Klitschko mætir Thompson annað kvöld 11. júlí 2008 17:52 Thompson og Klitschko horfast í augu á blaðamannafundi í Hamburg NordcPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Wladimir Klitschko mun annað kvöld verja IBF, WBO og IBO meistaratitla sína í þungavigt þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Tony Thompson í Hamburg. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:00. Klitschko er 32 ára gamall og sameinaði WBO og IBF titlana þegar hann lagði Sultan Ibragimov í New York í febrúar sl. Klitschko hefur barist 50 sinnum á ferlinum og unnið 44 þeirra á rothöggi og tapað aðeins þrisvar. Thompson er 36 ára og hefur barist 31 sinni á ferlinum. Hann hefur tapað aðeins einu sinni. Hann hefur unnið 19 af bardögum sínum á rothöggi og er fremsti áskorandinn í WBO deildinni. Klitschko á raunar ekki sérstakar minningar frá viðureignum sínum við Thompson, því Bandaríkjamaðurinn var æfingafélagi hans fyrir sögulegan bardaga Klitschko gegn Corrie Sanders árið 2003. Sá bardagi var rétt búinn að binda enda á feril Klitschko, sem tapaði mjög óvænt á rothöggi í annari lotu. Síðan hefur Úkraínumaðurinn heldur betur tekið sig saman í andlitinu og hefur unnið alla átta bardaga sína síðan. "Ég er búinn að gleyma þessum bardaga, en síðan hef ég sannarlega lært að þú mátt ekki vanmeta andstæðinga þína," sagði Klitschko. Thompson man vel eftir því þegar hann var andstæðingur Úkraínumannsins á sínum tíma, en segir allt aðra stöðu uppi á teningnum nú. "Ég er hundrað sinnum betri í dag en ég var þá, en hann var aftur á móti upp á sitt besta á þeim tíma. Mér er því alveg sama hvort hann man eftir mér eða ekki," sagði Thompson. Segja má að þeir Klitschko og Thompson gætu ekki komið úr ólíkari áttum, því á meðan Klitschko er moldríkur, menntaður og kemur af efnuðu og vel settu fólki - ólst Bandaríkjamaðurinn upp í fátækrahverfi á meðan faðir hans sat í fangelsi. Box Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira
Heimsmeistarinn Wladimir Klitschko mun annað kvöld verja IBF, WBO og IBO meistaratitla sína í þungavigt þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Tony Thompson í Hamburg. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:00. Klitschko er 32 ára gamall og sameinaði WBO og IBF titlana þegar hann lagði Sultan Ibragimov í New York í febrúar sl. Klitschko hefur barist 50 sinnum á ferlinum og unnið 44 þeirra á rothöggi og tapað aðeins þrisvar. Thompson er 36 ára og hefur barist 31 sinni á ferlinum. Hann hefur tapað aðeins einu sinni. Hann hefur unnið 19 af bardögum sínum á rothöggi og er fremsti áskorandinn í WBO deildinni. Klitschko á raunar ekki sérstakar minningar frá viðureignum sínum við Thompson, því Bandaríkjamaðurinn var æfingafélagi hans fyrir sögulegan bardaga Klitschko gegn Corrie Sanders árið 2003. Sá bardagi var rétt búinn að binda enda á feril Klitschko, sem tapaði mjög óvænt á rothöggi í annari lotu. Síðan hefur Úkraínumaðurinn heldur betur tekið sig saman í andlitinu og hefur unnið alla átta bardaga sína síðan. "Ég er búinn að gleyma þessum bardaga, en síðan hef ég sannarlega lært að þú mátt ekki vanmeta andstæðinga þína," sagði Klitschko. Thompson man vel eftir því þegar hann var andstæðingur Úkraínumannsins á sínum tíma, en segir allt aðra stöðu uppi á teningnum nú. "Ég er hundrað sinnum betri í dag en ég var þá, en hann var aftur á móti upp á sitt besta á þeim tíma. Mér er því alveg sama hvort hann man eftir mér eða ekki," sagði Thompson. Segja má að þeir Klitschko og Thompson gætu ekki komið úr ólíkari áttum, því á meðan Klitschko er moldríkur, menntaður og kemur af efnuðu og vel settu fólki - ólst Bandaríkjamaðurinn upp í fátækrahverfi á meðan faðir hans sat í fangelsi.
Box Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira