Kæran kemur að norðan 16. janúar 2008 11:38 Hversvegna skyldi það nú vera að eina kæran sem verið er að undirbúa á hendur kortafyrirtækjunum vegna ólöglegs samráðs (er annars til löglegt samráð?) kemur að norðan? Kaupmannasamtök Akureyrar hafa haft frumkvæði að þessari atlögu að samkrulli Visa og Kreditkorta (eða hvað svo sem þessi fyrirtæki heita í dag). Þau segja: Það var svindlað á okkur. Stórlega. Auðvitað förum við í mál. Og vinnum aftur þá peninga sem risarnir höfðu af okkur (vegna skorts á samkeppni). Gott mál. En afhverju heyrist hvorki hósti né stuna frá Samtökum verslunar og þjónustu hér syðra? Getur verið að í þeirra ranni séu svo sterk tengsl við stórbankana sem eiga greiðslukortafyrirtækin að þau sjái sér ekki fært að fara fram með látum? Eru stærstu fyrirtækin í liði SVÞ í eigu sömu manna og hafa afgerandi völd í bönkunum? Varla er ég einn um það að vilja fá svör við þessum áleitnu spurningum. Og það fljótt. Þögnin er grunsamlega óbærileg ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun
Hversvegna skyldi það nú vera að eina kæran sem verið er að undirbúa á hendur kortafyrirtækjunum vegna ólöglegs samráðs (er annars til löglegt samráð?) kemur að norðan? Kaupmannasamtök Akureyrar hafa haft frumkvæði að þessari atlögu að samkrulli Visa og Kreditkorta (eða hvað svo sem þessi fyrirtæki heita í dag). Þau segja: Það var svindlað á okkur. Stórlega. Auðvitað förum við í mál. Og vinnum aftur þá peninga sem risarnir höfðu af okkur (vegna skorts á samkeppni). Gott mál. En afhverju heyrist hvorki hósti né stuna frá Samtökum verslunar og þjónustu hér syðra? Getur verið að í þeirra ranni séu svo sterk tengsl við stórbankana sem eiga greiðslukortafyrirtækin að þau sjái sér ekki fært að fara fram með látum? Eru stærstu fyrirtækin í liði SVÞ í eigu sömu manna og hafa afgerandi völd í bönkunum? Varla er ég einn um það að vilja fá svör við þessum áleitnu spurningum. Og það fljótt. Þögnin er grunsamlega óbærileg ... -SER.