Óheppileg umræða! Þráinn Bertelsson skrifar 21. apríl 2008 06:00 Mikil opinber umræða getur verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar með haft neikvæð áhrif." Geir H. Haarde, formaður Flokksins og forsætisráðherra Íslands, á fundi með Samtökum atvinnulífsins 18. apríl 2008. Þessi „sakleysislegu" viðvörunarorð benda ótvírætt til þess að það hafi farið fram hjá þessum forsætisráðherra sem vill sveipa aðgerða- og ráðleysi sitt dulúð, að vestrænt lýðræði og stjórnarskrár allra lýðræðisríkja byggja á einum og sama hornsteini: Sá hornsteinn sem öll hin sameiginlega velferð okkar byggist á heitir TJÁNINGARFRELSI. Opinber umræða getur vissulega verið óheppileg, jafnvel banvæn, fyrir óhæf stjórnvöld en hún er undirstaða velferðar almennings. Á því grundvallaratriði að það sé best fyrir heildina að allir hafi óheftan rétt til að tjá sig hvílir þjóðfélagsgerð okkar. Allt annað í stjórnarskrá okkar leiðir af þessu atriði. Það er ógnvekjandi tilhugsun að skilningur á því sem stjórnarskrá lýðveldisins byggist á skuli ekki hafa náð inn í höfuðkúpuna á þessum forsætisráðherra - heldur. Fyrirrennari hans sem nú er seðlabankastjóri - ekki í Simbabve heldur á Íslandi - vildi setja fornaldarlög um fjölmiðla svo að þeir trufluðu ekki „stjórnvöld" í sinni djúpu hugleiðslu um hagsmunagæslu og samtryggingu útvalinna. Þessi vill ganga feti framar og biðst undan hinum neikvæðu áhrifum sem kunna að vera fylgifiskur mikillar og líflegrar opinberrar umræðu. Ég held að þetta sé skuggalegasta yfirlýsing sem ég hef séð koma frá íslenskum stjórnmálamanni á síðustu áratugum. Þó hef ég fylgst með fjölmiðlafrumvarpi, uppbyggingu greiningardeilda og stofnun sérsveita. Ég hef heyrt og séð menn réttlæta fasískar lögregluaðgerðir gegn kínverska andófs- og heilsuræktarhópnum Falun Gong. Og síðast en ekki síst hef ég ásamt með þjóðinni fylgst með hinum þrákelknislegu yfirlýsingum varaformanns Flokksins um að hún ætli „víst og samt" á Ólympíuleikana í Peking hvað sem tautar og raular og hvað sem líður Tíbet, lýðræði og mannréttindum - sem hún segist vera búin að ræða nægilega oft við Kínverja. Þekkir valdhrokinn engin takmörk lengur? Hvað er eiginlega í gangi hérna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun
Mikil opinber umræða getur verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar með haft neikvæð áhrif." Geir H. Haarde, formaður Flokksins og forsætisráðherra Íslands, á fundi með Samtökum atvinnulífsins 18. apríl 2008. Þessi „sakleysislegu" viðvörunarorð benda ótvírætt til þess að það hafi farið fram hjá þessum forsætisráðherra sem vill sveipa aðgerða- og ráðleysi sitt dulúð, að vestrænt lýðræði og stjórnarskrár allra lýðræðisríkja byggja á einum og sama hornsteini: Sá hornsteinn sem öll hin sameiginlega velferð okkar byggist á heitir TJÁNINGARFRELSI. Opinber umræða getur vissulega verið óheppileg, jafnvel banvæn, fyrir óhæf stjórnvöld en hún er undirstaða velferðar almennings. Á því grundvallaratriði að það sé best fyrir heildina að allir hafi óheftan rétt til að tjá sig hvílir þjóðfélagsgerð okkar. Allt annað í stjórnarskrá okkar leiðir af þessu atriði. Það er ógnvekjandi tilhugsun að skilningur á því sem stjórnarskrá lýðveldisins byggist á skuli ekki hafa náð inn í höfuðkúpuna á þessum forsætisráðherra - heldur. Fyrirrennari hans sem nú er seðlabankastjóri - ekki í Simbabve heldur á Íslandi - vildi setja fornaldarlög um fjölmiðla svo að þeir trufluðu ekki „stjórnvöld" í sinni djúpu hugleiðslu um hagsmunagæslu og samtryggingu útvalinna. Þessi vill ganga feti framar og biðst undan hinum neikvæðu áhrifum sem kunna að vera fylgifiskur mikillar og líflegrar opinberrar umræðu. Ég held að þetta sé skuggalegasta yfirlýsing sem ég hef séð koma frá íslenskum stjórnmálamanni á síðustu áratugum. Þó hef ég fylgst með fjölmiðlafrumvarpi, uppbyggingu greiningardeilda og stofnun sérsveita. Ég hef heyrt og séð menn réttlæta fasískar lögregluaðgerðir gegn kínverska andófs- og heilsuræktarhópnum Falun Gong. Og síðast en ekki síst hef ég ásamt með þjóðinni fylgst með hinum þrákelknislegu yfirlýsingum varaformanns Flokksins um að hún ætli „víst og samt" á Ólympíuleikana í Peking hvað sem tautar og raular og hvað sem líður Tíbet, lýðræði og mannréttindum - sem hún segist vera búin að ræða nægilega oft við Kínverja. Þekkir valdhrokinn engin takmörk lengur? Hvað er eiginlega í gangi hérna?