Sigurjón Þ. Árnason í Mannamáli 8. febrúar 2008 17:06 Þéttur Mannamálsþáttur hjá mér á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Sigurjón Þorvaldur Árnason, bankastjóri Landsbankans, líklega vaskasti bankamaður landsins. Hef rætt við þennan ástríðufulla peningamann síðustu daga - og það veður á karli; honum er lagið að útskýra tiltölulega flókna hluti á mannamáli, sem er ekki öllum gefið. Vitaskuld ræðum við um fjármáladífuna, evruna, krónuna og nagandi baktal skandinava um meinta hallærið á Íslandi. Ritstjórar tveggja vinsælustu dagblaðanna koma líka til mín, þeir Jón Kaldal frá Fréttablaðinu og Ólafur Stephensen frá 24 stundum, til að ræða ófarir Moggans sem kominn er í þriðja sætið yfir mest lesnu blöðin; ja, nú er hún Snorrabúð stekkur - eða hvað? Hvað getur Mogginn gert? Harðnað enn í pólitísku heiftinni? Einar Már og Gerður Kristný verða svo á sínum póstum - og tala tungum. Allt saman í opinni dagskrá strax eftir fréttir á sunnudag. Takk fyrirfram, fyrir að horfa ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Þéttur Mannamálsþáttur hjá mér á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Sigurjón Þorvaldur Árnason, bankastjóri Landsbankans, líklega vaskasti bankamaður landsins. Hef rætt við þennan ástríðufulla peningamann síðustu daga - og það veður á karli; honum er lagið að útskýra tiltölulega flókna hluti á mannamáli, sem er ekki öllum gefið. Vitaskuld ræðum við um fjármáladífuna, evruna, krónuna og nagandi baktal skandinava um meinta hallærið á Íslandi. Ritstjórar tveggja vinsælustu dagblaðanna koma líka til mín, þeir Jón Kaldal frá Fréttablaðinu og Ólafur Stephensen frá 24 stundum, til að ræða ófarir Moggans sem kominn er í þriðja sætið yfir mest lesnu blöðin; ja, nú er hún Snorrabúð stekkur - eða hvað? Hvað getur Mogginn gert? Harðnað enn í pólitísku heiftinni? Einar Már og Gerður Kristný verða svo á sínum póstum - og tala tungum. Allt saman í opinni dagskrá strax eftir fréttir á sunnudag. Takk fyrirfram, fyrir að horfa ... -SER.