Skammir Moggans 17. apríl 2008 11:06 Mogginn hefur farið skemmtilega úrillur fram úr í morgun, eða í það minnsta vandar hann ekki borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins kveðjurnar í sérstökum kjallaraleiðara í blaðinu í dag. Það telst alltaf til tíðinda þegar Moggi skammar sjálfstæðismenn. Einkum og sér í lagi ef skammirnar eru hastarlegar. Og stjarfar af reiði. Hitt er alvanalegt að hann hatist út í erkióvin sinn; Samfylkinguna. Sem er ekki lengur nein frétt. En nú standa Hádegismóaspjótin á sexmenningunum við Tjörnina, því mikla prinsippfólki pólitíkurinnar sem tekið hefur U-beygju á rauðu ljósi í Rei-málinu. Úps. Ég skil reiði Mogga. Það vottar fyrir því að hann sé samkvæmur sjálfum sér í aðhaldinu sem stjórnmálaflokkum ber. Fréttin er þessi: Ég man ekki til þess í annan tíma að Moggi hafi farið jafn ljótum orðum um vini sína í Flokknum og hann gerir á leiðaraopnunni í dag: "Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hefur flokkurinn beðið slíkan hnekki og sýnt af sér slíka lágkúru." Mogginn krefst þess að forysta Flokksins skerist í skrípaleikinn af einfaldri ástæðu: "Borgarstjórnarflokkurinn er gersamlega forystulaus ..." Þetta er talsvert. Sérstaklega úr penna Mogga þar sem flokksástin hefur gjarnan brenglað allt pólitískt veruleikaskyn ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun
Mogginn hefur farið skemmtilega úrillur fram úr í morgun, eða í það minnsta vandar hann ekki borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins kveðjurnar í sérstökum kjallaraleiðara í blaðinu í dag. Það telst alltaf til tíðinda þegar Moggi skammar sjálfstæðismenn. Einkum og sér í lagi ef skammirnar eru hastarlegar. Og stjarfar af reiði. Hitt er alvanalegt að hann hatist út í erkióvin sinn; Samfylkinguna. Sem er ekki lengur nein frétt. En nú standa Hádegismóaspjótin á sexmenningunum við Tjörnina, því mikla prinsippfólki pólitíkurinnar sem tekið hefur U-beygju á rauðu ljósi í Rei-málinu. Úps. Ég skil reiði Mogga. Það vottar fyrir því að hann sé samkvæmur sjálfum sér í aðhaldinu sem stjórnmálaflokkum ber. Fréttin er þessi: Ég man ekki til þess í annan tíma að Moggi hafi farið jafn ljótum orðum um vini sína í Flokknum og hann gerir á leiðaraopnunni í dag: "Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hefur flokkurinn beðið slíkan hnekki og sýnt af sér slíka lágkúru." Mogginn krefst þess að forysta Flokksins skerist í skrípaleikinn af einfaldri ástæðu: "Borgarstjórnarflokkurinn er gersamlega forystulaus ..." Þetta er talsvert. Sérstaklega úr penna Mogga þar sem flokksástin hefur gjarnan brenglað allt pólitískt veruleikaskyn ... -SER.