Byrgismálið - sagan öll 29. janúar 2008 11:16 Spennandi Kompásþáttur fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. Þar rekjum við félagarnir söguna á bak við Byrgið. Og Byrgismálið. Þetta er mikil saga - og makalaus. Og sér svo sem ekki fyrir endan á henni. Þáttur okkar um Byrgismálið frá því um miðjan desember 2006 var umdeildur - og móttökur annarra miðla voru eftirtektarverðar; það er alltaf nærtækast að skjóta sendiboðann! Fjórar ákærur eru komnar á daginn - og allur efnahagsbrotapakkinn er ennþá óopnaður. Það verður sérstaklega áhugavert að hlýða á viðtölin við mæður stúlknanna sem verst urðu úti í Byrgismálinu, en sem kunnugt er lofuðu stjórnvöld þeim miklum og harðvirkum stuðningi eftir að upp komst um óskundann. Hverjar hafa ednirnar verið? Það kemur í ljós í kvöld kl. 21.50. Spennandi ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun
Spennandi Kompásþáttur fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. Þar rekjum við félagarnir söguna á bak við Byrgið. Og Byrgismálið. Þetta er mikil saga - og makalaus. Og sér svo sem ekki fyrir endan á henni. Þáttur okkar um Byrgismálið frá því um miðjan desember 2006 var umdeildur - og móttökur annarra miðla voru eftirtektarverðar; það er alltaf nærtækast að skjóta sendiboðann! Fjórar ákærur eru komnar á daginn - og allur efnahagsbrotapakkinn er ennþá óopnaður. Það verður sérstaklega áhugavert að hlýða á viðtölin við mæður stúlknanna sem verst urðu úti í Byrgismálinu, en sem kunnugt er lofuðu stjórnvöld þeim miklum og harðvirkum stuðningi eftir að upp komst um óskundann. Hverjar hafa ednirnar verið? Það kemur í ljós í kvöld kl. 21.50. Spennandi ... -SER.