Veðrið Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 23. október 2008 06:00 Íslendingar kunna að lifa við knappan kost. Sú list hefur ekki tapast á þessum fáu góðærisárum. Ekki frekar en að við gleymum hvernig elda skal kjötbollur þó við förum á jólahlaðborð eitt kvöld. Hitt sem Íslendingar kunna er að kjafta. Og efnahagskreppa er kjaftagóðæri. Í staðinn fyrir að kjafta um veðrið getum við kjaftað um verðið. Þvílík tilbreyting. Ég hef meiri áhyggjur af því að drepast úr leiðindum en hor í yfirvofandi kreppu. Ég skal glaður lifa á möðkuðu mjöli næstu árin ef það þýðir að ég losni við frekara hringsól um sömu örfáu umræðuefnin daginn út og inn. Enginn hefur sagt neitt nýtt síðasta mánuðinn. Ekki frekar en nokkuð nýtt hefur verið sagt um veðrið síðustu árhundruðin. Nýjustu upphæðir hvers dags eru ræddar af sömu hvötum og hitatölurnar. „Nú segja þeir að við fáum 580 milljarða lán frá Bretum!". Og einhver svarar á innsoginu: „Já, biddu fyrir þér. Svo er spáð frosti út vikuna." Sannleiksnefndir og hvítbækur verða svo hliðstæða veðurklúbbsins á Dalvík. Einhverjar smáfréttir af nýjustu uppgötvunum eiga eftir að leka í blöðin með reglulegu millibili kreppuna á enda svo fólk geti rætt um þær í kaffihléinu. Rætt er um nýtt og betra þjóðfélag með minni áherslu á peninga - en um leið höfum við ekki áhyggjur af öðru en peningum. Allt hjal um nýtt sósíalískt Ísland, hópknús og eflda samstöðu er jafn innihaldslaust og kaffispjall um að orðið sé ólíft á þessu landi fyrir kulda. Best væri að flytja til heitu landanna. Svo er óað og æjað, klárað úr kaffibollanum og kveikt á útvarpinu til að bíða eftir næstu veðurfréttum. Það breytist ekkert. Við breytumst ekkert. Við getum talað um það, vissulega. Það höfum við alltaf getað. Spyrjum bara Jónas frá Hriflu: „Þjóðin lifir í sífelldum ugg og óró við nýjar gengisfellingar. Þegar Íslendingar skilja þessa hættu, munu þeir gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gjaldmiðill þjóðarinnar verði aftur öruggur, bæði í nútíð og framtíð. Þá getur Ísland í annað sinn orðið heilbrigt og virðulegt þjóðveldi." Við verðum ekki betri sem þjóð né sem einstaklingar þó við eigum peninga. Við verðum ekki einu sinni betri þó við njótum virðingar alþjóðasamfélags. Við höfum prófað hvort tveggja - reyndar með ímynduðum peningum og ímyndaðri virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun
Íslendingar kunna að lifa við knappan kost. Sú list hefur ekki tapast á þessum fáu góðærisárum. Ekki frekar en að við gleymum hvernig elda skal kjötbollur þó við förum á jólahlaðborð eitt kvöld. Hitt sem Íslendingar kunna er að kjafta. Og efnahagskreppa er kjaftagóðæri. Í staðinn fyrir að kjafta um veðrið getum við kjaftað um verðið. Þvílík tilbreyting. Ég hef meiri áhyggjur af því að drepast úr leiðindum en hor í yfirvofandi kreppu. Ég skal glaður lifa á möðkuðu mjöli næstu árin ef það þýðir að ég losni við frekara hringsól um sömu örfáu umræðuefnin daginn út og inn. Enginn hefur sagt neitt nýtt síðasta mánuðinn. Ekki frekar en nokkuð nýtt hefur verið sagt um veðrið síðustu árhundruðin. Nýjustu upphæðir hvers dags eru ræddar af sömu hvötum og hitatölurnar. „Nú segja þeir að við fáum 580 milljarða lán frá Bretum!". Og einhver svarar á innsoginu: „Já, biddu fyrir þér. Svo er spáð frosti út vikuna." Sannleiksnefndir og hvítbækur verða svo hliðstæða veðurklúbbsins á Dalvík. Einhverjar smáfréttir af nýjustu uppgötvunum eiga eftir að leka í blöðin með reglulegu millibili kreppuna á enda svo fólk geti rætt um þær í kaffihléinu. Rætt er um nýtt og betra þjóðfélag með minni áherslu á peninga - en um leið höfum við ekki áhyggjur af öðru en peningum. Allt hjal um nýtt sósíalískt Ísland, hópknús og eflda samstöðu er jafn innihaldslaust og kaffispjall um að orðið sé ólíft á þessu landi fyrir kulda. Best væri að flytja til heitu landanna. Svo er óað og æjað, klárað úr kaffibollanum og kveikt á útvarpinu til að bíða eftir næstu veðurfréttum. Það breytist ekkert. Við breytumst ekkert. Við getum talað um það, vissulega. Það höfum við alltaf getað. Spyrjum bara Jónas frá Hriflu: „Þjóðin lifir í sífelldum ugg og óró við nýjar gengisfellingar. Þegar Íslendingar skilja þessa hættu, munu þeir gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gjaldmiðill þjóðarinnar verði aftur öruggur, bæði í nútíð og framtíð. Þá getur Ísland í annað sinn orðið heilbrigt og virðulegt þjóðveldi." Við verðum ekki betri sem þjóð né sem einstaklingar þó við eigum peninga. Við verðum ekki einu sinni betri þó við njótum virðingar alþjóðasamfélags. Við höfum prófað hvort tveggja - reyndar með ímynduðum peningum og ímyndaðri virðingu.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun