3D allsráðandi 18. september 2008 05:00 Bandaríski leikstjórinn James Cameron með þrívíddargleraugun sín. Hann er einn þeirra sem vinna skipulega að því að koma slíkum kvikmyndum í framleiðslu. Bandaríski viðskiptajöfurinn Jeffrey Katzenberger, forstjóri bandaríska framleiðslurisans Dreamworks, ávarpaði ráðstefnu um framtíð sjónvarps í Amsterdam í síðustu viku um gervihnött. Þar hélt hann fram þeirri skoðun að brátt verði 3D-format allsráðandi í framleiðslu myndefnis fyrir kvikmyndahús. Í þróun sé linsa fyrir tökuvélar sem gefi áhorfandanum þá tilfinningu að hann horfi á atburði á tjaldinu í þrívídd. Sama tækni verði ráðandi í myndmiðlun í sjónvarpi, á mynddiskum og í netheimum og á símum. Þrívídd muni taka yfir alla vestræna myndmiðla og þaðan leggja undir sig alla myndframleiðslu. Áhorfandi á myndefni í þrívídd verður að nota sjóngler sem draga fram dýpt í myndfletinum og spáir Katzenberger að með auknu efni af þessu tagi fari almenningur að fjárfesta í sérstökum gleraugum til að nota þegar horft er á myndmiðla. Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Ferðina til miðju jarðar sem var áður kölluð Leyndardómar Snæfellsjökuls í kvikmyndahúsum hér á landi en hún er unnin í þrívídd. Til þessa hafa fjölmargar kvikmyndir verið framleiddar með þessari tækni en hafa til þessa verið undantekningar á myndmarkaði.- pbb Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Bandaríski viðskiptajöfurinn Jeffrey Katzenberger, forstjóri bandaríska framleiðslurisans Dreamworks, ávarpaði ráðstefnu um framtíð sjónvarps í Amsterdam í síðustu viku um gervihnött. Þar hélt hann fram þeirri skoðun að brátt verði 3D-format allsráðandi í framleiðslu myndefnis fyrir kvikmyndahús. Í þróun sé linsa fyrir tökuvélar sem gefi áhorfandanum þá tilfinningu að hann horfi á atburði á tjaldinu í þrívídd. Sama tækni verði ráðandi í myndmiðlun í sjónvarpi, á mynddiskum og í netheimum og á símum. Þrívídd muni taka yfir alla vestræna myndmiðla og þaðan leggja undir sig alla myndframleiðslu. Áhorfandi á myndefni í þrívídd verður að nota sjóngler sem draga fram dýpt í myndfletinum og spáir Katzenberger að með auknu efni af þessu tagi fari almenningur að fjárfesta í sérstökum gleraugum til að nota þegar horft er á myndmiðla. Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Ferðina til miðju jarðar sem var áður kölluð Leyndardómar Snæfellsjökuls í kvikmyndahúsum hér á landi en hún er unnin í þrívídd. Til þessa hafa fjölmargar kvikmyndir verið framleiddar með þessari tækni en hafa til þessa verið undantekningar á myndmarkaði.- pbb
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira