Græna bílabyltingin í Formúlu 1 9. október 2008 02:24 Dekk Formúlu 1 bíl í Japan um helgina verða með grænum strípum til að minna fólk á umhverfisvænni akstur. mynd: kappakstur.is Formúlu 1 ökumenn og forráðamenn FIA kynntu nýstárlega 10 þrepa ráðleggingar til handa ökumönnum í Tokyo í dag. Til að minna á átakið, þá eru allir Formúlu 1 bílar á dekkjum með grænum strípum þessa mótshelgina á Fuji brautinni í Japan. Formula 1 íþróttinn verður notuð sem stökkpallur í nýrri herferð alþjóðabílasambandsins (FIA) til að kynna umhverfisvænni akstur og umhirðu bíla. "Ég reyni persónulega að keyra sem minnst, þegar ég er ekki að keppa í Formúlu 1. Ég nota alltaf GPS tæki til að rata á milli staða til að spara bensín og hirði vel um bílinn í alla staði", segir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann er einn af ökumönnum sem kynnti átakið í Tokyo í dag. ,,Þegar ég er heima í Sviss þá nota ég almenningssamgöngur, til að festast ekki i umferðarhnútum, eða hjóla. Ég reyni að gera mitt til hjálpar umhvefismálum." Ummæli Hamilton kunna koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, þar sem Formúlu 1 bíll eyðir allt að 70 lítrum af eldsneyti á hundraðið. Reyndar er FIA að vinna hörðum höndum af því að búa til reglur sem gera á íþróttina umhverfisvænni á næstu árum. Merking Bridgestone dekkjanna fyrir mótið í Japan um helgina er fyrsti liðurinn í alþjóðlegu kynningarátaki FIA til handa almenningi. Fyrstu æfingar keppnisliða verða í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld verður fjallað um átak FIA og væntanlegt mót í Japan. Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn og forráðamenn FIA kynntu nýstárlega 10 þrepa ráðleggingar til handa ökumönnum í Tokyo í dag. Til að minna á átakið, þá eru allir Formúlu 1 bílar á dekkjum með grænum strípum þessa mótshelgina á Fuji brautinni í Japan. Formula 1 íþróttinn verður notuð sem stökkpallur í nýrri herferð alþjóðabílasambandsins (FIA) til að kynna umhverfisvænni akstur og umhirðu bíla. "Ég reyni persónulega að keyra sem minnst, þegar ég er ekki að keppa í Formúlu 1. Ég nota alltaf GPS tæki til að rata á milli staða til að spara bensín og hirði vel um bílinn í alla staði", segir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann er einn af ökumönnum sem kynnti átakið í Tokyo í dag. ,,Þegar ég er heima í Sviss þá nota ég almenningssamgöngur, til að festast ekki i umferðarhnútum, eða hjóla. Ég reyni að gera mitt til hjálpar umhvefismálum." Ummæli Hamilton kunna koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, þar sem Formúlu 1 bíll eyðir allt að 70 lítrum af eldsneyti á hundraðið. Reyndar er FIA að vinna hörðum höndum af því að búa til reglur sem gera á íþróttina umhverfisvænni á næstu árum. Merking Bridgestone dekkjanna fyrir mótið í Japan um helgina er fyrsti liðurinn í alþjóðlegu kynningarátaki FIA til handa almenningi. Fyrstu æfingar keppnisliða verða í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld verður fjallað um átak FIA og væntanlegt mót í Japan.
Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira