Þorláksmessa Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 23. desember 2008 06:30 Þorkláksmessa er loksins runnin upp. Hjá sumum kannski allt of snemma því hið vel þekkta jólastress rís gjarnan hæst í dag. Verslanir eru opnar þar til klukkan fer að ganga miðnætti í kvöld og margir eyða allri þorláksmessunni í síðustu innkaupin fyrir jólin. Fótafúnir hlaupa menn milli búða og leita uppi eitthvað, bara eitthvað sem gæti hentað í jólapakkann. Síðan ég man eftir mér hefur Þorláksmessan samt verið tiltölulega rólegur dagur. Laus við stress og hamagang og frekar umvafin einhverjum töfraljóma og eftirvæntingu, ekki síður en aðfangadagur. Ég elst upp í sveit þar sem jólainnkaupin voru afgreidd í einni bæjarferð viku fyrir jól því ekki var að treysta á veður eða færð í afskekktum sveitum. Allar búrhillur voru því fylltar og ekki farið aftur í kaupstað fyrr en vel var liðið á nýtt ár. Verslun var því ekki streituvaldur á þorláksmessu. Venjan var að hengja upp jólaskrautið á þorláksmessu. Heimatilbúnir músastigar og litríkar seríur rötuðu í glugga og á veggi, jólatréð var sótt út í brekkuna og fengu ég og litla systir mín jafnan það hlutverk að velja tré. Sú hefð hefur haldist nokkuð óslitið þó við séum báðar komnar yfir þrítugt. Hangikjötið kraumaði í pottunum svo allt húsið ilmaði af jólum og laufabrauðið var stundum skorið út þennan dag. Frameftir kvöldi ómuðu jólakveðjurnar í útvarpinu meðan síðustu verkin voru kláruð, konfektskálin stóð á borðinu og tæmdist í rólegheitunum. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort það geti verið að jólastressið svokallaða sé sjálfskapað. Að við séum einfaldlega of góðu vön. Tilhnegingin til að geyma hlutina fram á síðustu stundu sé tilkomin vegna þess að tíminn til að versla er svona rúmur og við reiknum með því að geta reddað öllum sköpuðum hlutum rétt fyrir jól. Hvað gera þeir sem þurfa að vinna í verslununum fram á síðustu stund? Jólin í ár verða um margt öðruvísi en undanfarin jól. Jólagjafirnar verða færri undir trénu á mörgum heimilum og jafnvel eitthvað minni í sniðum. Það er ekkert verra. Innst inni eru margir fegnir því að hafa gilda ástæðu fyrir að kúpla sig út úr neyslubrjálæðinu með gilda ástæðu að baki. Við skulum njóta dagsins. Á morgun koma gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Þorkláksmessa er loksins runnin upp. Hjá sumum kannski allt of snemma því hið vel þekkta jólastress rís gjarnan hæst í dag. Verslanir eru opnar þar til klukkan fer að ganga miðnætti í kvöld og margir eyða allri þorláksmessunni í síðustu innkaupin fyrir jólin. Fótafúnir hlaupa menn milli búða og leita uppi eitthvað, bara eitthvað sem gæti hentað í jólapakkann. Síðan ég man eftir mér hefur Þorláksmessan samt verið tiltölulega rólegur dagur. Laus við stress og hamagang og frekar umvafin einhverjum töfraljóma og eftirvæntingu, ekki síður en aðfangadagur. Ég elst upp í sveit þar sem jólainnkaupin voru afgreidd í einni bæjarferð viku fyrir jól því ekki var að treysta á veður eða færð í afskekktum sveitum. Allar búrhillur voru því fylltar og ekki farið aftur í kaupstað fyrr en vel var liðið á nýtt ár. Verslun var því ekki streituvaldur á þorláksmessu. Venjan var að hengja upp jólaskrautið á þorláksmessu. Heimatilbúnir músastigar og litríkar seríur rötuðu í glugga og á veggi, jólatréð var sótt út í brekkuna og fengu ég og litla systir mín jafnan það hlutverk að velja tré. Sú hefð hefur haldist nokkuð óslitið þó við séum báðar komnar yfir þrítugt. Hangikjötið kraumaði í pottunum svo allt húsið ilmaði af jólum og laufabrauðið var stundum skorið út þennan dag. Frameftir kvöldi ómuðu jólakveðjurnar í útvarpinu meðan síðustu verkin voru kláruð, konfektskálin stóð á borðinu og tæmdist í rólegheitunum. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort það geti verið að jólastressið svokallaða sé sjálfskapað. Að við séum einfaldlega of góðu vön. Tilhnegingin til að geyma hlutina fram á síðustu stundu sé tilkomin vegna þess að tíminn til að versla er svona rúmur og við reiknum með því að geta reddað öllum sköpuðum hlutum rétt fyrir jól. Hvað gera þeir sem þurfa að vinna í verslununum fram á síðustu stund? Jólin í ár verða um margt öðruvísi en undanfarin jól. Jólagjafirnar verða færri undir trénu á mörgum heimilum og jafnvel eitthvað minni í sniðum. Það er ekkert verra. Innst inni eru margir fegnir því að hafa gilda ástæðu fyrir að kúpla sig út úr neyslubrjálæðinu með gilda ástæðu að baki. Við skulum njóta dagsins. Á morgun koma gleðileg jól.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun