Obama linur við hryðjuverkamenn Guðjón Helgason skrifar 16. maí 2008 19:28 Repúblíkanar í Bandaríkjunum virðast ætla að gera stríðið gegn hryðjuverkum að stóru kosningamáli í nóvember. Þeir keppast nú við að gera að því skóna að Barack Obama verði linur í baráttunni við hryðjuverkamenn verði hann forseti. Repúblíkanar virðast búnir að afskrifa Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata og beina spjótum sínum í ríkari mæli að Obama. Obama hefur sagt að ef hann yrði forseti myndi hann vera tilbúinn að funda með leiðtogum Írans og forvígismönnum annarra ríkja sem Bandaríkjamenn hefðu álitið ógn við öryggi. George Bush, Bandaríkjaforseti, blandaði sér í baráttuna í gær. Í rætu í Jerúsalem lagði hann áherslu á að ekki væri hægt að semja við hryðjuverkamenn. Hann sagði suma trúa því að það ætti að semja við hryðjuverka- og öfgamenn líkt og að hugvitssamlega rökfærsla yrði til að sannfæra þá um að þeir hefðu haft rangt fyrir sér allan tímann. Slíka óra sagðist forsetinn hafa heyrt áður. Hvíta húsið segir orðunum ekki beint gegn Obama. Tom Daschle, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og einn kosningastjóran Obama, segist hafa heyrt það frá fylgdarliði Bush að orðum forsetans hafi í þetta sinn verði beint gegn Barack Obama. John McCain, forsetaefni Repúblíkana, segir þetta hins vegar réttmætar áhyggur og spyr hversvegna Obama vilji ræða við leiðtoga ríkja sem styðji hryðjuverkamenn. Hann spyr einnig hvað Obama vilji ræða við Íransforseta. Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Repúblíkanar í Bandaríkjunum virðast ætla að gera stríðið gegn hryðjuverkum að stóru kosningamáli í nóvember. Þeir keppast nú við að gera að því skóna að Barack Obama verði linur í baráttunni við hryðjuverkamenn verði hann forseti. Repúblíkanar virðast búnir að afskrifa Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata og beina spjótum sínum í ríkari mæli að Obama. Obama hefur sagt að ef hann yrði forseti myndi hann vera tilbúinn að funda með leiðtogum Írans og forvígismönnum annarra ríkja sem Bandaríkjamenn hefðu álitið ógn við öryggi. George Bush, Bandaríkjaforseti, blandaði sér í baráttuna í gær. Í rætu í Jerúsalem lagði hann áherslu á að ekki væri hægt að semja við hryðjuverkamenn. Hann sagði suma trúa því að það ætti að semja við hryðjuverka- og öfgamenn líkt og að hugvitssamlega rökfærsla yrði til að sannfæra þá um að þeir hefðu haft rangt fyrir sér allan tímann. Slíka óra sagðist forsetinn hafa heyrt áður. Hvíta húsið segir orðunum ekki beint gegn Obama. Tom Daschle, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og einn kosningastjóran Obama, segist hafa heyrt það frá fylgdarliði Bush að orðum forsetans hafi í þetta sinn verði beint gegn Barack Obama. John McCain, forsetaefni Repúblíkana, segir þetta hins vegar réttmætar áhyggur og spyr hversvegna Obama vilji ræða við leiðtoga ríkja sem styðji hryðjuverkamenn. Hann spyr einnig hvað Obama vilji ræða við Íransforseta.
Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira