Hamilton sigraði á Spa 7. september 2008 13:40 NordicPhotos/GettyImages Lewis Hamilton hafði sigur í Belgíukappakstrinum á Spá brautinn í dag eftir spennandi einvígi við Kimi Raikkönen á lokasprettinum. Rigning setti svip sinn á einvígið, sem endaði með því að Finninn ók út af brautinni og féll úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. Áhorfendur á Spa stóðu á öndinni þegar keppendur óku síðustu hringina, en þá var brautin orðin flughál og bílarnir skautuðu til og frá þar sem ekki þótti ráðlegt að skipta á regndekk svo seint í keppninni. Raikkönen hafði verið í forystunni eftir frábæran akstur, en missti Hamilton fram úr sér þegar skammt var eftir af keppninni. Kappið var full mikið í Hamilton og sneri hann bílnum í bleytunni og missti Ferrari-manninn aftur fram úr sér. Raikkönen virtist ekki standast pressuna og ók út af og færði Hamilton sigurinn. Felipe Massa á Ferrari tók þriðja sæti og er nú átta stigum á eftir Hamilton í keppni ökumanna og Nick Heidfeld hjá BMW tók frábæran endasprett og vippaði sér úr áttunda sæti og í það þriðja eftir að hann skipti á regndekk. Það sama gerði Fernando Alonso hjá Renault og það skilaði honum í fjórða sætið, sem hann hélt reyndar lengst af í keppninni. Fremstu menn á Spa: 1. Hamilton (McLaren) 2. Massa (Ferrari) 3. Heidfeld (BMW Sauber) 4. Alonso (Renault) 5. Vettel (Toro Rosso) 6. Kubica (BWM Sauber) 7. Bourdais (Toro Rosso) 8. Glock (Toyota) Formúla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton hafði sigur í Belgíukappakstrinum á Spá brautinn í dag eftir spennandi einvígi við Kimi Raikkönen á lokasprettinum. Rigning setti svip sinn á einvígið, sem endaði með því að Finninn ók út af brautinni og féll úr keppni þegar tveir hringir voru eftir. Áhorfendur á Spa stóðu á öndinni þegar keppendur óku síðustu hringina, en þá var brautin orðin flughál og bílarnir skautuðu til og frá þar sem ekki þótti ráðlegt að skipta á regndekk svo seint í keppninni. Raikkönen hafði verið í forystunni eftir frábæran akstur, en missti Hamilton fram úr sér þegar skammt var eftir af keppninni. Kappið var full mikið í Hamilton og sneri hann bílnum í bleytunni og missti Ferrari-manninn aftur fram úr sér. Raikkönen virtist ekki standast pressuna og ók út af og færði Hamilton sigurinn. Felipe Massa á Ferrari tók þriðja sæti og er nú átta stigum á eftir Hamilton í keppni ökumanna og Nick Heidfeld hjá BMW tók frábæran endasprett og vippaði sér úr áttunda sæti og í það þriðja eftir að hann skipti á regndekk. Það sama gerði Fernando Alonso hjá Renault og það skilaði honum í fjórða sætið, sem hann hélt reyndar lengst af í keppninni. Fremstu menn á Spa: 1. Hamilton (McLaren) 2. Massa (Ferrari) 3. Heidfeld (BMW Sauber) 4. Alonso (Renault) 5. Vettel (Toro Rosso) 6. Kubica (BWM Sauber) 7. Bourdais (Toro Rosso) 8. Glock (Toyota)
Formúla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira