Sigurjón Þ. Árnason í Mannamáli 8. febrúar 2008 17:06 Þéttur Mannamálsþáttur hjá mér á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Sigurjón Þorvaldur Árnason, bankastjóri Landsbankans, líklega vaskasti bankamaður landsins. Hef rætt við þennan ástríðufulla peningamann síðustu daga - og það veður á karli; honum er lagið að útskýra tiltölulega flókna hluti á mannamáli, sem er ekki öllum gefið. Vitaskuld ræðum við um fjármáladífuna, evruna, krónuna og nagandi baktal skandinava um meinta hallærið á Íslandi. Ritstjórar tveggja vinsælustu dagblaðanna koma líka til mín, þeir Jón Kaldal frá Fréttablaðinu og Ólafur Stephensen frá 24 stundum, til að ræða ófarir Moggans sem kominn er í þriðja sætið yfir mest lesnu blöðin; ja, nú er hún Snorrabúð stekkur - eða hvað? Hvað getur Mogginn gert? Harðnað enn í pólitísku heiftinni? Einar Már og Gerður Kristný verða svo á sínum póstum - og tala tungum. Allt saman í opinni dagskrá strax eftir fréttir á sunnudag. Takk fyrirfram, fyrir að horfa ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þéttur Mannamálsþáttur hjá mér á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Sigurjón Þorvaldur Árnason, bankastjóri Landsbankans, líklega vaskasti bankamaður landsins. Hef rætt við þennan ástríðufulla peningamann síðustu daga - og það veður á karli; honum er lagið að útskýra tiltölulega flókna hluti á mannamáli, sem er ekki öllum gefið. Vitaskuld ræðum við um fjármáladífuna, evruna, krónuna og nagandi baktal skandinava um meinta hallærið á Íslandi. Ritstjórar tveggja vinsælustu dagblaðanna koma líka til mín, þeir Jón Kaldal frá Fréttablaðinu og Ólafur Stephensen frá 24 stundum, til að ræða ófarir Moggans sem kominn er í þriðja sætið yfir mest lesnu blöðin; ja, nú er hún Snorrabúð stekkur - eða hvað? Hvað getur Mogginn gert? Harðnað enn í pólitísku heiftinni? Einar Már og Gerður Kristný verða svo á sínum póstum - og tala tungum. Allt saman í opinni dagskrá strax eftir fréttir á sunnudag. Takk fyrirfram, fyrir að horfa ... -SER.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun