Nýliði Golden State toppaði stórstjörnurnar 16. nóvember 2008 12:06 Stórleikur Anthony Morrow vakti verðskuldaða athygli í gærkvöld NordicPhotos/GettyImages Sannkallað öskubuskuævintýri átt sér stað í NBA deildinni í gærkvöldi þegar Golden State Warriors lagði LA Clippers á útivelli. Skotbakvörðurinn Anthony Morrow hjá Golden State stimplaði sig þá rækilega inn í sögubækurnar þegar hann hitti úr 15 af 20 skotum sínum, skoraði 37 stig og hirti 11 fráköst í sigri Warriors. Þetta var hæsta stigaskor nýliða sem ekki hefur verið tekinn í nýliðavalinu í nútíma sögu nýliðavalsins. Morrow þessi var þarna að spila sinn fjórða NBA leik á ferlinum og átti að baki 40 mínútur úr leikjunum þremur þar á undan. Don Nelson þjálfari Golden State ákvað mjög óvænt að setja hinn 23 ára gamla Morrow í byrjunarliðið í gær og árangurinn lét ekki á sér standa. "Þetta var bara eitt af þessum kvöldum," sagði Morrow rólegur í leikslok eftir þennan ævintýralega leik sinn. "Stráknarnir í liðinu hafa sagt mér alveg síðan í æfingabúðunum að fara bara út á völlinn og spila minn leik. Það var engin pressa á mér og mér fannst ég ekki hafa miklu að tapa þar sem ég er nýliði," sagði Morrow, sem kom úr Gorgia Tech háskólanum. Eins og nærri má geta er það ekki daglegt brauð að menn sem ekki eru teknir í 60 manna nýliðavali NBA deildarinnar slái í gegn með þessum hætti. Toppaði LeBron James og Kobe Bryant Vísir kannaði til gamans hvernig þremur þekktum stórstjörnum deildarinnar gekk að ná öðrum eins stórleik og Morrow náði í gær þegar þær voru að koma inn í deildina á sínum tíma. LeBron James hjá Cleveland kom inn í deildina árið 2003 með miklu fjaðrafoki en hann skoraði til að mynda aðeins sjö stig í sínum fjórða leik á nýliðaárinu. James tókst aðeins tvisvar á öllu nýliðaárinu að skora meira en Morrow skoraði í gær. Kobe Bryant stendur Morrow ansi langt að baki í þessum efnum. Hann kom inn í deildina árið 1996 og skoraði 10 stig í fjórða leik sínum á nýliðaárinu með LA Lakers. Bryant náði ekki að toppa stigaskor Morrow í gær fyrr en í mars á þriðja árinu sínu í deildinni. Michael Jordan jafnaði árangur Morrow í sínum þriðja NBA leik með Chicago árið 1984, en toppaði hann ekki fyrr en í sínum níunda leik. NBA Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira
Sannkallað öskubuskuævintýri átt sér stað í NBA deildinni í gærkvöldi þegar Golden State Warriors lagði LA Clippers á útivelli. Skotbakvörðurinn Anthony Morrow hjá Golden State stimplaði sig þá rækilega inn í sögubækurnar þegar hann hitti úr 15 af 20 skotum sínum, skoraði 37 stig og hirti 11 fráköst í sigri Warriors. Þetta var hæsta stigaskor nýliða sem ekki hefur verið tekinn í nýliðavalinu í nútíma sögu nýliðavalsins. Morrow þessi var þarna að spila sinn fjórða NBA leik á ferlinum og átti að baki 40 mínútur úr leikjunum þremur þar á undan. Don Nelson þjálfari Golden State ákvað mjög óvænt að setja hinn 23 ára gamla Morrow í byrjunarliðið í gær og árangurinn lét ekki á sér standa. "Þetta var bara eitt af þessum kvöldum," sagði Morrow rólegur í leikslok eftir þennan ævintýralega leik sinn. "Stráknarnir í liðinu hafa sagt mér alveg síðan í æfingabúðunum að fara bara út á völlinn og spila minn leik. Það var engin pressa á mér og mér fannst ég ekki hafa miklu að tapa þar sem ég er nýliði," sagði Morrow, sem kom úr Gorgia Tech háskólanum. Eins og nærri má geta er það ekki daglegt brauð að menn sem ekki eru teknir í 60 manna nýliðavali NBA deildarinnar slái í gegn með þessum hætti. Toppaði LeBron James og Kobe Bryant Vísir kannaði til gamans hvernig þremur þekktum stórstjörnum deildarinnar gekk að ná öðrum eins stórleik og Morrow náði í gær þegar þær voru að koma inn í deildina á sínum tíma. LeBron James hjá Cleveland kom inn í deildina árið 2003 með miklu fjaðrafoki en hann skoraði til að mynda aðeins sjö stig í sínum fjórða leik á nýliðaárinu. James tókst aðeins tvisvar á öllu nýliðaárinu að skora meira en Morrow skoraði í gær. Kobe Bryant stendur Morrow ansi langt að baki í þessum efnum. Hann kom inn í deildina árið 1996 og skoraði 10 stig í fjórða leik sínum á nýliðaárinu með LA Lakers. Bryant náði ekki að toppa stigaskor Morrow í gær fyrr en í mars á þriðja árinu sínu í deildinni. Michael Jordan jafnaði árangur Morrow í sínum þriðja NBA leik með Chicago árið 1984, en toppaði hann ekki fyrr en í sínum níunda leik.
NBA Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira