Kidman næsti Indiana Jones 18. september 2008 04:00 Nicole Kidman skipar sér fljótlega í flokk með kunnustu hasarmyndahetjum. Leikkonan Nicole Kidman hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Eighth Wonder, sem á íslensku myndi útleggjast sem Áttunda undrið, en áætlað er að tökur á myndinni hefjist á næsta ári. Myndin er sögð vera ævintýra- og hasarmynd í anda Indiana Jones-myndanna og fjallar um fornleifafræðinga sem, í kjölfar merkilegrar uppgötvunar, halda í æsilega fjársjóðsleit á framandi stöðum. Handritshöfundur myndarinnar er Simon Kinberg sem skrifað hefur handritið að myndum á borð við Mr. & Mrs. Smith og Night at the Museum 2. Kinberg kveðst hafa haft Kidman í huga þegar hann hófst handa við að skrifa handrit Áttunda undursins og er því skiljanlega hæstánægður með að fá leikkonuna til liðs við verkefnið. Kidman hefur ekki aðeins tekið að sér aðalhlutverk myndarinnar, heldur er hún einnig einn af framleiðendum hennar. Athygli vekur að Áttunda undrið verður önnur hasarmynd Kidman á innan við tveimur árum, en leikkonan hefur fram að þessu ekki verið sérlega þekkt fyrir leik sinn í slíkum myndum. Um jólin er væntanleg í kvikmyndahús stórmynd leikstjórans Baz Luhrmann, Australia, en í henni leikur Kidman enska hefðarkonu og landeiganda sem kemst í hann krappan þegar til stendur að þvinga hana út af landareign sinni.- vþ Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikkonan Nicole Kidman hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Eighth Wonder, sem á íslensku myndi útleggjast sem Áttunda undrið, en áætlað er að tökur á myndinni hefjist á næsta ári. Myndin er sögð vera ævintýra- og hasarmynd í anda Indiana Jones-myndanna og fjallar um fornleifafræðinga sem, í kjölfar merkilegrar uppgötvunar, halda í æsilega fjársjóðsleit á framandi stöðum. Handritshöfundur myndarinnar er Simon Kinberg sem skrifað hefur handritið að myndum á borð við Mr. & Mrs. Smith og Night at the Museum 2. Kinberg kveðst hafa haft Kidman í huga þegar hann hófst handa við að skrifa handrit Áttunda undursins og er því skiljanlega hæstánægður með að fá leikkonuna til liðs við verkefnið. Kidman hefur ekki aðeins tekið að sér aðalhlutverk myndarinnar, heldur er hún einnig einn af framleiðendum hennar. Athygli vekur að Áttunda undrið verður önnur hasarmynd Kidman á innan við tveimur árum, en leikkonan hefur fram að þessu ekki verið sérlega þekkt fyrir leik sinn í slíkum myndum. Um jólin er væntanleg í kvikmyndahús stórmynd leikstjórans Baz Luhrmann, Australia, en í henni leikur Kidman enska hefðarkonu og landeiganda sem kemst í hann krappan þegar til stendur að þvinga hana út af landareign sinni.- vþ
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira