Seattle lagði San Antonio 30. janúar 2008 09:31 Nýliðinn Kevin Durant keyrir á Tim Duncan í nótt Nordic Photos / Getty Images Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem óvæntustu tíðindin gerðust í Seattle. Heimamenn unnu þar aðeins sinn tíunda leik í allan vetur þegar þeir skelltu meisturum San Antonio 88-85. San Antonio spilaði án leikstjórnandans Tony Parker, en hann er með beinflísar í öðrum hælnum og fer í myndatöku í dag. Óvíst er hve lengi hann verður frá keppni, en meiðsli hans koma á slæmum tíma fyrir San Antonio sem tapaði þarna þriðja leik sínum í röð. Seattle stöðvaði 14 leikja taphrinu sem var sú lengsta í sögu félagsins. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 26 stig fyrir Seattle í nótt en Manu Ginobili skoraði 29 stig fyrir San Antonio. Detroit lagði Indiana 110-104 á útivelli og vann þar þriðja leik sinn í röð eftir þrjú töp í röð í leikjunum þar á undan. Rasheed Wallace skoraði 24 stig fyrir Detroit en Mike Dunleavy skoraði 25 fyrir Indiana. Washington vann góðan sigur á Toronto 108-104 eftir framlengdan leik. Chris Bosh skoraði 37 stig og hirti 12 fráköst fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison skoraði 24 stig og hirti 20 fráköst fyrir Washington sem var án Caron Butler í leiknum. Boston rótburstaði Miami á útivelli 117-87 þrátt fyrir að vera án Kevin Garnett og Ray Allen. Leon Powe skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Boston og Rajon Rondo skoraði 23 stig. Mark Blount skoraði 20 stig Miami sem hitti aðeins úr 35,9% skota sinna í leiknum. Þar af skoraði Dwyane Wade aðeins 7 stig og hitti úr 1 af 9 skotum sínum. New Jersey náði loks að stöðva níu leikja taphrinu sína með 87-80 sigri á Milwaukee á heimavelli. Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir New Jersey en Royal Ivey var með 19 stig fyrir Milwaukee í fjarveru Michael Redd. Chicago lagði Minnesota 96-85 þar sem Kirk Hinrich skoraði 27 stig fyrir heimamenn en Al Jefferson skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Houston lagði Golden State á heimavelli 111-107 með hjálp stórleiks Yao Ming. Kínverjinn skoraði 36 stig og hirti 19 fráköst. Stephen Jackson skoraði 25 stig fyrir Golden State. Phoenix burstaði Atlanta á heimavelli 125-92. Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Marvin Williams var með 18 stig hjá Atlanta. Loks vann LA Lakers sigur á New York 120-109 á heimavelli. Kobe Bryant átti fínan leik hjá Lakers og skoraði 24 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York, Nate Robinson skoraði 22 stig og gaf 9 stðsendingar og David Lee skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA Smelltu hér til að skoða NBA bloggið á Vísi NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem óvæntustu tíðindin gerðust í Seattle. Heimamenn unnu þar aðeins sinn tíunda leik í allan vetur þegar þeir skelltu meisturum San Antonio 88-85. San Antonio spilaði án leikstjórnandans Tony Parker, en hann er með beinflísar í öðrum hælnum og fer í myndatöku í dag. Óvíst er hve lengi hann verður frá keppni, en meiðsli hans koma á slæmum tíma fyrir San Antonio sem tapaði þarna þriðja leik sínum í röð. Seattle stöðvaði 14 leikja taphrinu sem var sú lengsta í sögu félagsins. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 26 stig fyrir Seattle í nótt en Manu Ginobili skoraði 29 stig fyrir San Antonio. Detroit lagði Indiana 110-104 á útivelli og vann þar þriðja leik sinn í röð eftir þrjú töp í röð í leikjunum þar á undan. Rasheed Wallace skoraði 24 stig fyrir Detroit en Mike Dunleavy skoraði 25 fyrir Indiana. Washington vann góðan sigur á Toronto 108-104 eftir framlengdan leik. Chris Bosh skoraði 37 stig og hirti 12 fráköst fyrir Kanadaliðið en Antawn Jamison skoraði 24 stig og hirti 20 fráköst fyrir Washington sem var án Caron Butler í leiknum. Boston rótburstaði Miami á útivelli 117-87 þrátt fyrir að vera án Kevin Garnett og Ray Allen. Leon Powe skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Boston og Rajon Rondo skoraði 23 stig. Mark Blount skoraði 20 stig Miami sem hitti aðeins úr 35,9% skota sinna í leiknum. Þar af skoraði Dwyane Wade aðeins 7 stig og hitti úr 1 af 9 skotum sínum. New Jersey náði loks að stöðva níu leikja taphrinu sína með 87-80 sigri á Milwaukee á heimavelli. Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir New Jersey en Royal Ivey var með 19 stig fyrir Milwaukee í fjarveru Michael Redd. Chicago lagði Minnesota 96-85 þar sem Kirk Hinrich skoraði 27 stig fyrir heimamenn en Al Jefferson skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Houston lagði Golden State á heimavelli 111-107 með hjálp stórleiks Yao Ming. Kínverjinn skoraði 36 stig og hirti 19 fráköst. Stephen Jackson skoraði 25 stig fyrir Golden State. Phoenix burstaði Atlanta á heimavelli 125-92. Amare Stoudemire skoraði 24 stig fyrir Phoenix en Marvin Williams var með 18 stig hjá Atlanta. Loks vann LA Lakers sigur á New York 120-109 á heimavelli. Kobe Bryant átti fínan leik hjá Lakers og skoraði 24 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York, Nate Robinson skoraði 22 stig og gaf 9 stðsendingar og David Lee skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA Smelltu hér til að skoða NBA bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum