Vopnahlé á Íslandi 7. janúar 2008 11:34 Það er komið á vopnahlé á Íslandi. Eftir öll ósköpin. En mikið lifandi skelfing sem þetta er indælt stríð. Skotgleði Íslendinga um sérhver áramót og allt fram á Þrettándann er náttúrlega engu lagi lík. Það er einhver frumkraftur fífldirfsku og heiðinnar gleði sem brýst út hjá landsmönnum á þessum myrkasta kafla ársins. Þjóðlegt. Hæfilega kjánalegt. Yndislega skemmtilegt í einfeldni sinni. Hef tekið eftir því að einhverjir telja þennan sið okkar Íslendinga til marks um gamaldags villimennsku sem beri að afleggja; helst banna eins og annað skemmtilegt. Þetta eru dæmigerðar úrtöluraddir þeirra sem vilja fletja út samfélagið í einhverjum öryggisvandalisma. Höldum í sérstöðuna. Berjumst bræður. En vöknum svo heilir í Valhöll að nýju og hvílumst til nýrrar orrustu undir lok nýs árs. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun
Það er komið á vopnahlé á Íslandi. Eftir öll ósköpin. En mikið lifandi skelfing sem þetta er indælt stríð. Skotgleði Íslendinga um sérhver áramót og allt fram á Þrettándann er náttúrlega engu lagi lík. Það er einhver frumkraftur fífldirfsku og heiðinnar gleði sem brýst út hjá landsmönnum á þessum myrkasta kafla ársins. Þjóðlegt. Hæfilega kjánalegt. Yndislega skemmtilegt í einfeldni sinni. Hef tekið eftir því að einhverjir telja þennan sið okkar Íslendinga til marks um gamaldags villimennsku sem beri að afleggja; helst banna eins og annað skemmtilegt. Þetta eru dæmigerðar úrtöluraddir þeirra sem vilja fletja út samfélagið í einhverjum öryggisvandalisma. Höldum í sérstöðuna. Berjumst bræður. En vöknum svo heilir í Valhöll að nýju og hvílumst til nýrrar orrustu undir lok nýs árs. -SER.