna fulltrúa í Reykjavík. Það lýsir miklum valdhroka borgarfulltrúans og afar slökum siðlegum kröfum í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem sorglegt er að horfa upp á. Er fram í sækir mun það spilla starfi í borgarstjórn og skaða hagsmuni Reykvíkinga þegar til lengri tíma er litið. Það er ein hlið málsins. Þöggunin er önnur. Kjósendur eiga alltaf fullan rétt á að kjörnir fulltrúar þeirra veiti hreinskilnisleg svör um stöðu mála innan sveitarstjórna. Kjósendur eiga fullan rétt á að álitamál og deilumál séu kynnt og reifuð, þótt enn sé ekki komin fram samstaða um niðurstöður. Og skiptir þá minnstu hvort málin eru stór eða smá. Kjörnir fulltrúar hafa enga þá helgi sem réttlætir það framferði sem sjálfstæðismenn hafa sýnt liðna sólarhringa. Þeim ber að sýna kjósendum sínum og öðrum borgarbúum þá virðingu, þeir eiga að virða okkur svars. Engar aðstæður réttlæta þögn síðustu sólarhringa, jafnvel þótt sjálfstæðismenn viti ekkert hvað þeir vilja, viti ekkert hvað þeir geta með sinn handónýta oddvita. Ekki nema fulltrúar sjálfstæðismanna vilji hætta hinu forna höfuðbóli, Reykjavík, og veðji framtíð flokksins hér um slóðir á þennan eina mann og telji hann nú traustsins verðan. Ef það er afstaða þeirra ætti það heldur ekki að vera feimnismál og liggja í þagnargildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun
Þöggun er virkt og máttugt valdatæki í samskiptum fólks. Að þegja málin í hel er alkunn aðferð í mannlegu samfélagi. Oftast er þessari aðferð beitt til að koma aðilum undan ábyrgð og ákvörðun. Þöggunin er flótti þess sem þegir og í skjóli valdastöðu kemst málsaðilinn oft upp með þóttafulla afstöðu sína - því í þögninni felst alltaf afstaða, hún er bara svo óþægileg að það er betra að láta hana ekki uppi. En vandamálin gufa sjaldan upp þótt sá sem í vandanum er staddur kjósi að láta þögnina eina uppi. Í hartnær þrjá sólarhringa hafa valdamenn Sjálfstæðisflokksins kosið að þegja um þann vanda sem kominn er upp í þeirra röðum hér í Reykjavík. Oddviti þeirra er rúinn trausti kjósenda í Reykjavík, hann hefur á opinberum vettvangi misstigið sig sinn eftir sinn, játað á sig afglöp í starfi fyrir umbjóðendur sína, sýnt dæmalausan dómgreindarskort í verkum sínum, eins og félagar hans í borgarstjórn Reykjavíkur úr öllum flokkum hafa sýnt fram á í opinberri úttekt á framgangi hins svokallaða REI-máls. Síðustu mistök hans í viðtali við Kastljós voru punktur yfir i, lokahnykkur á opinberum ferli. Mætti halda. En Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ætlar ekki að taka á því máli, hvorki í orði né verki. Ráðherrar, þingmenn og kjörnir fulltrúar í borgarstjórn „tjá sig ekki um málið" ef þá næst í þá. Þeir fáu sem hafa sýnt Reykvíkingum, kjósendum og landsmönnum öllum þá kurteisi að tala við fjölmiðla, svara í raun engu, hvorki um eigin afstöðu, né efnisatriði málsins eins og það stendur nú. Enda vandinn ekki leystur: fari svo sem nú horfir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson telji sér og umbjóðendum sínum hollast að hann sitji áfram sem kjörinn fulltrúi í öllum ábyrgðarstöðum á vegum sjálfstæðismanna í Reykjavík er sá vandi sem hann hefur skapað með dómgreindarskorti sínum viðvarandi og mun spilla öllum störfum kjörinna fulltrúa í Reykjavík. Það lýsir miklum valdhroka borgarfulltrúans og afar slökum siðlegum kröfum í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem sorglegt er að horfa upp á. Er fram í sækir mun það spilla starfi í borgarstjórn og skaða hagsmuni Reykvíkinga þegar til lengri tíma er litið. Það er ein hlið málsins. Þöggunin er önnur. Kjósendur eiga alltaf fullan rétt á að kjörnir fulltrúar þeirra veiti hreinskilnisleg svör um stöðu mála innan sveitarstjórna. Kjósendur eiga fullan rétt á að álitamál og deilumál séu kynnt og reifuð, þótt enn sé ekki komin fram samstaða um niðurstöður. Og skiptir þá minnstu hvort málin eru stór eða smá. Kjörnir fulltrúar hafa enga þá helgi sem réttlætir það framferði sem sjálfstæðismenn hafa sýnt liðna sólarhringa. Þeim ber að sýna kjósendum sínum og öðrum borgarbúum þá virðingu, þeir eiga að virða okkur svars. Engar aðstæður réttlæta þögn síðustu sólarhringa, jafnvel þótt sjálfstæðismenn viti ekkert hvað þeir vilja, viti ekkert hvað þeir geta með sinn handónýta oddvita. Ekki nema fulltrúar sjálfstæðismanna vilji hætta hinu forna höfuðbóli, Reykjavík, og veðji framtíð flokksins hér um slóðir á þennan eina mann og telji hann nú traustsins verðan. Ef það er afstaða þeirra ætti það heldur ekki að vera feimnismál og liggja í þagnargildi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun