Unglingarnir og háþrýstidælan Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. júní 2008 07:00 Einhverra hluta vegna átti ég vanda til að hugsa fyrst um unglinga þegar spekingslegar umræður um siðferði manna var að nálgast þá niðurstöðu að heimur versnandi færi. Ofurölvun, eiturlyfjaneysla, slagsmál og fleiri svartar iðjur sem fá menn til að hafa missa trúna á mannkyninu voru samofnar tiltrú minn á unglingum. En nú verður mér ávallt hugsað til háþrýstidælunnar hans pabba þegar unglingar eru vændir um að leiða okkur í siðferðislegar ógöngur. Þannig er mál með vexti að karl faðir minn keypti sér fyrir nokkru nýja háþrýstidælu. Hann var afar stoltur þegar hann bar þetta vopn í fyrsta sinn í baráttunni við mosann á stéttinni. En þegar hann hefst handa skekur jarðskjálfti Suðurlandið og hristir hressilega hýbýli á höfuðborgarsvæðinu. „Hvað ertu að gera, Eyjólfur?" spyr þá nágrannakona hans ásakandi meðan hús hennar hristist til. Ég var reyndar nokkuð stoltur af þeim gamla því ég hafði lesið það í Íslendingasögum að mikið þótti til manna koma sem stukku hæð sína aftur á bak og áfram í fullum herklæðum, höndluðu sverð með svo skjótum hætti að svo virtist sem tvö væru á lofti. En enginn þessara manna gat þó staðið með vopn sitt í túninu heima og hrist hýbýli nágrannans. Reyndar var þá lengra á milli húsa. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, kynnti nýlega rannsókn um hegðun og viðhorf unglinga sem er til vitnis um það að þeir virðast jafnvel skynsamari en þeir sem eldir eru. En þeir eru oft hávaðasamir enda kraftmiklir og vissulega geta þeir farið illa úr því ef þeir beita þessum kröftum sínum í eitthvert klámhögg. En það eru ekki þeir sem standa að innflutningi eiturlyfja sem véla menn til flestra þeirra ódæðisverka sem viðgangast hér á landi. Sá svarti heimur er ekki mótaður af unglingum þó hann standi þeim opinn. Þar að auki eru unglingar að feta sín fyrstu spor í menningarheimi sem mótaður hefur verið í kringum áfengisneyslu. Hefur hann tekið miklum stakkaskiptum frá dögum Egils Skallagrímssonar sem fór illa með áfengi sjö ára gamall. Unglingarnir og háþrýstidælan hans pabba eiga því það sameiginlegt í mínum huga að vera kraftmikil og hávaðasöm þegar svo ber undir. Og kannski þess vegna hefur þeim verið kennt um verk sem mun stærri og meiri öfl eru höfundar af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun
Einhverra hluta vegna átti ég vanda til að hugsa fyrst um unglinga þegar spekingslegar umræður um siðferði manna var að nálgast þá niðurstöðu að heimur versnandi færi. Ofurölvun, eiturlyfjaneysla, slagsmál og fleiri svartar iðjur sem fá menn til að hafa missa trúna á mannkyninu voru samofnar tiltrú minn á unglingum. En nú verður mér ávallt hugsað til háþrýstidælunnar hans pabba þegar unglingar eru vændir um að leiða okkur í siðferðislegar ógöngur. Þannig er mál með vexti að karl faðir minn keypti sér fyrir nokkru nýja háþrýstidælu. Hann var afar stoltur þegar hann bar þetta vopn í fyrsta sinn í baráttunni við mosann á stéttinni. En þegar hann hefst handa skekur jarðskjálfti Suðurlandið og hristir hressilega hýbýli á höfuðborgarsvæðinu. „Hvað ertu að gera, Eyjólfur?" spyr þá nágrannakona hans ásakandi meðan hús hennar hristist til. Ég var reyndar nokkuð stoltur af þeim gamla því ég hafði lesið það í Íslendingasögum að mikið þótti til manna koma sem stukku hæð sína aftur á bak og áfram í fullum herklæðum, höndluðu sverð með svo skjótum hætti að svo virtist sem tvö væru á lofti. En enginn þessara manna gat þó staðið með vopn sitt í túninu heima og hrist hýbýli nágrannans. Reyndar var þá lengra á milli húsa. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, kynnti nýlega rannsókn um hegðun og viðhorf unglinga sem er til vitnis um það að þeir virðast jafnvel skynsamari en þeir sem eldir eru. En þeir eru oft hávaðasamir enda kraftmiklir og vissulega geta þeir farið illa úr því ef þeir beita þessum kröftum sínum í eitthvert klámhögg. En það eru ekki þeir sem standa að innflutningi eiturlyfja sem véla menn til flestra þeirra ódæðisverka sem viðgangast hér á landi. Sá svarti heimur er ekki mótaður af unglingum þó hann standi þeim opinn. Þar að auki eru unglingar að feta sín fyrstu spor í menningarheimi sem mótaður hefur verið í kringum áfengisneyslu. Hefur hann tekið miklum stakkaskiptum frá dögum Egils Skallagrímssonar sem fór illa með áfengi sjö ára gamall. Unglingarnir og háþrýstidælan hans pabba eiga því það sameiginlegt í mínum huga að vera kraftmikil og hávaðasöm þegar svo ber undir. Og kannski þess vegna hefur þeim verið kennt um verk sem mun stærri og meiri öfl eru höfundar af.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun