Sundagöngin, já takk 18. janúar 2008 11:20 Það var tímabært að hálfu Borgarráðs að taka af allan vafa um Sundabrautina. Pólitíkin á að tala í þessum efnum - og taka af skarið; ekki embættismenn (sem geta vitaskuld verið til halds og trausts) en þeir eiga ekki að ráða í þessum efnum. Sundagöng er auðvitað fyrsti kostur - og lega þeirra undir Kleppsvíkina og Gufunesið er eini klári valkosturinn. Eyjaleiðin - sem vissulega er ódýrari, hefði í för með sér austlægari umferð; aðalþunginn færðist á mót Miklubrautar og Breiðholtsbrautar þar sem straumurinn er ærinn fyrir. Umferðin til Reykjavíkur á að beinast til Reykjavíkur. Þar fyrir utan á ekki að eyðileggja Hamrahverfið í Grafarvogi með ógnarstórum umferðarmannvirkjum sem myndu þrengja mjög að eftirsóknarverðu útivistarsvæði austan Viðeyjarsunds. Í umferðarmálum höfuðborgarinnar eiga menn að hugsa stórt - og helst til næstu aldar, en ekki áratuga. Sundagöng er ein mikilvirkasta samgöngubót landsmanna allra sem hingað til hafa þurft að aka hlykkjótta þjóðvegi að og frá borginni sinni. Tími beinu brautanna er kominn; hagsmunir sjoppueigendanna meðfram strandlengjunni eru fyrir margt löngu orðnir broslegir. Menn eiga að hugsa stórt. Sem er þó ekki nóg. Hitt er brýnna ... að byrja að framkvæma? -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun
Það var tímabært að hálfu Borgarráðs að taka af allan vafa um Sundabrautina. Pólitíkin á að tala í þessum efnum - og taka af skarið; ekki embættismenn (sem geta vitaskuld verið til halds og trausts) en þeir eiga ekki að ráða í þessum efnum. Sundagöng er auðvitað fyrsti kostur - og lega þeirra undir Kleppsvíkina og Gufunesið er eini klári valkosturinn. Eyjaleiðin - sem vissulega er ódýrari, hefði í för með sér austlægari umferð; aðalþunginn færðist á mót Miklubrautar og Breiðholtsbrautar þar sem straumurinn er ærinn fyrir. Umferðin til Reykjavíkur á að beinast til Reykjavíkur. Þar fyrir utan á ekki að eyðileggja Hamrahverfið í Grafarvogi með ógnarstórum umferðarmannvirkjum sem myndu þrengja mjög að eftirsóknarverðu útivistarsvæði austan Viðeyjarsunds. Í umferðarmálum höfuðborgarinnar eiga menn að hugsa stórt - og helst til næstu aldar, en ekki áratuga. Sundagöng er ein mikilvirkasta samgöngubót landsmanna allra sem hingað til hafa þurft að aka hlykkjótta þjóðvegi að og frá borginni sinni. Tími beinu brautanna er kominn; hagsmunir sjoppueigendanna meðfram strandlengjunni eru fyrir margt löngu orðnir broslegir. Menn eiga að hugsa stórt. Sem er þó ekki nóg. Hitt er brýnna ... að byrja að framkvæma? -SER.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun